01.08.2013 23:10

Mette er FT meistari




Ég átti góðan dag með þessum snillingum en í dag þreytti hún Mette Mannseth meistarapróf Félags tamningamanna sem er æðsta prófgráða í reiðmennsku á Íslandi.
 Prófið fór fram á Hólum í Hjaltadal, prófdómarar voru Anton Páll Níelsson, Eyjólfur Ísólfsson og Benedikt Líndal.  Það var gaman að fá að verða vitni af þessum merka áfanga í sögu Félags tamningamanna þegar sjötti meistarinn bættist í hópinn. Og ekki skemmdi það fyrir að Mette er fyrsta konan sem þreytir þetta erfiða próf. 
Þeir sem fyrir eru meistarar FT Reynir heitinn Aðalsteinsson, Eyjólfur Ísólfsson, Benedikt Líndal, Sigurbjörn Bárðarson og Þórarinn Eymundsson.
Innilega til hamingju með árangurinn Mette.



Þau voru að vonum kát hjúin í Þúfum enda full ástæða til, Háttur frá Þúfum einn af þremur prófhestunum fékk að vera með á myndinni. 
Mette notaði þrjú hross úr ræktun þeirra Gísla í prófið, Hátt, Hnokka og Ró öll frá Þúfum.

Það er alltaf gaman að koma í Skagafjörðin fagra og í þetta skiptið nutum við FT fulltrúar gestrisni þeirra Skörðugilshjóna Elvars og Fjólu. En þau tóku á móti okkur í gær létu okkur í té frábæra fundaraðstöðu og gistingu. 
Kærar þakkir fyrir höfðinglegar mótttökur rétt eins og fyrri daginn.