14.05.2014 20:25

Júró og sauðburður

 

Kindurnar hafa aldrei byrjað sauðburðinn með þvílíkum krafti og þetta árið. En þegar þetta er skrifað eru lambanúmerin komin hátt á fimmtahundraðið. Það hefur ekki gerst fyrir miðjan maí áður. Við hleytum til rúmlega viku fyrr en venjulega og sennilega hefur myndast ,,múgæsinur,, meðal hópsins. Hverjar verða fyrstar út á græna grasið ??? Það var eins gott að fá góðan mannskap til aðstoðar um síðustu helgi. Þarna eru spekingar að spjalla á jötubandinu Halldór, Hrannar og Sveinbjörn taka stöðuna.

 

 

Þessi kann nú tökin á kústinum, bara betra að vera ekki fyrir. Já hún Þóranna sá til þess að allir Júróaðdáendur og Pollapönkarar gátu horft á keppnina með góðri samviksu.

 

 

Þessi kann nú tökin í sauðburðinum og er bráðefnilegur sauðfjárkvíslari. Þarna er Björg að taka frá óborna tvílembu.

 

 

Ungfrú Hefna Róa var liðtæk við að venja undir og láta lömb drekka hjá geðvondum kindum.

 

 

Maður getur nú orðið þreyttur í sauðburðinum og þá er nú gott að halla sér á kaffistofunni.

 

 

Marie fékk smá aðstoð frá þessum flotta ungherra í hesthúsinu. Hún Marie er heldur betur búin að standa sig frábærlega, dugleg og skemmtilega stelpa. Já svo erum við komin með einn góðan aðstoðarmann og saman hafa þau staðið sig mjög vel. Maí er ekki léttur mánuður hér í Hlíðinni sauðburður á fullu, tamningar og þjálfun einnig á fullu skriði.

Við eru alltaf ótrúlega heppin með þetta góða starfsfólk, það er dýrmætt.

 

 

Fulltrúar Danmerkur voru svolítið spenntir þegar söngvakeppnin var á dagskrá.

 

 

..................og spennan magnast..................

 

 

Það mætti halda að Danmörk hefði unnið...................en þær eru bara svona hressar Astrid og Marie.