21.11.2021 20:04

Námskeið í máli og myndum.

 

 Það var fjör hér í Hlíðinni síðustu helgina í október en þá héldu þau Dr Susanne Braun og Mummi saman námskeið.

Nánar er hægt að kynna sér efni námskeiðsins hér á síðunni.

Námskeiðið heppnaðis vel með áhugasömum og skemmtilegum nemendum. 

Afar líklegt er að framhald verði á þessum samstarfi og eitthvað spennandi verði í boði á næstunni.

 

 

Hópurinn var skemmtilegur og alveg til í að bregða á leik fyrir myndatöku.

 

 

Það var einstaklega fróðlegt og gaman að fylgjast með kennslunni og sérstaklega að sjá Susanne skoða og meðhöndla hrossin.

 

 

Eins og fyrr sagði var námskeiðið þannig byggt upp að fyrst fóru nemendur með hestana sína til Susanne. 

Eftir að hún hafði skoðað hrossin, rætt við nemendur og metið stöðuna komu nemendur í reiðtíma til Mumma.

Þá höfðu þau Mummi og Susanne borið saman bækur sínar og metið hvað hentaði hverjum og einum best.

Hér á myndinni fyrir ofan er engu líkara en verði sé að æfa dansspor enda er reiðmennska jú háfgerður dans.

 

 

Hér er spáð í spilin.

 

 

Þessi tvö eru einbeitt á svip og tilbúin í slaginn.

 

 

Undirbúningur fyrir næsta nemanda........

 

 

Þessi tvö að gera klárt fyrir tímann sinn.

 

 

Og þá er bara að leggja í ann.............

 

 

Nei, nei þetta er ekki skammarkrókurinn ............enda ætti þessi brosmilda dama ekki heima þar.

Það var fjör í öllum hornum líka í hnakkageymslunni.

 

 

Og knaparnir æfa sig undir öruggri leiðsögn Dr Susanne.

 

 

Það var gaman hjá þessum.

 

 

Og hreint ekki síður hjá þessum, það mætti halda að þau væru í framboði.

 

 

Innlifun og vangaveltur gæti þessi mynd heitið.

 

 

Spáð í fína Skjóna.

 

 

Frúin komin á bak.

 

 

Það var vel fylgst með á hliðarlínunni.

 

 

Þessir ljóshærðu strákar voru alveg til í smá myndatöku.

 

 

Staðan tekin.

 

 

Stund milli stríða.........................

 

 

Þessi mynd heitir faxprúður koss.

 

 

Ljóst og dökkt.

 

 

Svo sæt saman þessi.

 

 

Góður hópur.

 

 

Fyrirlesturinn á laugardagskvöldinu var fróðlegur og eins og sjá má varð að lækka ljósin til að sjá á skjáinn.

Við ákváðum að hafa hann í reiðhöllinni en ekki inní sal svona til að hafa meira pláss og gæta eins og kostur var að sóttvörnum.

 

 

Fróðlegt og vel upp sett hjá Susanne eins og við mátti búast.

 

 

Hér sýnir hún okkur hvernig hún skoðar og fer yfir hrossin.

 

 

Vangadans af bestu gerð.

 

 

Og enn meiri fróðleikur.

 

 

Áhugasamir nemendur.

 

Ljósin slökkt og framhaldið.

 

 

Fólki gafst kostur á að sjá og prófa hnakka frá Hilbar hjá Susanne.

 

 

Þarna stilla þau sér upp eftir velheppnaðan fyrirlestur.

 

 

Ný ábreiða .......................nei ekki svona í alvöru en skjávarpinn smellti þessum fínheitum á meistara Kaftein.

 

 

Já skemmtileg helgi með góðu fólki og fullt af fróðleik.

Takk fyrir komuna.