25.09.2016 21:03

Dagur sex í fjárstússi.

 

Mánudaginn 19 september var ekkert annað í boði en rífa sig upp og bruna í Svignaskaðsrétt.

Við höfðum verið ansi lengi að í fjárstússi kvöldið/nóttina áður svo það hefði nú verið svolítið gott að breiða upp fyrir haus.

En dagurinn var fallegur og eins og alltaf gaman að koma í Skarðsréttina. Fjöldi fólks var mætt á svæðið og einnig var margt fé í réttinni.

Þetta er þriðja árið sem við erum skilamenn í réttinni og að þessu sinni fengum við Kolhreppingar 53 kindur í réttinni.

 

 

 

Það var auðveldara að rekast á fólk en fé, allavega svona fyrst um sinni.

 

 

 

Haukatungubræður voru mættir í réttina og eru þarna á talið við Skúla.

 

 

 

Það er alltaf blíða í réttinni eða það finnst mér að minnsta kosti.

 

 

Nokkrir voru iðnir við að taka myndir.

 

 

En aðrir borðuðu kleinur................

 

 

Brekkuhjónin voru brött að venju og rýna hér í fjárhópinn.

 

 

Krummi lætur þetta nú ekki framhjá sér fara og mætir alltaf hress og brattur.

 

 

Mikið spáð og spekulegrað.

 

 

Svo var að bæta í almenninginn.

 

 

Ragna Beigaldafrú var dugleg að draga og átti margar fallegar gránur í réttinni.

 

 

Kannski hefur Beigaldabóndinn og Steini Vigg verið að fylgjast með henni ?

 

 

Og þessar elskur voru hressar og flottar að venju þegar þær stilltu sér upp í árlega myndatöku.

 

 

Ingimundur, Ásgeir og Óli skanna hópinn.

 

 

Þarna er einhver skemmtileg umræða í gangi, spurning hvað það hefur verið ?

 

 

Þessi kappi var þungt hugsi nú eða bara verið að fylgjast með frúnni draga sínar kindur.

 

 

Spáð í spilin.

 

 

Brekkufrúin þungt hugsi.............

 

 

Ísólfur vann örugglega lopapeysukeppnina þetta árið enda í þessari fínu Border colle peysu.

 

 

Ég rakst líka á þennan en vanalega er hann í tófuveiðahugleiðingum þegar ég hitti hann.

Þarna var hann hinsvegar í miklum ham við fjárdráttinn..............gaf sér þó tíma til að spjalla smá.

 

 

.............en var svo rokinn af stað.

 

 

Skilamennirnir okkar voru vandlega merktir og skiluð sér líka heim.

 

Þegar heim var komið rákum við sláturlömbin okkar inn en við höfðum sett þau út um morguninn.

Þau voru vandlega yfirfarin og fullorðna fénu og líflömbunum sleppt út á tún.

Góður dagur með skemmtilegu fólki.