22.11.2017 22:02

Hitt og líka þetta.

 

Þegar veturinn er mættur og vindurinn hvín þá er gott að skoða hestamyndir og láta sig dreyma.

Þessi mynd er tekin á fallegum sumardegi þegar stóðið varð á vegi okkar suður á Hafurstöðum.

Eins og þið sjáið þá er þetta efri og neðrið deild (hesta) þingsins og glöggir sjá væntanlega þingforsetann hér til hægri á myndinni.

Málin sem til afgreiðslu eru fjalla flest um grænt gras og engar girðingar en þó er fækkun vinnustunda líka til umræðu.

Á þessu þingi eru flestir sammála og það er sjaldan kosið.

Nú er spenningurinn fyrir því að taka inn og byrja að ríða út farinn að magnast töluvert en við ætlum að ná að loka reiðhöllinni áður en við tökum fleiri hross inn.

Já vel á minnst ég ætlaði að vera mikið duglegri við að setja inn fréttir en einhvern veginn er tíminn eitthvað af skornum skammti þetta haustið. Skrítið eða ekki.

 

 

Þarna er síðasta þakplatan að fara á en það gerðist þann 12 nóvember s.l

Síðan hefur verið gengið frá þakinu og aðeins byrjað að setja krossiðinn á hliðarnar en veðrið hefur aðeins hamlað.

Vonandi verður veðrið gott um helgina svo að við getur drifið hliðarnar á.

Eins og þið sjáið þá voru við svo ljónheppin að fá allt þetta dásamlega fólk til að hjálpa okkur.

 

 

Við fengum meira að segja gesti frá Danmörku líka, reiðhöllin verður tilbúin þegar þau koma næst.

Og þá er ekkert annað en taka reiðtúr og prófa mannvirkið.

 

 

Stund milli stríða í þaksmíðinni, Gísli, Albert og Hrannar.

 

 

Það hefur oft verið þétt setið hjá okkur í haust og mikið erum við þakklát fyrir það.

 

 

 

Gestur á Kaldárbakka og Dóri í Söðulsholti aðeins að slaka á eftir fjörið.

 

 

Einar á Lambastöðum er heldur bestur búinn að hjálpa okkur í jarðvinnslunni.

Þarna eru hann og SKúli í seinna kaffinu.

 

 

Þóranna kom og tók heldur betur til hendinni, frábært að fá eina svona í eldhúsið.

Já og svo fór hún líka í girðingavinnu.

 

 

En það þarf að gera fleira en að byggja já það er eins gott að eiga eitthvað staðgott í frystikistunni.

Þessi vaska sveit kom og við gerðum slátur eina helgina.

Heil 20 slátur og allir hressir og kátir bæði á meðan aðal atið fór fram og ekki síður þegar það var búið.

Það var meira að segja ein daman sem saumaði vambir af miklum móð með þessar líka fínu gervinegglur.

Nei, nei það var ekki ég ..................

 

 

Það getur tekið á að stússa í slátri og þá er bara gott að kúra hjá mömmunni.

 

 

Þessi var annars hress og kát og hafði það kósý með Lóu frænku sinni.

 

 

Það er heldur betur gott að eiga hana Stellu að en hún kemur alltaf og hjálpar til þegar mikið liggur við.

Þarna er hún með litlu ömmuskottunni sinni.

 

 

Um kvöldið var svo tékkað á slátrinu og hátt í 20 manns tóku út verkið.

Eins og þessi mynd sýnir þá heppnaðist það bara vel og allir kátir.

Sveinbjörn og Einar spjalla eftir slátur smökkunina.

 

 

Já það var fjör í sláturpartýinu þarna eru tveir dalamenn á tali............... Einar og Hjörtur.

 

 

Þegar kemur að úrbeiningu eru þessar algjörlega ómissandi og hafa verið lengi.

Já þær eru æviráðnar og bara búnar að koma í vel á annan tug skipta.

Ég mundi halda að þær ættu a.m.k 50 skipti eftir.

Það er mikið búið þegar slátur og kjötvesen er frá í sveitinni.

Hvenær haldið þið að jólin komi nú ????