20.09.2016 22:06

Dagur þrjú.................

 

 

Það var rigning þegar við riðum af stað til fjalla föstudaginn 16 september.

Alveg fannst mér það viðeigandi að þetta væri dagur íslenskrar náttúru.

Útsýnið var dásamlegt eins og alltaf þegar ég fer til fjalla.

Á þessari fyrstu mynd dagsins erum við Hlíð að komast uppí Paradísina.

 

 

 

Félagsskapurinn var ekki af verri endanum hjá mér þetta haustið, skælbrosandi Gróa mín.

Ég lét rollurnar frétta að ég hefði lögfræðing með í för svo að þær ættu bara að hafa sig hægar.

Kindur eru klárar og voru með allra besta móti fyrir utan latrækar og fúllyndar sem ennþá finnast.

Já þrátt fyrir langa ræktun.

 

 

Það er eins gott að vera við öllu búin þegar fjörið stendur sem hæðst og maður er á fjöllum.

Með öðrum orðum, gamli söðlasmiðurinn kom uppí mér og auðvita var það baggabandið góða sem gerði mikið fyrir mig og beislið.

Ég deildi þessari mynd á fésbókinni og strax í kjölfarið fór að rigna inn atvinnutilboðum.

Já já alveg satt.............meira að segja frá þeim stæðstu í bransanum.

Þið sjáið líka handbragðið..................

Annars gekk smalamennskan vel og allir komu heilir heim bæði menn og skepnur.

Látum bara myndirnar tala.

 

 
 
 

 

Þarna eru danirnir okkar.

 

 

Mummi og Halldór ræða málin, þau skemmtilegu.

 

 

Það er alltaf gaman hjá þessum þegar þau hittast, Svenni og Gróa rifja upp eitthvað skemmtilegt.

 

 

Þessar dömur komu að smala í fyrsta sinn og stóðu sig frábærlega.

Maron er þungt hugsi þarna enda um margt að huga í sauðfjáratinu.

 

 

Ég veit ekki að hverju þessir eru að hlæja ...........vonandi ekki myndatökumanninum.

 

 

Smalarnir úr dölunum voru hressir að vanda og mikið erum við þakklát fyrir þátttöku þeirra í leitunum.

 

 

Fleiri dalasmalar bættust svo í hópinn................

 

 

Áhugavert að horfa til hægri, Gróa, Mummi og Steini.

 

 

Vá hvað þessir frændur eru þungt hugsi en það átti sko eftir að léttast á þeim brúnin.

Hallur og Sveinbjörn að hugsa.

 

 

Þessar frænkur voru líka hressar.

 

 

Þessi flotti sauðfjárbóndi sporðrenndi nokkrum snúðum og skálaði í mjólk.

 

 

Mig grunar að þessir hafi skálað í einhverju öðru en mjólk.............en ég bara veit það ekki.

Skúli og Jón sennilega að telja í .................Lýsa geislar um grundir.

 

 

Þetta eru nú góðar vinkonur Gróa og Lóa voru klárar í myndatöku.

 

 

Þessar stóðu sig nú algjörlega frábærlega í eldhúsinu og sáu um að allir væru saddir og sælir.

Þóranna og Stella voru aðal í eldhúsinu en það var samt fullt af frúm sem gerðu það að verkum að húsfreyjan sjálf gat þeyst upp um fjöll og ragað í fé án teljandi samviskubits. Fyrir það ber nú sérstaklega að þakka, ekki væri nú á mannskapinn legggjandi að hafa freyjuna fúla heima.

 

 

Þessar eru voða sætar saman og voru alveg til í eina góða mynd.

Brá og Daníella pósa eftir smalafjörið.

 

 

Gulla og Hrefna Rós voru að sjálfsögðu líka mættar í fjörið.