14.07.2010 23:28

Höfðinginn hann Hlynur.



Höfðinginn Hlynur frá Lambastöðum í léttri sumarsveiflu.

Já hann var kátur kallinn þegar tvær vaskar kellur mættu með hryssur og bættu við í safnið hans. Og að sjálfsögðu taldi hann við hæfi að sýna sig smá svona í tilefni dagsins.
Alltaf jafn ljúfur og skemmtilegur karlinn og tekur á móti manni eins og gestrisinn bóndi.



Ég færði honum Dimmu sem þarna sýnir honum að hún sé fullfær um að stjórna sjálf sýnum ,,barneiganamálum,,  allavega tímasetningum.
Litli Gosasonurinn hennar er gáttaður á móttökunum sem að afi fær þá loksins þegar ,,maður,,  hittir hann.



Hér er komin sátt í málinu og fjölskyldan farin að leggja drög að frekari stækkun.



Þarna er Tinna mamma hans Gosa með litlu alsystir hans sem sagt Hlynsdóttir, ekki skrítið að Lambastaðabændur hafi ákveðið að halda henni aftur undir Hlyninn.
Ekkert smá glæsileg daman.

Ég tók fullt af myndum í þessari skemmtilegu ferð og mun smella þeim inná síðuna við fyrsta tækifæri.

Vil svo bara segja ykkur frá því að hann Hlynur tekur alltaf vel á móti nýjum dömum ef að ykkur langar að halda undir kappann. Hann gefur einstaklega geðgóða og skemmtilega reiðhesta af því höfum við heldur betur reynsluna.

09.07.2010 22:12

Sporin verður að æfa..............



Heyrðu dóttir góð ég verð að segja þér að heimurinn er harður í hestamennskunni og eins gott að byrja strax að æfa sig .......sko takt og fótaburð.........sjáðu svona.........já þú verður að taka vel eftir stelpa.



........ertu ekki að taka vel eftir???...................hægri fyrst.................svo................



......þú verður að gera líka..................og upp með hægri fótinn góða..............



.....já einmitt... svo .........upp.............þetta er reyndar vinstri........nei nei skiptir ekki máli.
Þér er nú fyrirgefið litla mín þó svo að þú vitir ekki muninn á hægri og vinstri bara þriggja daga gömul.
Stjórnmálamennirnir eru ekki vissir eftir þrjá áratugi í pólitíkinni........................



Og svo æfir maður sig heima..............einn, tveir, einn, tveir.........þið vitið alltaf að hækka vægið á fetinu.  Eins gott að standa sig......................

08.07.2010 22:14

Helgarútilegan og Gróa litla Glyms.



Hún er stundum skemmtileg birtan sem kemur fram þegar gengur á með dimmum skúrum.
Ég stökk út eina góðviðris nóttina og smelli af mynd.




Ég er sannfærð um blíðu nú um helgina sem verður góð bæði til útilegu og heyskapar eru þá ekki allir sáttir?  Ekki má svo gleyma veiðimönnunum........



Kannske verður svo gott veður að sundsprettir verða eftirsóknarverðir ?



Þarna eru mæðgurnar Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Gróa frá Hallkelsstaðahlíð.
Gróa er dóttir Glyms frá Innri-Skeljabrekku og ekki er nú liturinn dónalegur þó svo að ekki hafi hún orðið vindótt.
Þær mæðgur lögðu í ferðalag í dag þegar þær fóru í girðinguna til hans Sporðs frá Bergi.
Þangað fóru líka Þríhella og Hellir sonur hennar og Aldurs frá Brautarholti einnig Dimma frá Kringlu og litla Stimpilsdóttirin hennar. Dimma er dóttir Baldurs frá Bakka og var hér í tamningu og þjálfun fyrir nokkrum árum, þá gerðum við samkomulag við eigandann um að fá að halda Dimmu við tækifæri.
Nú er komið að því og verður bara spennandi að sjá útkomuna.

Mikið fleiri myndir eru vantanlegar af Gróu Glyms og félögum.

Nú er verið að rúlla niður á Melum og eins gott að Kári kallinn verði stilltur á meðan.




08.07.2010 00:06

Hvað eiga Maradonna og Þristur frá Feti sameiginlegt?



Þetta er nú ekki besta mynd í heimi en mér fannst hún passa vel við veðrið í dag.

Hér er sem sagt búið að vera hávaðarok og læti í dag eiginlega ekkert sumarveður.

