11.04.2019 22:14

Tíðin maður tíðin.

 

 

Það er búin að vera einstök tíð að undanförnu og framboð af myndefni hreint ótrúlegt.

Ísinn er að hörfa og svo sannalega vor í lofti með allri sinni dýrð. Vonandi haustar ekki aftur í maí.

Það er á svona dögum sem mig langar til að gera allt og sofa seinna. Algjör forréttindi að upplifa þá stemmingu.

Þess má geta að það eru að verða þó nokkuð mörg ár síðan við höfum getað ríðið á ís á Hlíðarvatni.

Þó svo að vatnið hafi lagt í fyrra fallinu þá hefur frostið ekki haldist það lengi að fært verði útá vatnið.

 

 

 

Mitt endalausa myndefni Hnjúkarnir og Hlíðarvatnið alltaf tilbúin að ,,pósa,, fyrir mig.

 

 

Á svona dögum þarf maður ekki meira................

 

 

 

Svo ef að maður er að þvælast á fótum klukkan 5 að morgni þá er útsýnið svona.

Já það er alveg hægt að njóta þess. Myndin er svolítið sauðburðarleg enda styttist óðfluga í hann.

 

 

 

Við erum alltaf ljónheppin með okkar fólk jafnt vini, ættingja og verknema.

Þarna eru tvö hress og kát í góða veðrinu.

 

 

 

Já sauðburður það er eitthvað sem kemur fyrr en varir ............

Á myndinni má sjá hann Guðbrand á Skörðum undirbúa sig fyrir sónarskoðun á nokkur hundruð fjár.

Hann kom þann 15 mars og sagði okkur allan sannleikann um lanbafjölda þetta árið.

 

 

 

Það hefur um árabil verið ánægjulegt samstarf á milli bæja þegar sónarskoðun fer fram og svo var að sjálfsögðu líka núna.

Þarna má sjá Hraunholtabændur og Maron bíða eftir því að atið hefjist.

Það er skemmst frá því að segja að bændur á báðum bæjum voru kátir að kvöldi þessa dags.

Bændur sem hafa reynt einhverjar sviftingar og búsifjar eru alltaf kátir þegar árar vel í bústofninum.

Fyrstu ærnar eiga tal þann 9 maí svo líklega verður allt að fara á stað ca 7-8 maí.

Nánar um það síðar.