23.08.2019 22:41

Folaldafjör árið 2019

 

Þessi litfagri hestur fæddist 2 ágúst og var síðasta folaldið sem fæðist hér á bæ þetta árið.

Hann hefur hlotið nafnið Bliki í höfuðið á gamla góða Blika sem hér var einn af uppáhalds um árabil.

Bliki eldri var reiðhestur Ragnars heitins og keppnishestur hans eins og okkar Mumma. 

Litli Bliki verður heldur betur að standa sig til að jafnast á við þann eldri.

Bliki er undan Bliku frá Hallkelsstaðahlíð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Hér sofa tveir kappar vært og láta sig dreyma............. þeir eru Himinn frá Hallkelsstaðahlíð og Prammi frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Enginn friður...................

 

 

Æi ég bara legg mig aftur ........................

 

 

Himinn frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Heiður frá Eystra Fróðholti, móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

Keikur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Kveikur frá Stangarlæk, móðir Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Keikur er svolítið feiminn þegar myndatökur eru annars vegar.

 

 

Hún Sjaldséð fann góðan stað til að láta mynda sig og valdi smekklegan bakgrunn.

Íslenska sauðkindin og þetta fína rofabarð nú eða jarðfall á góðri íslensku.

 

 

Mæðgin í slökun.

 

 

Undir brattri hlíð í skjóli..............................

 

 

Og það eru fleiri í slökun.

 

 

Hér hún Kát að ,,pósa,, en hún er undan Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Mæðgurnar Sjaldséð frá Magnússkógum og Inneign frá Hallkelsstaðahlíð.

Inneign er undan honum Sparisjóði.

 

 

Inneignin að sóla sig já og vaxa........................

 

 

 

Snekkja og sonurinn Prammi Rammason eigandinn er Mummi.

Prammi, Rammi og Mummi.

Hvað eru mörg emmmm í því ???