23.07.2014 23:53

Heyja.... heyja..... hey.....

Kátur frá Hallkelsstaðahlíð.

Það var ekki mikil rigning í dag................. og það náðist að rúlla nokkrum tugum af rúllum.

Já þetta er allt að koma og útlit fyrir að allur heyskapur klárist í rigningunni og þá er það bara sólbað þegar alvöru þurrkurinn kemur. Maður má nú láta sig dreyma í rigningunni. Annars batnar þetta ekkert við vælið, veðrið er gott og ca. 600 rúllur komnar í plast og ekkert hey hrakið.

Eftir langan og mikinn rúnnt um suðurlandið er ég alsæl með það græna sem komið er í rúllurnar hjá okkur. Greinilega ekki sjálfgefið á ná því svoleiðis. Já ég hef farið ansi víða í vikunni þó svo að ferðalagið teljist ekki til sumarfrís, og þó. Það er skemmtilegt að hitta hestafólk og stússast í hesta og þá sérstaklega hryssufluttningum. Koma við á bæjum ræða nýafstaðið landsmót og spekulegra í stóðhestum. Þetta er allavega meira gaman en að liggja í sólbaði. Ferðin var farin til að sækja hryssur sem lokið höfðu sínum stenfumótum við stóðhesta og fara með aðrar hryssur. Nú er bara að krossa fingur og vona að allt þetta flandur skili árangri og þær séu með folöldum. Sjö hryssum hefur verið haldið en aðeins ein komin heim með staðfestu fyli. Kolskör mín er komin heim með staðfest fyl undan honum Skýr frá Skálakoti. Ætli það verði ekki rauð hryssa ?

Við hér í Hlíðinni erum í óða önn að safna myndum af söluhrossum sem að vonandi birtast hér á næstunni.

Gott væri að fá aðeins meiri sól svona í eins og einn dag þá mundi nú eitthvað gerast.

Get samt upplýst að það eru nokkur býsna spennandi ;)