01.12.2019 21:33

Vestlenskir hestamenn gerðu sér glaðan dag.

 

Árshátíð vestlenskra hestamanna var haldin í Stykkishólmi föstudaginn 29 nóvember s.l

Það var Hestamannafélagið Snæfellingur sem stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni sem tókst með afbrigðum vel.

Veisluföng voru einstakalega góð og áttu hestamenn ánægjulega kvöldstund saman.

Hrossaræktarsamband Vesturlands verðlaunaði þá ræktendur sem áttu efstu hross í hverjum flokki á þessu ári.

Einnig var verðlaunað það hrossaræktarbú á vestulandi sem bestum árangri hafði náð á árinu.

Sigurvegarar ársins voru hjónin á Skipaskaga þau Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason.

Auk þess að vera tilnefnd sem ræktunarbú ársins á landsvísu áttu þau einnig hross í efstu sætum.

Já það hafa komið margir kostagripir úr ræktun þeirra hjóna og spennandi að sjá hvað kemur fram á næstunni.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Sigurveig og Jón ásamt tamningamanni búsins Leifi Gunnarssyni.

Innilegar hamingjuóskir ræktendur, eigendur og sýningafólk með árangurinn.

 

 

Já það var fagnað og það með stæl enda má svo sannarlega búast við miklu af þeim Skipaskagabændum á komandi landsmótsári.

 

 

Valentínus Guðnason og frú áttu glæsihryssu sem var efst í sínum flokki.

 

 

 

Það átti líka Sigfús Jónsson í Skrúð en hann var ekki mættur til að taka við sinni viðurkenningu.

Nýkjörinn formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings var að sjálfsögðu mættur og tók við viðurkenningunni fyrir Sigfús.

 

 

 

Helgi Sigurjóns tekur við viðurkenningu fyrir sinn grip úr hendi Halls Pálssonar fulltrúa Hrossvest.

 

 

Þeir voru hressir dalamenn sem mættu á hátíðina og höfðu svo sannarlega gaman.

 

 

Strákar í stuði.

Eyþór Gíslason fyrrverandi formaður Glaðs og Ólafur Flosason formaður Borgfirðings.

 

 

Sennilega hefur ljósmyndarinn verið mjög skrítinn................... 

Þóra og Mummi bíða eftir matnum.

 

Já maturinn var hreinlega frábær og alveg þess virði að skella sér á jólahlaðborð á Fosshótel í Stykkishólmi.

Þessi glaðlegi kokkur brosti breitt með fínu jólahúfuna sína.

 

 

Þessi voru aðal og stóðu sig vel eins og þeirra er von og vísa.

Herborg Sigríður og Lárus Ástmar báru hitann og þungann af fjörinu.

Hér eru þau kát að vanda.

 

 

Auðvita mæta líka Borgnesingar.............. Dúddý og Toddi hress og kát,.

 

 

Þessar daladömur skemmtu sér vel.

 

 

Það gerðu líka Björg og Mummi.

 

 

Allir kátir á Snæfellingsborðinu.

 

 

Þorsteinn Hjaltason spjallar við dömurnar sem hlusta með andakt...............

 

 

Þetta borð var fjölmenningarborðið..........Snæfellingar, Borgfirðingar og Skagfirðingar.

Já og jafnvel einhverjir fleiri.

 

 

Þessar glæsidömur höfðu um margt að spjalla............

 

 

En voru líka til í að pósa fyrir mig................. alltaf sætar þessar.

 

 

Þessi fór á kostum......................svo sagði ég honum að þessi mynd færi á síðuna.

 

 

Hann bara trúði því ekki.............. eins og sjá má.

 

Já skemmtilegt kvöld með góðu fólki getur bara ekki klikkað.

Takk fyrir samveruna þið sem að mættuð.

Nú er bara að bíða eftir næstu hátíð vestlenskra hestamanna.

 

 

17.11.2019 21:19

Skírnardagurinn.

 

Það var á einum fallegum haustdegi sem að hann Atli Lárus Guðmundar og Brárarson fékk nafnið sitt.

Athöfnin fór fram í Kolbeinsstaðakirkju að viðstöddum fjölskyldu og vinum.

Þeir voru kátir afarnir þegar ljóst var hvað drengurinn ætti að heita. Atli og Lárus en það er seinna nafn Skúla.

Það fór vel á með köppunum þarna við altarið og allir ánægðir með nafngiftina.

