08.09.2013 21:47

Enn rignir krakkar mínir.



Höfðinginn Salómon svarti fylgist með að allt fari vel og sómasamlega fram á heimilinu.

Rigning eigum við að ræða það eitthvað ??? Nei við gerum það ekki, það eru nógu margir æstir og geðvondir þó svo að við sleppum því.
En grínlaust þetta er að verða gott...........

Tamningar í roki og rigningu var það sem í boði var þessa helgi en það var hlýtt :)

Mummi var með reiðnámskeið sem haldið var í Söðulsholti um helgina.
Flottir nemendur sem hann var virkilega ánægður með, bara gaman.
Svo fer að styttast í kennsluferðirnar hans erlendis svona eins og hann fór í fyrra.
Já eins gott að hafa nóg að gera á öllum vígstöðum.

Netið gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni hvað myndir varðar en ég mun reyna að koma þeim hingað á síðuna við fyrsta tækifæri.

Við erum með mörg og mismunandi hross til sölu, stæðsti hlutinn af þeim eru ný á söluskrá.
Myndatökur standa yfir og vonandi get ég sett þær hingað inn fljóttlega.