Sláttur hófst hjá okkur í gær þegar Mummi brunaði niður á Mela og sló nokkra hektara.
Ekki var óhætt að hreyfa það neitt í dag en vonandi verður staðan betri á morgun.
Ég verð nú að ergja mig aðeins því við töpuðum af góða þurrkinum um daginn því varahlutir taka sér góðan tíma í ferðalög milli landa þessa dagana.
Og eins og þið vitið þá bilar oftast þegar vélarnar eru notaðar......væri samt miklu heppilegra ef það gerðist í dauðatímanum.
En nú er framundan úrvals tíð með blóm í haga....................

Ég gleymdi alveg að segja ykkur skemmtilega frétt í síðustu viku, Rák og litla Brák komu heim af suðurlandinu þann 30 júní. Og góða fréttin Rák með staðfestu þriggja vikna fyli undan höfðingjanum og töffaranum Þristi frá Feti. 
Smá sárabót þar sem að ég missti Andrá mína fylfulla við honum nú í vor, eins gott að þetta fari allt saman vel.
Ég setti inn tengil á síðuna hans Þrists hér á síðunni svo að þið ættuð endilega að kíkja, einnig komst ég að því að ég hafði gleymt að setja inn tengil á síðu Félags hrossabænda.
Ég veit nú ekki hvernig ég gat gleymt því ? síða sem ég skoða alltaf sjálf........... en jú hún var í mínum uppáhalds svo þar kom skýringin.
Úr þessu hefur nú verið bætt og að sjálfsögðu kíkið þið á hana líka.

Ég verð nú að fara að segja ykkur fréttir af köppunum Þorra og Ófeigi en það er sennilega betra að vera ósyfjuð og vel upplögð þegar þær ritsmíðar hefjast.
Þeir bræður eru skemmtilegir svona yfirleitt........ hafa látið af skemmdarverkum, eru miklu hlýðnari en mótmælendur, skynsamari en Evrópusinnar og úrræðabetri en ríkisstjórnin.
Sem sagt bráð efnilegir til ýmsra verka jafnvel fjársmölunnar............
Annars sofnaði ég ekki í sófanum þetta kvöldið svo að ég verð bara að teljast nokkuð fersk, það gerir sennilega fótboltinn. Ég settist í sófann í kvöld uppfull af baráttu en var fljóttlega tjáð að átrúnaðargoðið mitt frá 1986 sjálfur Maradonna væri dottinn úr keppni.
Ég horfði sko á alla leiki á HM 1986.............vitið þið afhverju???
Ég þarf sem sagt ekki að horfa á fótbolta aftur fyrr en á næsta HM því Maradonna með Guðshöndina er farinn heim.

04.07.2010 19:11

Sveitamarkaður með traktorum, skartgripum og góðgæti.......síðan flott afmælisveisla.


Það var ýmislegt að gerast í sveitinni um helgina og margt bara ansi spennandi og skemmtilegt.

Í gær var haldinn sveitamarkaður á Breiðabliki það voru vaskar konur sem að höfðu forgöngu um viðburðinn sem tókst bara alveg ljómandi vel. Þarna var á boðstólnum varningur sem að stæðstum hluta var framleiddur í sveitinni eða hafði þangað beina tengingu.
Bara svona til að nefna eitthvað þá var á boðstólnum brauð, kökur, sultur, silungur, peysur, sokkar, vettlingar, húfur, veski, egg, gærur, blóm, kryddjurtir, skartgripir og margt fleira.
Já þið misstuð af miklu sem að ekki komu og lituð við.
Síðan var á boðstólnum kaffi og pönnukökur með skemmtilegu spjalli.



Þessar blómarósir vori í blómunum.......já og kryddjurtunum hjá henni Áslaugu.



Þarna eru sætar dömur sem voru í nytjamarkaðsdeildinni.



Lóa var með sokkaúrvalið góða......................



Hér er svo smá sýnishorn af skartgripunum, takið eftir kúluhálsmenunum þau eru úr lopa.
Sem sagt skartgripur sauðfjárbóndans.



Þarna er einn kaupandinn ansi ánægður með varninginn sinn, það eru ekki allir sem fara á sveitamarkað og koma heim með traktor og sturtuvagn..................
Fer væntanlega í hörku samkeppni við bóndann..............



