Vorið er komið."/>

04.05.2016 22:20

Vorið er komið.

Meðfylgjandi mynd sýnir Mumma og Gangskör í léttri sveiflu með vindinn og kuldann sem ferðafélaga.

 

Jæja það er víst floginn einn mánuður eða svo bloggið orðið heldur betur útundan.

Nú er eins gott að halda því fram að eitthvað gagnlegt og gáfulegt hafi verið afrekað þessar vikur.

Það er allavega þannig stemming núna að ekki hefði veitt af svo sem einum mánuði í viðbót þennan veturinn.

Til að byrja einhversstaðar á fréttunum þá gerðum við góða ferð í Búðardal um daginn.

Ferðin var bæði nýtt til að sýna sig og sjá aðra.

Mummi tók þátt í opnu íþróttamóti Glaðs og nældi sér í gull í töltinu. Húsfreyjan var afar kát með það þar sem að hann var á spari Brúnku minni henni Gangskör.  Hann keppti einnig á Fannari í 5 gangi og varð þar í 3 sæti og hafnað í 2 sæti í skeiðinu.

 

 

Á þessari mynd eru það skeiðkapparnir að taka við verðlaunum.

Fannar er að einbeita sér að sirkusæfingum, ein löpp á lofti og eitt eyra útá hlið. Líkamsræktinn alveg að gera sig.

Þórarinn í Hvítadal stóð í ströngu í kuldanum og veitti verðlaun eins og enginn væri morgundaguinn.

 

 

Það er alltaf gaman að koma í dalina og þá sérstaklega þegar mótin eru haldin.

Þessir voru að handsala eitthvað....................sennilega feit hestakaup................allavega búralegir á svip.

Styrmir Gufudalsbóndi og Mummi.

 

 

Það voru margir góðir dagar í apríl þar sem blíðan var með eindæmum.

Einn svoleiðis dag hitti ég þennan sjarm sem var að viðra sig.

Þessi verður tveggja vetra í vor, faðirinn er Ölnir frá Akranesi og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.

Eitt auga dökkt annað með hring, sjarmur.

 

 

Geirhjúkurinn er ekkert orðinn sumarlegur en sólin gerir sitt besta til að bræða kallinn.

 

 

Nú er vorið alveg að koma enda eins gott þessar frænkur voru farnar að bíða fyrir löngu síðan.

Emilía ,,sauðfjárbóndi,, og Lóa sóla sig á meðan sumarið gerir sig klárt.

Eins og staðan er í dag eru 4 kindur bornar, tvær voru sæddar með Salamon ein sædd með Roða og sú fjórða lifði frjálsum ástum hjá Alberti nágranna okkar.

Niðurstöður..... þrjár hvítar gimbrar, einn hvítur hrútur, tvær svartar gimbrar, ein svartbotnótt og einn svartbotnóttur hrútur.

Fallegustu lömbin ???? Fer eftir smekk en ég er svög fyrir Salamonsafkvæmunum undan þeim Dúnu og Randibotnu Útskriftardóttur.