 

Sá litli kominn í skírnarkjólinn sem er handverk hennar Stellu langömmusystur hans.

Já þau eru orðin mörg börnin sem hafa fengið nafnið sitt í þessum kjól.

Þar á meðal pabbinn og amman.

 

 

Það er rétt að skoða aðeins þessa rós á með beðið er eftir nafninu.

 

 

Þetta tekur tíma..................hvenær verð ég eiginlega skírður ???

 

 

Æi ég er að verða svolítið þreyttur.

 

 

Og þá er loksins komið að því .................. hvað á barnið að heita ???

 

 

Atli Lárus.................það er ég.

 

 

Frænkurnar lögðu sig fram við sálmasöngin.

 

 

Þarna er aðal aðdáendahópurinn saman komin, já ömmur og afar eru þar alltaf fremst í flokki.

 

 

Þessar kellur .........................

 

 

.........................bara best að hlæja svolítið að þeim þessum.

 

 

Þessir frændur tóku þátt í keppni hárprúðra barna og sigruðu báðir.

Salka Rögn og Atli Lárus eru alveg með topp einkun fyrir hár prúðleika.

 

 

Það er rúmlega 89 ára aldursmunur á þessum en það skiptir nú ekki máli þegar brandarar eru annars vegar.

Lóa langömmusystir og Atli Lárus gera grín og Þóranna aðstoðar smá.

 

 

Þessir eru líka góðir saman og  voru alveg til í að pósa smá fyrir myndatöku.

Sveinbjörn og Atli Lárus ræða málin.

 

 

30.09.2019 19:11

Réttirnar rokka.... þriðji hluti.

 

Þeir voru kátir strákarnir sem mættu í Mýrdalsrétt þriðjudaginn 24 sept síðast liðinn.

Steinar frá Tröð, Jón frá Mýrdal (Jón Mýri) og Lárus í Haukatungu.

Að venju var Mýrdalsrétt skemmtilegt mannamót sem fór vel fram í alla staði.

 

 

Fjölskyldan í Hraunholtum var að sjálfsögðu mætt.

 

 

Ungir sauðfjárbændur voru mættir á réttarveginn.

 

 

....................og létu fara vel um sig.

 

 

Þessir frændur voru líka kátir og hressir eins og dagurinn bauð uppá.

 

 

Lækjarbugsbóndinn í flottu bæjarpeysunni sinni, spurning um að hafa samræmdan bæjabúning í réttunum ?

 

 

Hann Arnþór í Haukatungu hefur slegið í gegn með leik í þorrablótsmyndböndum síðustu þorrablóta.

Hér heilsar hann Krossholtsbóndanum með stæl, spurning hvort æfingar séu hafnar fyrir þorrablót ??

 

 

Hallbjörn og Agla í Krossholti ræða málin og Þórir á Brúarfossi spáir í spilin.

 

 

Jónas Jörfa bóndi og Albert á Heggstöðum alvarlegir í bragði.

 

 

Fjör í fjárdrætti.

 

 

Frændskapur með bros á vör, Sigríður Hraunholta húsfreyja og Andrés bóndi í Ystu Görðum.

 

 

Jónas og Jóel á Bíldhóli líta yfir fjárhópinn.

 

 

Bændur spjalla.

 

 

Og spá í fénaðinn.

 

 

Strákarnir í miðsveitinni hressir að vanda.

 

 

Þessi ungi maður var bara slakur enda fer hamagangur illa í sauðfé.

Friðjón Haukur með kollu sína.

 

 

Áslaug Mýrdalsfrú lét ekki sitt eftir liggja við fjárdráttinn og dróg af kappi.

 

 

Og eina ráðið sem Mýrdalsbóndi kunni til að halda í við frúnna var 2 fyrir 1 tilboð.

 

 

Guðjón í Lækjarbug og Gísli á Helgastöðum spjalla við réttarveginn.

 

 

Kálfalækur og Krossholt, klárlega káin tvö.

 

 

Stund milli stríða Jón og Steinar virða fyrir sér fjárhópinn.

 

28.09.2019 16:50

Réttirnar rokka....... annar hluti.

 

Við vorum skilamenn fyrir Kolhreppinga í Svignaskarðsrétt mánudaginn 14 september.

Eins og næstum alltaf var blíða og dásemdarveður þar, mannlíf með ágætum og fjárfjöldinn sem okkur var ætlaður komst á kerruna í einni ferð.

Hér í öðrum hluta af réttarbloggi þessa hausts sjáið þið mannlífið í réttinni.