Það er margar flottar hestastelpur í fríi núna og þá verður maður bara að gera eitthvað skemmtilegt eins og fara á sveitamarkað og fá sér blóm og pönnuköku.
Við erum samt vanari að hittast á hestamótum.



Þessar áttu annríkan dag.



Og þessi brosti enda ekki von á öðru hún var sko á ,,kassanum,,

Eftir sveitamarkaðinn var svo brunað í afmæli til Sigurðar bónda í Hraunholtum en hann fagnar nú 7o árum strákurinn. Af því tilefni hélt hann glæsilega veislu á Grund sínum fæðingastað.
Skemmtileg veisla og hreint frábærar veitingar takk fyrir okkur.

Svo er alltaf eitthvað að gerast í folaldamálum þann 2 júlí kastaði Spóla Otursdóttir jörpu merfolaldi og þann 3 júlí kom Tignin mín með jarpa hryssu.
Er ekki að standa mig í myndatökum þessa dagana.

Ef að þið hafið ekki tekið eftir því þá hef ég smellt inn nokkrum nýjum albúmum að undanförnu og á eftir að bæta við fleirum á næstu dögum.

29.06.2010 22:52

Sporður, Uggi og silungur......



Ef að þessi dama kynni að fara inná Worldfeng......................



...........þá væri hún að springa úr monti.........................



....eins og Rósmundur litli..............

Faðir þeirra Sporður frá Bergi fór í kynbótadóm í dag og stóð sig ljómandi vel.
Hann hlaut 8.18 fyrir byggingu, 8,28 fyrir hæfileika og aðaleinkun 8,24.
Góður árangur þrátt fyrir að pestin hafi verið að hrella hann eins og flest önnur hross.
Uggi frá Bergi er sammæðra Sporði og fór í glæsilegar tölur í dag fékk 8,73 fyrir hæfileika.
Skriða litla systir þeirra stóð sig einnig með prýði í dag kom út með um 7.90
Innilega til hamingju Bergsbændur.



Þessi getur líka verið sperrtur því faðir hans Stikill frá Skrúð fór líka í kynbótadóm í dag.
Stikill hlaut 8,38 fyrir byggingu, 8,10 fyrir hæfileika og aðaleinkun 8,21

Þann 26 júní kastaði Dimma rauðstjörnóttum hesti undan Gosa frá Lambastöðum og þann 27 júní kastaði Upplyfting rauðstjörnóttum hesti undan Gosa frá Lambastöðum.
Ég verð að fara að mynda þá kappa við tækifæri.

Ég vil nú ekki vera vanþakklát en ætla að deila því með ykkur að núna eru fædd 11 folöld hér í Hlíðinni níu hestar og tvær hryssur. Mætti að skaðlausu vera öfugt hlutfall.

Nú er sauðburði hér á bæ formlega lokið sú allra, allra síðasta bar í dag. Það var gamla Svartkolla sem lét bíða svona eftir sér, hún kom með hvíta gimbur og var bara stollt af henni.
Astrid var mjög ánægð þegar sauðburðurinn var formlega frá og mátti ekki á milli sjá hvað gladdi hana meira sauðburðarlok eða innganga í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Nú er sem sagt stelpan á leið í Hestafræði á Hvanneyri.
Annars hefur hún staðið í ströngu að undanförnu við að verja túnið fyrir aðgangshörðum túnrollum sem svífast einskins þegar girðingar eru annarsvegar.
Hún hefur reynt ýmislegt en besta ráðið var án efa að setja upp skilti við fjölfarinn túnrolluveg......................



Já hún Astrid deyr sko ekki ráðalaus :)

Veiðin í vatninu hefur verið góð bæði í net og á stöng, hér sjáið þið einn myndarlegan sem kom á land nýlega.



Mér finnst samt bleikjan betri.


23.06.2010 22:14

Rósmundur í allri sinni dýrð.



Þetta er hann Rósmundur frá Hallkelsstðahlíð, faðir er Sporður frá Bergi og móðir Sunna frá Hallkelsstaðahlíð. Ég rölti uppí hlíð og smellti nokkrum myndum af honum og fleirum í dag.



Svolítið góð stelling hjá mér......................................



Eins gott að æfa lyftuna strax á fyrstu viku, hann er harður heimurinn.........hrekkjóttur og slægur.



Vá er ég svona flott skjóttur...................... ætli ég sé rauð eða bleikskjóttur hvað haldið þið?

