23.01.2016 13:17

Skjónufélagsdagurinn.

 

Það eru góðar horfur á að það verði glatt á hjalla hjá Skjónufélagsliðinu í kvöld.

Undirbúningur fyrir aðalfund (i) er í fullum gangi og eins og í öðrum virðulegum félögum hefur verið birt dagskrá aðalfundarins.

 

Dagskrá:

Venjuleg og óvenjuleg aðalfundastörf.

Ekki inntaka nýrra félaga.

Önnur mikilvæg mál og önnur ónauðsynleg mál.

Fundi slitið þegar allir verða búnir að fá nóg.

Þungar veitingar.......

 

Að sjálfsögðu verður barist um verðlaunagrip félagsins en hann er veittur þegar þurfa þykir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá gripinn sem að sjálfsögðu er þetta dýrindis málverk sem er fyrir miðju á myndinni.

Svona ykkur að segja á ég von á meistarakokki af bestu gerð svo nú stendur húsfreyjan í ströngu.

Ja svona til að verða sér ekki til ævarandi skammar.

Matseðillinn fyrir kvöldið er klár en tilþrif í eldamennsku verða sýnd að afloknum nokkrum reiðtúrum.

 

Fram verður borið:

Syndandi vestfirðingur með hollustu hræru.

Hamingjusamt heiðarlamb með grænmetispartýi.

Viðförult túnlamb með heimsborgar yfirbragði.

Heilsusamlegur rjómaís með Svissneskum gullmolum og gamansömum berjum.

Dalalífskaffi með Konna frænda og nokkrum sérvöldum Sigfríðum.

Þessu verður svo skolað niður með veigum í öllum regnbogans litum.

 

Nánar um það síðar.