02.07.2019 21:49

Landslagið góða........

 

Veðrið hefur leikið við okkur hér í Hlíðinni síðustu daga.

Þarna má sjá gestahúsin lúra í túnjaðrinum með Rauðhálsana, Hnjúkana og Gullborgina í baksýn.

 

 

Og allt er með kyrrum kjörum hér í Hlíðinni.

 

 

Birtan þessa síðustu daga hefur verið afar sérstök eins og sjá má hér.

 

 

Svona var staðan á snjósköflunum í fjöllunum þann 1 júlí s.l

 

 

Þessir skaflar fara langt með að hverfa í sumar ef fer sem horfir.

 

 

Geirhjúkurinn er ennþá ,,köflóttur,, en það lagast vonandi í sumar þó svo að snjóða hafi í hann þann 18 júní s.l

 

 

Skaflarnir fyrir innan Paradísina fara sennilega ekki þetta sumarið allavega ekki þessir í klettunum.

 

 

Og Hellisdalurinn nær nú varla að hreinsa sig fyrir réttir.............

 

Já gott veður er til margra hluta nytsamlegt.

 

 

Hólminn er kominn uppúr vatninu fyrir löngu og nú er orðið fært fyrir veiðimennina útí hann.

Aldeilis vinsæll veiðistaður um þessar mundir.

 

 

Þær voru ekki lofthræddar þessar kindur sem tríttluðu um klettana hér fyrir ofan í gær.

 

 

Voru sennilega að storka húsfreyjunni og kanna góðar flóttaleiðir fyrir næstu smalamennsku.