Ég skemmti mér alltaf jafn vel við að skoða folöld get hreinlega gleymt mér við það.
Ætli það sé aldurinn ???? 
Nei sennilega ekki nema þá að það nái saman hjá mér barnaskapurinn og elliglöpin ..........................hver veit.

22.06.2010 22:41

Þessi flotti 17 júní.



Þessi mynd er tekin að morgni 17 júní  þá var algjör blíða og upplag að fara í siglingu að vitja um silunganetin.
Eins og þið sjáið var ,,skipstjórinn,, flottur og alveg með Titanicstellinguna á hreinu.

Nú eru allar óköstuðu hryssurnar komnar í girðingu sem alltaf er í augsýn og því gott að fylgjast með þeim. Þær sem eftir eru að kasta eru Spóla, Skeifa, Upplyfting, Tign, Létt, Dimma og Skútan. Feður eru Glymur, Hlynur, Gosi og Sparisjóður.
Við skoðuðum stóðið í dag og enn er pestin að hrella hrossin, fer nú að verða ansi þreytandi ástand á þessu heilsufari þeirra.



21.06.2010 23:26

Karún og Kolla á sjens og litli frændi fertugur.......getur það annars verið???



Karún og Auðséð undirbúa sig fyrir svolítið langt ferðalag í dag.

Ég brunaði í dag með þær mæðgur suður á bóginn þar sem Karún á stefnumót við glæsigripinn Alvar frá Brautarholti. Ég fæ nú sennilega ekki jafn litfagurt og Auðséð en hef fulla trú á því að góður gripur sé í vændum ef að allt gengur upp.
Kolskör dóttir Karúnar fór norður í Húnavatnssýslu á laugardaginn þar sem hún hittir draumaprinsinn Arð frá Brautarholti.
Já ég hef trölla trú á þessum Öskjusonum frá Brautarholti enda búin að fá dágott sýnishorn þar sem að við eigum fimm Arðsafkvæmi  komin á tamningaaldur.
Og vel á minnst svo eru tvö gullfalleg folöld hér undan Aldri frá Brautarholti.
Ég var að setja inn tengil á síðuna okkar hjá þeim Brautarholtsbræðrum endilega skoðið skemmtilega ræktun hjá þeim.

Ég er ekki ennþá búin að hafa það af að mynda Sporðssoninn hennar Sunnu en það kemur næstu daga.

Um helgina fagnaði Hrannar frændi minn nokkura tuga afmæli og hélt af því tilefni glæsilega grillveislu hér í Hlíðinni. Til stóð að veislan yrði hér niður við vatn í góðu og hlýju veðri en vegna fjölda áskoranna frá einum veislugesti var veislan flutt undir vegg og smá inn fyrir vegg hjá okkur hér í því neðra. Þó nokkuð var myndað í veislunni og er ég nú að vinna að því hörðum höndum að koma afrakstrinum hér á síðuna undir flipann albúm.
Þegar saman leggst tæknikunnátta mín og ,,handsnúið,, netsamband þá verðið þið bara að sýna biðlund. Á meðan getið þið líka séð fyrir ykkur hvernig ég mála rautt merki á þær sem illa þola birtingu.



Þarna eru þau hjónakornin og að sjáfsögðu í þessum fínu lopapeysum, ekki spyr ég að eftir alla sauðfjársamveruna í vor. Ég var líka fljót að taka eftir því að dálæti Hrannars á sérstöku fjárkyni hér á bæ endurspeglast mjög skírt í litavali á peysunum. Auðvita mórautt:)
Við höfðum ákveðið það fyrir löngu að gefa Hrannari hestaferð í afmælisgjöf og var það gert en ég verð þó að játa að tilfinningin er svolítið eins og að gefa pínu litla gjöf í risapakka......
Hefði verið skemmtilegra að hafa hestana við hestaheilsu og geta sagt ,,það er sko þennan dag, klukkan þetta sem þú átt að mæta góurinn,,
En ekki ,,við vonum nú að þetta verði í sumar,, sko ................fyrir réttir.


Hún Astrid (daninn okkar) var heldur betur kát í dag þegar hún fékk jákvætt svar við umsókn sinni um skólavist í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Það var stiginn villtur stríðsdans með tilheyrandi hljóðum.
Til hamingju Astrid.





18.06.2010 22:49

Bræður.............



