26.05.2016 12:49

Fyrsta folaldið 2016 hér í Hlíðinni.

 

Aðfaranótt 25 maí þegar bæði var hífandi rok og rigning kom þessi jarpa hryssa í heiminn.

Móðir er Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Skýr frá Skálakoti.

Ég var nýkomin heim af kvöldvakt og varla vakandi nema á öðru auga þegar mér var litið út og sá að eitthvað hvítt lá fyrir aftan hryssuna.

Þar sem engar líkur voru á ljósu folaldi rauk ég útí bíl og stundaði ofsaakstur út á tún. Sem betur fer stóð hryssan upp í tæka tíð og allt fór vel. Eftir margar stilltar og fallegar vornætur valdi Snekkja þessa skuggalegu nótt.

Eigandinn Mummi hefur ekki enn valið nafn á hryssuna.

 

 

Það er gott að knúsast í vonda veðrinu og fá yl í kroppinn.

Vonandi kemur blíða einn daginn og þá verða teknar betri myndir.

Nú er hún Karún mín næst á köstunarlistanum svo það er eins gott að vera á vaktinni.