28.05.2019 13:27

Háskaför..........................

 

 

 

Það var snjófjúk og örlaði á hálku þegar ég brunaði suður Mýrarnar á pikkanum með fjögur hross á kerrunni.

Ég var að drífa mig og mátti engan tíma missa, hraðamælirinn sýndi hraða uppá 140 km/klst og ég var bara nokkuð sátt með þann hraða.

Pikkinn rann lipurt í gegnum beygjurnar og ég var glöð með að ekki voru margir ferðamenn á leið minni.

Skyndilega kom það uppí hugann hvort ég hefði tekið vitlaus hross á kerruna eða átti ég taka fimmta hrossið með ??

Það væru nú mistök dagsins ef að ég hefði nú klúðrað því, ekki væri nú gott að þufta snúa við.

Ég teygði mig eftir símanum sem lá í farþegasætinu, beltið var eitthvað svo stíft að það gaf ekki eftir.

Þetta var mesta basl og ætlaði ekki að hafast ég var komin hálf yfir í farþegasætið.

O þessi belti.

Náði loksins í símann og gjóaði augunum á hraðamælirinn sem enn stóð í 140 km/klst eins gott að tapa ekki tíma. 

Hringdi heim en enginn svaraði............. prófaði öll númerin............... stresskast í uppsiglingu.

Óskaði þess innilega að löggan væri ekki á Þurrstaðaafleggjaranum að nappa ökumenn.

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hafa meiri áhyggjur af helv... nagladekkjunum eða þessum tveimur rauðvinsglösum sem ég drakk með kvöldmatnum.

Mælirinn góði sýndi ennþá 140 km/klst og engin þörf að hægja á nema við hringtorgið inní Borgarnes.

Það mundi samt tefja mig mikið.

 

En þá gerðist það ....................................... (helv....) blessuð vekjaraklukkan hringdi.

 

Úps þetta var þá bara draumur................... 

 

Það er sennilega spurning um að skoða svefnvenjur sauðfjárbænda áður en bætist enn frekar í draumasafnið.