23.12.2018 11:18

Já það var þá.................

 

 

Það er vel viðeigandi í dag að rifja upp góða heimsókn til hans Ragnars á Brákarhlíð fyrir ári síðan.

Við Mummi fórum með gjafirnar til hans og áttum öll góða stund saman.

Mummi var með tölvuna með og sýndi Ragnari fullt af myndum frá reiðhallarbyggingu og öllum framkvæmdunum.

Eins vakti mikla lukku að sjá 15 mín langt videó frá hestaferð sumarsins. Það var eiginlega toppurinn enda átti Ragnar margar góðar minningar frá hestaferðunum okkar saman.

 

 

 

Já reiðhöllin fannst honum frábær og var hann afar áhugasamur um allt sem henni viðkom.

Þessi heimsókn er okkur afar eftirminnileg og þá sérstaklega hvað við hittum vel á Ragnar sem aðeins var farinn að dvelja í gamlatímanum.

En þarna var allt á hreinu hvort heldur það tengdist hrossum eða bara hrútaskránni góðu.

Nú heldur Ragnar jól á nýjum stað.

Ég er viss um að hann borðar vel kæsta skötu, mikið af brúnuðum kartöflum og alvöru rjómatertu hvítur botn með rjóma og coktelávöxtum.

Góðar minningar eru dýrmætar og gott að rifja upp.