22.09.2016 12:01

Dagur fjögur........

 

Vörðufellsréttin var laugardaginn 17 september í blíðu eins og reyndar oftast.

Hér á fyrstu myndinni eru Brá og Margrét Grundarfrú að draga af kappi.

Hvar ætli Mummi og Björgvin haldi sig ????

 

 

Sveinbjörn fylgist með að allt fari þokkalega fram.

 

 

Dönsku dömurnar okkar voru hörkuduglegar að draga.

 

 

Þóra og gamla svört áttu í baráttu en Þóra hafði betur í þetta sinn.

Ég veit ekki hvað Halli frænda hennar finnst um þetta............

 

 

Nei þetta er nú ekki lopapeysuauglýsing en samt fínasta mynd.

 

 

Spekingar spjalla.

 

 

Þóra, Magnús, Svenni og Brá sáu eitthvað spennandi.

 

 

Mummi og Halldór að kanna hvort hópurinn komist á kerruna.

Og það slapp ekki.

 

 

Maron og Hallur stunda endurtalningu.

 

 

Við réttarvegginn.

 

 

Og fleiri við réttarvegginn.

 

 

Grundarhjúin spjalla við Sveinbjörn, Stella og Hjörtur taka stöðuna.

 

 

Majbrit og Móru kom vel saman og enduðu báðar inní dilk.

 

 

Kristine stendur í ströngu en allt hafðist þetta.

 

 

Brá og Steini í stuði.

 

 

Fjölskyldan úr Álfkonuhvarfinu stóð heldur betur fyrir sínu í þessu réttum eins og reyndar alltaf.

Þóranna, Halldór og Kolbeinn.

 

 

Steini, Hrannar og Flosi.....................hugsa.

 

 

Ég sé það á þeim.................þær eru að hugsa um réttarpartýið.

 

 

Lopapeysur erum málið í réttunum.

 

 

Búralegir miðsveitungar spá í spilin.

 

 

Þessar eru vinkonur af betri gerðinni. Majbrit og Emilía.

 

 

Og litla systir mætti líka með Emilíu til að knúsa Majbrit.

 

 

Hrefna Rós, Júlíanna, Heiðdís Hugrún og Hildur.

 

 

Þessi tvö hafa nú farið í ansi margar Vörðufellsréttir.

Bæði smalað til hennar og rekið úr henni suður í Kolbeinsstaðahrepp.

Stella og Sveinni kanna stöðuna.

 

 

Og þarna er Lóa komin með þeim en hún er (bara) komin vel að 87 ára aldrinum.

Já auðvita fór hún í réttirnar, hvað annað ?

 

 

Þessi eru ekki á níræðisaldrinum en spræk samt.

 

 

Réttarstjórinn Jóel á Bíldhóli lítur eftir drengjunum þegar þeir setja á vagninn.

 

 

Svenni og stelpurnar.

 

 

Þessum dreymir um að ná auglýsingasamningi við Kalda, hver veit hvað gerist.

Allavega eru þeir búinir að smakka.