24.02.2017 22:53

Heldri borgarar í Hlíðinni.

 

Það var úrvals samkoma í efribænum síðastliðna helgi þegar móðursystkini mín komu þar saman.

Þau voru upphaflega 12 börn ömmu Hrafnhildar og afa Halls hér í Hlíðinni.

Fjögur eru nú látin og Ragnar sem nú dvelur í Brákarhlíð í Borgarnesi átti ekki heimangengt þaðan.

Á myndinni eru: Halldís, Anna Júlía (Lóa) Elísabet Hildur (Stella) og Sigfríður Erna (Fríða).

Þá Margrét Erla (Maddý) Sveinbjörn og Sigríður Herdís (Sirrý).

Látin eru: Einar, Magnús, Guðrún (Dúna) og Svandís mamma mín.

Meðalaldurinn er ca 80 + og óhætt er að segja að þessi hópur man nú tímana tvenna.

 

 

Þessir ræddu um smalamennskur og fleira.

Sveinbjörn var ánægður með Hall frænda sinn þegar hann straujaði til fjalla í ca 10 leit þetta haustið.

En frændinn kom fjárlaus heim svo ekki fækkaði því óheimta þann daginn.

 

 

Sveinbjörn og Jóel Bíldhólsbóndi hafa alltaf um nóg að ræða.

 

 

Hallur, Sveinbjörn og Halldís Bíldhólsfrú ræða málin.

 

 

Og enn eru málin rædd.................

 

 

Lóa og Maddý voru bara hressar og ræddu meira en prjónaskap.

 

 

Sirrý, Lóa og Maddý.

 

 

Þessar hafa nú tekið til hendinni í eldhúsinu áður og farist það vel úr hendi.

Fríða, Stella og Lóa.

 

 

Sirrý, Halldís og Maddý komnar í sófann.

 

 

Myndbandið frá því í fjöruferðinni í sumar er alltaf jafn vinsællt sjónvarpsefni.

Þarna er mannskapurinn alveg að verða dáleiddur af herlegheitunum.

Maddý, Lóa, Fríða og Hallur Pálsson.

 

Skemmtilegur dagur sem heppnaðist í alla staði vel og allir fóru glaðir heim.

Já kaffiboð eru stórlega vanmetin sérstaklega þegar meðal aldurinn er 80 +

Njótum lífsins og verum góð.