Á fyrstu myndinni eru saman Þorsteinsbörnin Auður Ásta og Stefán sem voru kát með lífið og tilveruna.

 

 

Þessi voru líka kát eins og vera ber í réttunum, Kristján í Laxholti og Halldóra í Rauðanesi.

 

 

Það er allaf gaman að hitta hann Kristján frá Tungulæk en hann var mættur í leitir og réttir.

 

 

Stafholtsveggjabændur líta yfir fjárhópinn.

 

 

Óli Þorgeirs og hans fólk voru að sjálfsögðu mætt.

 

Það er gaman þegar margir mæta í réttirnar eins og þessa.

 

 

Þessir vinir voru alveg til í að pósa svolítið fyrir mig, svo dásamlega glöð.

 

 

Það er eins gott að hafa eftirlit með afanum þegar sparikindurnar eru dregnar í dilk.

Beigaldabændur að störfum.

 

 

Halli á Háhóli einbeittur á svip.

 

 

Spjallað á réttarveggnum.

 

 

Flottar húsfreyjur önnur úr Laxholti hin úr Rauðanesi.

 

 

Málin krufin............ Kristján í Laxholti og Einar í Túni.

 

 

Rósa í Rauðanesi og Kristján í Laxholti.

 

 

Mergjaðar sögur úr sveitinni nú eða bara heimsmálin krufin til mergjar.

Steini Vigg, Skúli og Guðmundur á Beigalda taka stöðuna.

 

 

Guðrún á Leirulæk hefur orðið, Halldóra fjallkóngur og Rósa mamma hennar hlusta.

 

 

Sigurjón á Valbjarnarvöllum lítur yfir fé og fólk.

 

 

Réttarstjórinn Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum tekur stöðuna.

 

 

Sigurjón á Valbjarnarvöllum og Guðmundur Finnsson.

 

 

Þorsteinn Viggósson og Guðrún Fjeldsted bíða þess að öll farartæki fyllist af fé.

 

 

Sauðfjárbændur úr Borgarnesi líta yfir fénaðinn.

 

 

Þessi góði hópur bar saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.

 

 

Og þessar flottu dömur voru næstum eins kátar og þær voru á HM í Berlín.

Auður Ásta og Rósbjörg brostu breitt og höfðu gaman.

 

Já það er gaman í rétunum, næsti hluti verður úr Mýrdalsréttinni.

24.09.2019 22:25

Réttirnar rokka....... fyrsti hluti.

 

Þá er stóra sauðfjárvikan hér í Hliðinni liðin hjá og allir sem tóku þátt að jafna sig . 

Hér á myndinni er höfðinginn Vökustaur að þiggja veitingar við hæfi (að hans mati) prins póló og brauð með sméri.

Eftir úrhellisrigningu fimmtudag og föstudag rofaði til og smalar héldu til fjalla á laugardaginn. Þá um nóttina hafði sjattnað ótrúlega í öllum vatnsföllum og útlit fyrir umferð kinda nokkuð góð. Smalamennsku var aðeins breytt m.v aðstæður en allt gekk vel og þónokkur fjöldi fjár kom til bæjar. 

Um kvöldið var svo árlegt réttarpartý sem heppnaðist frábærlega eins og alltaf. Þrátt fyrir gleðskap og fjör var allt okkar lið tilbúið í startholunum snemma á sunnudagsmorgni. Þá var rekið inn og dregið í sundur. Það þóttu tíðindi að ,,aðeins,, 702 ókunnugar kindur fóru í gegnum flokkunnarganginn þessa daga.

Seinnipart sunnudags var svo farið að vigta og velja líkleg líflömb, því verkefni lauk 4.00 aðfaranótt mánudags. Þá fóru öll lömb útá tún til að fylla sig af grasi, annarsvegar fyrir hinstu ferð í Skagafjörðinn nú eða bara fyrir lífið sjálft. Um miðjan dag á mánudaginn voru svo öll lömb rekin inn aftur og þá var komið að því að láta sónarskoða og mæla tilvonandi kynbótagripi. Bændur og búaðlið voru nokkuð sátt með útkomuna úr þeim mælingum rétt eins og nótuna sem kom úr sláturhúsinu daginn eftir.

Hátt í 600 lömb farin og valið á líflömbum vandast enn frekar þessa dagana þegar gullfalleg lömb skila sér af fjalli.

