08.02.2017 22:48

Þorrablótsfjör fyrsti hluti.......af mörgum.

Eins og reikna mátti með var mikið stuð og frábær stemming á þorrablótinu í Lindartungu.

Fullt hús af skemmtilegu fólki, góður matur og skemmtiatriðin dæmalaus eins og við var að búast.

Húsfreyjan fékk alveg sinn skammt og ríflega það, en er að sjálfsögðu kampakát með dæmið.

Élísabet skemmtanastjórafrú lék mig með þvílíkum tilþrifum að ég verð ekki nema svipur hjá sjón á næstunni.

Hún er mikið betri ég en ég...............

Það er alveg ljóst að nú get ég valið úr hvar ég mæti í eigin persónu á næstunni.

Afar hentug að hafa auka eintak sem er miklu betra en ég til að senda á mikilvæga staði.

Ertu ekki annars alveg klár Elísabet ?

Myndin hér að ofan sýnir hugarástand blótsgesta.

 

 

Þóra og Björg mættu eins og vera ber.

 

 

Þarna eru Juliane og Maron, dásamlegt aðstoðarfólk sem líka er gaman að skemmta sér með.

 

 

Þessir voru á léttu nótunum og ræddu saman með mígrafón við hönd.

Jóel á Bíldhóli og Magnús á Snorrastöðum.

 

 

Þau voru hress fjölskyldan úr Laugargerði.

 

 

Þessi eru voða sæt, Þórður okkar frá Mýrdal með sína frú.

 

 

En þessi þau eru ennþá meira sæt................. hreppstjórinn okkar og frú í Mýrddal.

 

 

Á þorrablóti er um að gera smakka eitthvað gott, Jónas á Jörfa á góðri stundu.

 

 

Sigurður Hraunholtabóndi vað auðvita mættur á blótið.

 

 

Mæðgurnar Lilja og Stína skemmtu sér vel á þorrablótinu.

 

 

Já já og líka Jóngeir hann var bara hress kallinn.

 

 

Þetta er Skógastrandarborðið það var hópferð frá Bílduhóli.

 

 

Ásta Stakkhamarsfrú og Anna Erla frænka mín voru kátar.

 

 

Fulltrúar Eyja og Miklaholtshrepps komu m.a frá Minni Borg og Hofsstöðum.

 

 

Allt undir kontról.

 

 

Sögustund í boði Árna, Gísli og Ásbjörn fylgjast með eins og Karina.

 

 

Þarna tapaði hreppstjórinn söguþræðinum og leysti upp sögustundina.

 

 

 

Þessir voru hressir Hörður Ívars og Nettódrengurinn okkar allra hann Kristján.

 

 

Talandi um hressir.................... þessir tveir eru hér u.þ.b að bjarga heiminum.

Samherjar í skólaakstri í margra ára Gestur á Kaldárbakka og Eggert á Hofsstöðum.

 

 

Þau eru hugsi þarna Dalsmynnissystkyni og makar þeirra.

 

 

Eldhressir Grundarbændur voru að sjálfsögðu mættir og útí sínu horni eins og vant er.

Björgvin og Magga kát.

 

 

Þetta er krakkarnir á Stóra Hrauni en orðin svolítið stór og fullorðið fólk.

Jón Þór og Kristín Halldóra.

 

 

Þingmaðurinn okkar í góðum gír en hún verður alltaf þingmaðurinn okkar hvort sem hún er á þingi eða ekki.

Hanna María Miðgarðabóndi í góðum félagsskap.

 

Fleiri myndir birtast fljóttlega hér á blogginu einnig vil ég benda ykkur á að ég setti inn nokkur ný sölu hross hér á síðuna undir flipanum ,,söluhross,,

Þið væruð dásamleg ef að þið vilduð ,,like,, og deila fyrir mig þessum upplýsingum.

Bestu kveðjur úr Hlíðinni.