Þessi mynd heitir ,,bræður,, þarna eru þeir Kostur og Mói Sparisjóðssynir að æfa sporin daginn eftir geldingu. Samstíga en svolítið slappir.

Það er búið að vera dýrðlegt veður undanfarna daga ekki alltaf sól en algjör blíða og eins og maður hefur svo oft hugsað síðustu vikurnar flott útreiðaveður............
Folöldin stækka og bumban á óköstuðu hryssunum stækkar líka, bara spennandi.

Tvær kindur eru eftir að bera og eru að verða svolítið þreytandi enda ættu þær að vera löngu komnar út. En þar sem vandamála gripir eru enn inni þá munar ekki um þær.
Annars kom Astrid með góða hugmynd um daginn sem að toppar söguna um bóndann sem skaut alltaf kindina sem átti að bera síðast því hann nennti ekki að bíða eftir henni.
Hún vildi bara keyra þessar sem eftir voru inní Stykkishólm til Rúnars dýralæknis og panta keisaraskurð á þær. Ekki slæm hugmynd......allavega ekki að öllu leiti.

Vel veiðist í vatninu bæði í netin og eins á stöng nú ætlar húsfreyjan að gerast myndarleg og prófa að grafa bleikju. Veit að það er gott en hlýtur samt að verða enn betra ef að maður getur montað sig af því að hafa gert það sjálfur. Annast finnst mér silungurinn bara bestur soðinn með kartöflum og smjöri.

Svo eitt í lokin............ gaman væri nú ef að þið smelltuð nafninu ykkar í gestabókina.
Þá finnst mér þið líka svolítið nær mér svona eins og þið hafið komið í alvöru heimsókn.

16.06.2010 22:39

Í fréttum er þetta helst..........



Gosi vill hafa stjórn á sínum dömum...........ekkert ,,rauðsokkukjaftæði,, hér góða.



..................og stoppa svo..................... þegar ég vil..................góða.

Já Gosi er kátur þessa dagana enda alltaf að bætast við í hryssuhópinn hjá honum.

Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu þá týndist hún Viðja í fyrra og var að ,,heiman,, frá október 2008 þangað til haustið 2009. Byrjað var að temja Viðju í vetur og gekk bara ljómandi vel þangað til það kom í ljós að hún var ekki ,,hryssa einsömul,,
Þann 13 júní kastaði hún svo fallegum mósóttum hesti sem er með einn hvítan leist á aftur fæti. Eins og staðan er í dag þá er þessi flotti hestur föðurlaust einbirni, rannsókn er hafinn og verður sennilega nokkuð umfangsmikil. Líklega mun ég þó frekar leita til þeirra heiðursbænda Gests á Kaldárbakka og Halldórs í Syðstu Görðum frekar en sérstaks saksóknara við rannsókn málsins.



Hún Tryggð kastaði bleikblesóttu hestfolaldi undan Hlyn frá Lambastöðum þann 14 júní.
Sá blesótti á albróðir sem reyndar er brúnblesóttur svo að þetta er bara kærkominn litur í safnið.



Hann var svolítið feiminn að sýna ykkur blesuna sína en gerir það örugglega þegar hann hefur fengið nafn.

Sunna kastaði svo í morgun og átti rauðskjóttan hest undan Sporði frá Bergi, myndir af honum koma við fyrsta tækifæri.

Þann 14 júní fórum við með Snör að Skáney þar fór hún undir stóðhestinn Soldán frá Skáney sem er sonur Aðals frá Nýja-Bæ og Nútíðar frá Skáney.
Folinn er stórmyndarlegur og algjör höfðingi í lund ekki skemmir svo Skáneyjarprúðleikinn útlitið.
Randi og Haukur færðu Sveinbirni frænda mínum þennan folatoll í afmælisgjöf í vor.

Í sömu ferð fórum við með þrjá ungfola í girðingu uppað Kistufelli í Lundareykjadal.
Þetta voru þeir Léttlindur Hróðsson, Blástur Gustsson og Kátur litli Auðsson.
Smelli inn myndum af þeim síðar.

16.06.2010 15:25

Gosi og dömurnar.

Nú er Gosi frá Lambastöðum (Is2001138455) farinn að taka á móti hryssum hér í Hlíðinni, hann hefur verið í fríi frá því í byrjun maí vegna hestaveikinnar.
Gosi er einstaklega geðgóður stóðhestur og alltaf tilbúinn að taka á móti nýjum hryssum í girðinguna sína.
Hann var þó eldhress eins og þið getið séð á myndbandinu sem hér fylgjir með þegar hann fór út.

