12.01.2021 10:10

Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Gísla og Svani.

 

 

Það var létt yfir mannskapnum þegar fyrsta ,,Smalahundakvöldið með Svani og Gísla"  var haldið í kvöld.

Fullbókað var á þetta fyrsta námskeið  og mikill áhugi í gangi. Þið skulið samt ekki örvænta það kemur annar þriðjudagur.

Gísli sá um kennsluna í kvöld og fórst það vel úr hendi eins og við var að búast. Hann mun annast kennsluna fyrst um sinn.

Hundar jafnt sem menn sýndu góð tilþrif og greinilegt að fólk leggur mikið á sig til að eignast góðan fjárhund.

Það er gaman að sjá hversu miklar breytingar til batnaðar verð á hundunum á þessum námskeiðum og auðvita fólkinu líka.

Kindurnar stóðu sig líka með mikilli prýði en á þessu fyrsta kvöldi var notast við tamdar kindur með þó nokkra reynslu.

Fremstar meðal jafningja voru að sjálfsögðu Vaka og Gjalfmild en þær systur stóðu vaktina í allan fyrra vetur.

Nemendurnir komu víða að þar á meðal Borgfirðingar, Mýramenn, Dalamenn og Snæfellingar.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með og eruð á fésbókinni þá er hópur þar sem heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Þeim sem að ekki eru á fésbókinni en hafa áhuga er bent á að hafa samband við okkur í síma 7702025 eða á netfangið [email protected]

 

Hlökkum til að sjá ykkur.