19.02.2017 12:16

Mannlíf í myndum á vestlensku.......

 

Það var keppt í slaktaumatölti  í Vestulandsdeildinni á föstudaginn.

Bráðskemmtilegt mót með fullt af góðum hestum og færum knöpum.

Auðvita eru menn og hestar komnir mislangt í þjálfuninni en það er bara febrúar.

Já þeir sem sitja heima í fýlu og trúa ekki á vestlenska gæðinga verða bara að njóta fýlunnar sjálfir.

Því það var sannarlega gaman þetta kvöld.

 

 

Handbragðið hennar Drífu Dan er komið á deildina og var fallegt að sjá hvernig öllu var fyrir komið.

Þessar ungu dömur kynntu sér hvað var í boði ef að vel gengi í keppninni.

Þess má geta að þær eiga allar mæður og og sumar feður í deildinni.

 

 

Hér má sjá þá knapa sem röðuðu sér í efstu sætin eftir úrslitin.

Þar sem keppnin þetta kvöld var slaktaumatölt átti ég mér uppáhaldsknapa.

Að öllum öðrum ólöstuðum þá var það var hann Konráð Valur Sveinsson sem átti frábæra sýningu á slökum taumi.

Allir þessir knapar voru vel ríðandi og gaman að sjá sýningarnar hjá þeim.

Til hamingju með glæsilegan árangur.

 

 

 

 

Ég veit ekki hvort að Benni hefur verið að máta sig í dómarastarfið en allavega prófaði hann stólinn.

Af svipnum að dæma hefur Heida Dís verði að segja honum til syndanna.

 

 

Þarna bíða knaparnir eftir því að mótið hefjist.

 

 

Þau voru kát á bekkjunum þessi tvö og brostu hringinn þegar ég smellti af þeim mynd.

Ásdís í Hrísdal og Einar í Söðulsholti.

 

 

Það voru fleiri en ég að taka myndir.

 Þarna er hún María að taka mynd en ég er ekki viss hvort að Jón lendi inná myndinni.

 

 

Skagamenn í stuði eins og vera ber.

 

 

Þessar sætu skvísur brostu breitt Julianne og Brá, okkar dömur.

 

 

Dómarinn gerir sig kláran fyrir fjörið með brosmildan ritara sér við hlið.

Jonni og Gunnhildur voru númer 5.

 

 

Stefán, Guðríður, Auður Ásta og Óli voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Guðrún, Guffý og Guðrún í þungum þönkum....................

 

 

Leifur, Valdi og Ragga mætt á svæðið.

 

 

Sigurður Oddur fylgdist með sínum manni sem stóð sig með prýði.

 

 

Af svipnum má ráða að eitthvað sé í gangi.................... á bekkjunum.

 

 

Arnar deildarstjóri tekur margt með trompi.......................

Nú hefur hann tekið ,,undan faxi,, raksturinn alla leið á hann sjálfan.

Já flestir fórna sér einhversstaðar í hestamennskunni.

 

 

Árný, Sveinn og Sigbjörn taka stöðuna.

 

 

Þessir voru brattir Oddur Björn og Kolbeinn Stór Ás bóndi fylgjast með.

 

 

Það er ángæjulegt hvað fólk mætir og hvetur sitt lið.

 

 

Mæðgurnar á Ölvaldsstöðum í góðum félagsskap.

 

 

Benni stóð sig vel að vanda og var í verðlaunasæti og hlaut að launum blómvönd.

 

 

Og þar sem að konudagurinn var handan við hornið.................gladdi hann Tobbu sína.

 

 

Þessi brunar frá Fákshólum á mótin og stendur sig alltaf vel, brosmildur Þorgeir í góðum félagsskap.

 

Nú er bara að láta sig hlakka til næsta móts sem er eftir hálfan mánuð.