31.08.2022 09:08

Meira af hestaferð 2022

 

 

Það var skemmtilegt að koma í Stangarholt.

Þar beið góð girðing ferðahestanna og kvöldsólin setti hálfgerða töfra yfir allt.

 

 

Þarna er allt að verða klárt til að ríða inná Grenjadal sem bíður uppá magnað landslag.

Já og ekki var Hraundalurinn síðri í blíðunni.

Þessir dalir á vestulandi eru nú meiri dásemdin.

 

 

Hvað er hægt að biðja um meira ? fjallaloft, sól og sumar.

 

 

Alltaf gott að fá góða gesti í áningarstað.

 

 

Þessi mynd fangar símatíma, nestistíma já og góða tíma.

 

 

Hrossin könnuðu landslagið í Lambafelli kannski dreymir þau um að fara í leitir á þessum slóðum.

 

 

Nei þetta er ekki Þórður húsvörður.....................

 

 

Það er nú gott að hafa svona upplýsingar.

 

 

Sólbað undir vegg er snildin ein.

 

 

Þetta eru svona feðgar á ferð eða þannig.

 

 

Þessar voru klárlega skvísur ferðarinna svo dásamlegar.

 

 

Sumir fá auka dekur.

 

 

Strollan var nokkuð löng hjá okkur.

 

 

Og enn meira sólbað.

 

 

Spekingar spjalla.

 

 

Kaffitími.

 

 

Meirihluti fjölskyldunnar var mjög bjartsýnn....................

 

 

Grasafræðitíminn var tekin í sólinni bæði kennarinn og nemandinn einbeittir.

 

 

Þessir voru kátir eins og vera ber undir svona kringumstæðum.

 

 

Þessi sló heldur ekkert af og var hress og kát að vanda.

 

 

Undir brattri hlíð í skjóli ................alveg þangað til haglélið kom.

 

 

Gamli farvegur Hítarár er ekki merkilegur að sjá eða jú hann er náttúrulega stórmerkilegur en frekar lítilfjörlegur að sjá.

Þarna þurfti nú oft að velja vel slóðan til að komast yfir en ekki í dag.

 

 

Það var klárlega ekki í Hítará sem frúin fór á kaf í ferðinni.

En hún komst upp við ekki svo illan leik.

 

 

Það gránaði í fjöll í nokkra klukkutíma og ég verð að játa að oft hefur verið betra veður í Mýrdal en ákkúrat þarna.

 

 

Já það haustaði augnablik en svo kom sumarið aftur.

 

 

Við vorum ljónheppin og þurftum ekki að járna svo mikið í þessari ferð m.v fjöldan sem við vorum með af hrossum.

Spurning hvaða járningamanni það er að þakka ??

Þeir koma nokkrir til greina.

 

 

Staðreyndir tala sínu máli hér er ein.

Sopi við hverja járningu og staðan í pelanum bara fín.

 

 

Ég vitna alltaf í orðin hennar mömmu þegar allir eru komnir heilir heim bæði menn og hestar.

,,Það besta við frábæra ferð er þegar allir koma heilir og kátir heim,,

Mummi og Einstakur telja menn og hesta í gegnum hliðið heima.

 

 

Þessi hér var ekki gömul þegar hún fór með okkur í fyrstu hestaferðina sína.

Kom mjög ung að árum fyrst í hlaðið af stórum hópi þá var Sveinbjörn frændi minn kátur.

,,Er stelpuskottið að vinna hestaferðina" síðan þá er það mikið kappsmál að sigra í hestaferðinni.

Já það verður að hafa gaman af lífinu og hestaferðir hjálpa svo sannarlega til við það.