25.09.2013 16:39

Fimm, sex og sjö......



Heimalings-Garðabæjar-Golsa er eðal fyrirsæta enda ein frægasta kind búsins.

Sunnudagurinn var svo aðal réttardagurinn okkar hér í Hlíðinni en þá var safnið rekið inn og dregið í sundur. Ókunnuga féð keyrt niður í Mýrdalsrétt en það var meira en 600 stykki.
Lömbin okkar vigtuð og valin fram og til baka þangað til viðunandi niðurstöður fengust.
Eins og hina dagana var harðsvírað lið mætt til að hjálpa okkur, lið sem við erum svo óendanlega þakklát fyrir að þekkja. Kærar þakkir þið eruð dásamleg.



Þessar skvísur voru mættar á réttarveginn með bros á vör þrátt fyrir að hafa tekið fullan þátt í fjörinu kvöldið áður.



Magnús, Þóra og Natashja voru líka hress og til í allt.



Ragnar frændi minn var að sjálfsögðu mættur á réttarveginn en hann hafði áður farið í Þverárrétt og Vörðufellsrétt. Höfðinginn Sæmundur Sigmundsson keyrði fólkið af Dvalarheimilinu Brákarhlíð uppí Þverárrétt og Ragnar var einn af þeim sem þess nutu.
Með honum á myndinni eru heiðurshjónin Tommi og Tóta sem ekki létu sig vannta í réttirnar.



Þessi flottu voru krúttleg að vanda og tóku heldur betur á því í réttinni.



Þessi voru svo hress að ég náði þeim ekki í fókus.



Og þessi tvö eru nú svolítið sæt.....................



..................eins og þessi hérna........................ Jaz og Pétur smali.



Púkasvipurinn nær langt út fyrir þessa mynd Hildur og Magnús Már eitthvað að sprella.



Þessi voru líka hress en mikið er svipurinn á Sæunni bónda óræður............eða virðulegur.



Mummi, Þóranna yfirdyravörður og Halldór aðstoðarbílstjóri rollufluttninga brosa breytt eftir kjötsúpuna góðu.



Kolbeinn rollustrætóstjóri fékk líka pásu til að borða kjötsúpuna en ekki langa............



Þessir tveir ræða málin eftir kjötsúpuna og málið er greinilega alvarlegt.................



Já það er eins gott að fara vel yfir safnið og taka stöðun á sauðfjárræktinni, sauðfjárbændur úr Borgarnesi þau Þorsteinn og Helga með Ólafi Haukatungubónda.



Erla sauðfjárbóndi skoðar safnið með heyforðann í baksýn, asskoti er stelpan búkonuleg.

Á mánudaginn rákum við sláturlömbin inn, kindurnar suður að Hafurstöðum, hrútana inní Hlíð og líflömbin og þau sem eiga að stækka settum við útá Steinholt.
Mánudagurinn var líka notaður til að slaka aðeins á eftir fjörið svona inná milli athafna.
Við vorum svo heppin að Hrannar þurfti ekki að fara fyrr en á mánudagskvöld og svo fengum við óvænta heimsókn þegar Dúna frænka mín mætti þegar við vorum að reka inn lömbin.
Óli á Völlum mætti svo á þriðjudagsmorgun og sótti til okkar tæplega 350 sláturlömb sem brunuðu noður á Sauðárkrók. Mýrdalsréttin var svo seinnipartinn og þangað var brunað, áttum reyndar bara sex kindur þar en allt telur.
Þar með er rollustússinu lokið í bili og nú taka við tamningar sem eru stundaðar af fullum krafti.

Við hér í Hlíðinni viljum þakka öllum þeim góðu vinum sem hjálpuðu okkur síðustu vikuna.
Þvílíkt gagn og gaman sem þið öll með tölu færið okkur hér í Hlíðina. Takk fyrir okkur.