20.01.2016 22:05

Góðir dagar.

 

 

Iðunn Svansdóttir sendi mér nokkrar myndir frá folaldasýningunni, hér koma myndir af honum Dúr (rauður) og henni Léttlind (skjótt).

Takk fyrir sendinguna Iðunn.

Dúr er undan Snekkju sem er undan Skútu og Glotta frá Sveinatungu og Konsert frá Hofi.

Léttlind er undan Létt sem er undan Randver frá Nýja-Bæ og Sunnu, faðirinn er Spunasonurinn Glaumur frá Geirmundarstöðum.

 

 

Léttlind frá Hallkelsstaðahlíð, hér æfir hún grimmt fyrir töltkeppni framtíðarinnar.

 

 

 

Létt frá Hallkelsstaðahlíð móðir Léttlindar í sýningu á Hellu.

Létt fór í 1 verðlaun árið 2007.

Létt er nú fylfull eftir Ás frá Hofsstöðum í Garðabæ.

 

 

Dúr frá Hallkelsstaðahlíð er ansi hreint ,,mömmulegur,, og sýnir svipaða takta og mamma hans gerði.

 

 

Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð er fædd árið 2008 og sigraði folaldasýningu í Söðulsholti sama ár.

 

 

Þarna er Snekkja í stuði en hún hefu nú fengið annað hlutverk og er fylfull eftir Skýr frá Skálakoti.

Snekkja fór í 1 verðlaun árið 2014.

 

Síðustu dagar hafa verið frábærir mikið riðið út og veðrið notað í botn enda ekki sjálfgefið að fá svona daga í janúar.

Mummi smellti sér út til Danmerkur að kenna í síðustu viku og fór þar með í fyrstu ferð ársins. Hann var að telja saman ferðir síðasta árs og komst að því að ferðirnar hefðu verið vel á annan tug. Líf reiðkennarans er líflegt og alveg ljóst að ferðataskan er meira notuð en fataskápurinn.

Hér í Hlíðinni eru hátt í 40 hross á járnum og við 4-5 að ríða út og þjálfa auk hirðinga og sauðfjársstúss.

Góðar stundir.