15.08.2016 21:18

Ég er komin heim..................

Dagur 6.

Eftir góða hvíld í Hömluholti var lagt af stað og stefnan tekin á Kolbeinsstaði.

Þarna er hópurinn einbeittur í meira lagi og ekki laust við að eftirvæntingin fyrir góðum fjöruspretti fylli út í myndina.

F.v Maron, Kristine, Ingi, húsfreyjan, Majbrit og Þorgeir.

 

 

Það þurfti ekki að hvetja reksturinn og hann fylgdi vel þegar lagt var útaf veginum í átt að fjörunum.

 

 

Og leiðin lá yfir holt og niður á fjörur................

 

 

Við vorum eldsnögg að ríða í Kolviðanes og fengum að stoppa í túnfætinum.

Af svipnum að dæma hef ég sennilega borðað sveppi í hádeginu.

 

 

Á þessu augnabliki voru við að horfa á eitthvað merkilegt.... man bara ekki hvað.

 

 

Og þessi horfðu líka...................á eitthvað merkilegt.

 

 

Þarna erum við stopp í Viddalundi en lundurinn sá er nefndur eftir einum ,,geðbesta,, ferðafélaga sem við höfum haft.

Alveg prýðis áningastaður eins og við er að búast.

 

 

Það er skemmtilega reiðleið eftir gamla veginum frá Stóra Hraunsafleggjaranum að Haukatungu.

 

 

Þessi voru hress og kát að vanda.

 

 

Eldborgin er góður bakgrunnur á hestamynd.

 

 

Það var kærkomin hvíldin á Kolbeinsstöðum en þar endaði dagur 6.

 

 

Dagur 7

Eins og þeir sem eru á fésbókinni hafa kannske séð þá var Mummi með myndavél á hjálminum.

Útkoman var m.a þónokkuð langt myndskeið frá fjörureiðinni og einnig heimildarmynd af byltu ferðarinnar.

En þar leika þau Mummi og Rjóð aðalhlutverkin............þegar þau fóru kollhnís með tilþrifum.

Allt fór vel og enginn slasaði sig sem betur fer.

Frá Kolbeinsstöðum var riðið að Rauðamel og upp hjá Höfða framhjá Heiðarbæ og heim.

 

 

Kristine og Fiðla eru flottar saman og þarna brosa þær í kampinn.

 

 

Hrossin fóru aðeins að kanna nýjar slóðir í hrauninu en Andri og Þorgeir voru sprækari og komu þeim á réttar slóðir.

 

 

Hér kemur hersingin frá Heiðarbæ og stefnir á Heydalsveginn.

Flottur forreiðarhópur.

 

 

Og frá Krossi að Oddastöðum............ungfrú Þorbjörg með örugga forustu.

 

 

Hann Þorgeir er frábær smali og það kom einmitt að góðu gagni þegar fjallaþráin greip um sig í hópnum.

 

 

 

 

Síðasti spölurinn heim og frábærri ferð að ljúka...................

 

 

Þau voru heldur betur kát að strika í girðinguna þegar heim var komið hrossin.

 

 

Og reiðmennirnir fylgjast með þeim á loka sprettinum.

 

 

Við fengum líka góða gesti frá Danmörku sem fylgdust með okkur síðasta daginn.

Og ekki má gleyma yfir trússaranum okkar henni Þóru, allir hestahópar þurfa eina Þóru.

 

 

 

Svenni fylgdi okkur stóran hluta af ferðinni og hafði eftirlit með því að allt færi vel fram.

Þessi viku hestaferð heppnaðist frábærlega í alla staði og nú er bara fara skipuleggja þá næstu.

Takk fyrir samfylgdina  kæru ferðafélagar.