Endilega smellið á myndina hér fyrir neðan til að skoða.



Horfa á myndband


15.06.2010 23:27

Föðurættarhittingur.



Um helgina hittumst við flestir afkomendur Kjartans afa 0g Ástu ömmu sem að bjuggu í Haukatungu. Það var gaman að koma saman hér í Hlíðinni spjalla, veiða, grilla og hlæja........
Hér á myndinni eru sex afkomendur.................sjáið þið svip????
F.v Gunnar, Skúli, Sigrún, Einar Oddur, Jóhann, Guðrún Hildur, Ragnheiður, Halldór, Ásta, Guðmundur Margeir og Þórhildur................hinir voru að veiða og borða þegar myndin var tekin.



Þessir voru spekingslegir Mummi og afabróðir hans Jóhann Kjartansson.



Þessar voru sko hressar að vanda..............Ásta og Dunna.



Þessir frændur tóku lagið ásamt fleirum...............Mummi og Einar Oddur.



Aðeins meira stuð....................



Sæta frænka mín að gefa heimalingunum.



Þessi veiddu í matinn.........Birta, Gunnar og Mummi.



Og hér eru það kastæfingarnar............................

Nokkrar myndir hér í lokin koma frá henni Dunnu frænku.............takk Dunna mín.

Já þetta var skemmtileg helgi og vel heppnuð í alla staði, takk fyrir komuna ættingjar og vinir.
Svo verður þetta að sjálfsögðu endurtekið næsta sumar.

11.06.2010 09:44

Af.....stóðhestum, herraklippingum og silungum.



Auðséð mín í sólbaði.

Í gær voru framkvæmdar nokkrar ,,herraklippingar,, það var að sjálfsögðu Rúnar Gíslason dýralæknirinn okkar sem sá um það eins og venjulega.
Með öðrum orðum hann geldi hér fimm veturgamla fola þá Kost, Móa, Hóf, Loga og Dimmir.
Kátur litli Auðsson fær enn um sinn að halda sínu.
Nú fara veturgömlu tryppin að fara til fjalla og læra góða siði hjá þeim sem eldri eru.

Í gær kom líka rigning sem að nú telst til frétta hér um slóðir en mikið var hún kærkomin.
Þyrftum helst að fá svolítið meira af henni en samt ekki um heyskapinn.

Feðgarnir lögðu silunganet í fyrra dag og hafa fengið ljómandi afla meira að segja einn rúmlega 4 punda urriða og margar úrvals bleikjur. Myndir væntanlegar við fyrsta tækifæri.

Sparisjóður, Gosi og Hlynur eru byrjaðir að taka á móti hryssum, smelli inn frekari upplýsingum í kvöld.

07.06.2010 23:21

Blíðan og fleira..............



Þetta er hann Hellir litli Aldursson sem naut þess að slaka á í sólinni.

Bráðlát kastaði jarpstjörnóttu hestfolaldi þann 5 júní faðirinn er Stikill frá Skrúð.
Næst er að finna gott nafn á gripinn kannske það verði bara Fúsi hver veit ????



Hér eru Bráðlát og Stikilssonurinn ég smelli fljótlega inn betri myndum....... varð batterílaus.

Veðrið hefur verið yndislegt hér í Hlíðinni síðustu daga 20 stiga hiti sól og logn.
Gestirnir eru komnir á tjaldstæðin og veiðimennirnir mættir á bakkann allt að verða sumarlegt.
Hér er bara girt, gert og græað eins gott að nota tímann vel á meðan hrossin eru að jafna sig.
Skrítið að vera ekki að þjálfa á fullu núna í þessari blíðu:(

Núna eru bara  8 kindur eftir að bera og stór hluti af fénu er komið í fjallið þannig að þetta er alveg að verða búið. Alltaf er maður nú jafn feginn þegar blessaður sauðburðurinn er búinn.

Launaskerðingin okkar rölltir hér um sveitir að mestu óáreytt, glottir útí annað, blessar kreppuna og pólutíska friðunarsinna. Lág samt ein í valnum hér fyrir stuttu en nóg er eftir samt, vonandi eru ,,gömlu,, skytturnar hér um slóðir ekki alveg búnar að leggja upp laupana.
Já lambakjöt er gott það get ég tekið undir.