01.05.2014 13:03

Blíðan í Hlíðinni.

 

Maí heilsar okkur hér í Hlíðinni með afar notalegum hætti, logn og blíða með drauma hitastigi.

Ameríka hvað ?

 

Geirhnjúkurinn og Djúpidalurinn eru enn ríkir af snjó sem þó er farinn að hopa.

 

 

Öðru hverju dregur fyrir sólina og þá er bara hitamistur eins og í útlöndum. Ég er alveg viss um að ef hann Einar frændi minn væri á lífi hefði hann notað lognið til að leggja silunganetin.

 

 

Svo grænkar og grænkar..................og hvernig væri nú að sleppa maí kuldakastinu einu sinni ?

Þetta veður verður sko notað.