01.12.2013 21:59

Hátíð hjá vestlenskum hestamönnum



Vestlenskir hestamenn skemmtu sér vel þegar þeir hittust við jólahlaðborð í Stykkishólmi um helgina. Vel á annað hundrað manns mættu og voru gestirnir frá öllum hestamannafélögunum á vesturlandi.
Var það almennt álit manna að vel hefði tekist til maturinn einstaklega góður, hófleg skemmtidagskrá og andrúmsloftið jákvætt og gott.
Margir gestirnir nýttu sér hótelgistingu á Hótel Stykkishólmi og áttu því góðar stundir til að spjalla og njóta samverunnar.
Þessi viðburður er klárlega kominn til að vera og á bara eftir að stækka.
Látum okkur hlakka til vestlendingar þetta á bara eftir að verða enn meira gaman hjá okkur.



Þessir kappar báru hitan og þungan af hátíðinni þetta árið og stóðu sig með mikilli prýði.
Lárus Hannesson stjórnarformaður, Ingi Tryggvason veislustjóri og Ámundi Sigurðsson meðhjálpari.
Hafið bestu þakkir strákar þetta var gaman.



Þegar vestlenskir hestamenn koma saman er gaman og eins og þið sjáið þá skemmtu þessir sér afar vel og hafa eflaust verið að ræða einhvern stórviðburð.
Ámundi og Högni Bæringsson í Stykkishólmi.



Kátir voru karlar......................og það voru þeir svo sannarlega þessir Borgfirðingar.



Snæfellingar nutu þess að gæða sér á öllum kræsingunum.



Við tengdamæðgur vorum bara góðar en það getur rifið í að bíða eftir matnum eins og sjá má.



Þessi eru bæði ættuð úr Kolbeinsstaðahreppnum og voru bara eldhress að vanda.
Hallur bóndi á Naustum og Anna Dóra húsfreyja á Bergi.



Söngurinn sem Lárus og félagar buðu uppá var sko ekki af verri endanum skal ég segja ykkur.




Þessi hjú snéru bökum saman skemmtu sér og eru alveg orðin alvöru í hestamennskunni já og ekki síður í sauðfjárræktinni.  Hrannar og Björg í stuði.



Og það var sko gaman hjá þessum hressu skvíum, Björg og Randi alveg með þetta :)



Ég er viss um að þessi voru að rifja upp eitthvað úr síðustu smalamennsku héðan úr Hlíðinni.
Haukur í Skáney og Björg slá á létta strengi fyrir lélegan myndatökumann (konu)



Þessir ræddu málin og réttu úr sér eftir matinn.



Það var gott að hafa góða sófa til að slaka á þegar búið var að raða í sig kræsingunum.
Spjalla og kanna hvað væri nú mest spennandi af ungviðinu í hesthúsinu, já og rifja upp gamlar sögur.



Tamningafólkið í Söðulsholti og Haukur Skáneyjarbóndi ræða málin.



Sumir nutu sín betur í sófanum en aðrir............. Mummi, Ingibjörg og Valgeir úr Grundarfirðinum.



Kallarnir bara slakir og ræða málin, Skúli og Kristján Gunnlaugsson úr Stykkishólmi.



Eitthvað sposkir á svipinn þessir............



Að lokum læt ég eina hláturskast mynd flakka.......... Helga vinkona mín frá Heggsstöðum og ég skemmtum okkur afar vel eins og sjá má.
Verst að það er ekki hljóð með....................eða ekki.

Niðurstaða.......... það var rosalega gaman og alveg ljóst að þessi viðburður er kominn á dagatal næsta árs.
 Formaður Hestamannafélagsins Glaðs í Dalasýslu bauð fram krafta Glaðsmanna til að halda næsta jólahlaðborð á Laugum í Sælingsdal að ári.

Hlakka til að mæta þangað en þið sem gerðuð þennan viðburð svona skemmtilegan.

Kærar þakkir.

Já vestlenskir hestamenn eru jákvæðir og skemmtilegir.