11.06.2020 23:05

Guðdómlegur dagur í Hlíðinni.

 

Dagurinn í gær var einn af þessum dögum sem maður vill ekki að taki enda.

Tilveran verður dásamlega þegar náttúran skartar sínu fegursta og sumarið virðist endalaust.

Listaverk hvert sem litið er, fuglasöngur og vorilmur í lofti.

Fullkomið.

 

 

Það er einmitt á svona dögum sem gaman er að festa herlegheitin á mynd.

Eins og þið sjáið er það bara draumur að sumarið sé komið.

Enn er mikill snjór í fjöllum og úthaginn á langt í land með að teljast kominn í sumarbúning.

 

 

 

Andstæðan í litunum er skemmtileg og gaman að skoða þetta listaverk.

 

 

 

Hrauntangarnir njóta sín eins og reyndar umhverfið allt .

Svo gerir fjarlægðin fjöllin blá ............... o.s.frv...................

 

 

Hlíðarvatn er spegill fyrir skýin sem punta sig í gríð og erg...............

 

 

Þarna sjáum við niður í sveit eins og sagt er hér á bæ.

 

 

Þarna sjáum við hluta Hlíðarvatns sem er í góðri vatnsstöðu núna um þessar mundir.

Enda eru veiðimennirnir kátir þessa dagana og veiða afar vel.

 

 

 

Þarna sjáum við út hlíðina og grillir í Oddastaðavatnið við endan á Hlíðarmúlanum.

 

 

Miklir skaflar í Geirhnúknum og einnig í Djúpadalnum og Hellisdalnum.

 

 

Já veðrið var dásamlegt í gær og mikið af myndum teknar hér í Hlíðinni.

Þetta er bara smá sýnishorn vonandi hef ég af að setja inn fleiri á næstunni.