Þriðjudagurinn fór svo í Mýrdalsrétt og eftirleitir sem einnig voru framkvæmdar á miðvikudaginn. Já aðeins farið að róast eftir rúmlega vikutörn í kindastússi.

Við erum svo ljónheppin hér í Hlíðinni að hafa með okkur hóp af góðu fóki sem hjálpar okkur alveg ómetanlega. Ég veit ekki hvernig við færum að ef ykkar nyti ekki við.

Takk fyrir dásamlegar samverustundir í streði og puði við erum ykkur ævinlega þakklát fyrir alla hjálpina.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar voru þessa daga og á næstu dögum koma enn fleiri.

 

 

Þessar dömur sáu um að allir væru saddir og sælir á meðan fjörið stóð yfir. 

Þóranna, Stella og Lóa mössuðu þetta allt saman með dyggri aðstoð velunnara.

 

 

Já bara voða gaman hjá þessum.

 

 

Þetta er sjálfsögð byrjun þegar reyna á myndatöku af þessum krökkum.

Hallur rífur kjaft, Hrannar hlær að honum og Þóra reynir að vera stillt.

Svona hefur þetta verið í hálfa öld eða svo.

 

 

En það hafðist og þarna eru þau tiltölulega settleg Magnúsarbörn.

 

 

Það var stór happdrættisvinningur þegar þessi kappi fór að koma í smalamennskur.

Ekki slæmt að fá þrælvanan maraþonhlaupara í Giljatungurnar sem á líka svona snildar dætur sem koma með honum.

Hilmar þú ert ómetanlegur.

 

 

Þessir er líka góðir en þarna náði ég mynd af þeim þegar þeir voru að fylla á tankinn fyrir leitina.

Maron og Ísólfur tilheyrðu hestagenginu að sunnan verðu.

 

 

Já og þessi þurfti líka að fylla á fyrir heilan dag með mér í fjallinu.

Randi á örugglega eftir að skamma mig fyrir þessa mynd, ég bara náði ekki betri mynd......

 

 

Þessir voru slakir og biðu bara eftir að allir væru tilbúinir í verkin.

Verkefni dagsins voru aðeins breytileg annar fór að smala en hin lagði sig.

Kemur kannski að því að þeir hafi verka skipti.

 

 

Reiðmenn vindanna leggja af stað á Djúpadalinn.

 

 

Nú mega kindurnar vara sig..............................

 

 

....................og vera þægar.

 

 

Halldór, Þóranna og Skúli taka stöðuna í Gálutóftunum.

 

 

Hún Kristín Eir byrjaði ung að koma og smala með okkur hér í Hlíðinni.

 Já og mætti í baranvagni í sitt fyrsta fjárrag með okkur.

Hún er æviráðin eins og hinir snildar smalarnir okkar.

 

 

Afarnir í Hlíðinni spá í spilin, annar er reyndar úr Ólafsvík.

Já Atli og Skúli hafa séð eitthvað mjög merkilegt.

 

 

Jón Frammari Pétursson átti stórgóða sókn í smalamennskunni en þarna kannar hann hvort Mummi hafi nokkuð verið tæklaður.

Atli fylgist með eins og um góðan fótboltaleik væri að ræða, já svona eru þessi boltastrákar.

 

 

Skúli og Krakaborg með Sandfellið í baksýn.

 

 

Allt að koma og féð rann í rólegheitunum heim á leið.

 

 

Það getur tekið tíma að smala úr Kúabollunum.

 

 

En að lokum komst fé niður á Stekkjasandinn.

 

 

Skúli og Ísólfur riðu út Grafarkastið og niður á Neðstakast síðan upp Miðsneið.

 

 

Og allir smalar að skila sér í gengum hliðið uppá Barði.

 

 

Það gerðu líka smalarnir sem fóru í gegnum hliðið við Hjallholtið.

 

 

Eftir smalamennskur er tími til að ræða málin, Jón, Skúli og Hallur spá í spilin.

 

 

Ömmur þurfa líka að knúsa upprennandi sauðfjárbændur sem stóðu fyrir heima í rúmi þetta árið.

Það á nú eftir að breytast.

 

 

Þessi kappar voru góðir saman og ræddu heimsmálin.

 

 

Smalar í slökun.......................

Ísólfur, Haukur, Sara Margrét og Hrannar.

 

 

Hún Daníella var líka klár í slaginn en hér pósar hún bara fyrir mig.

Flotta dama.

 

 

Þessar mægður pósuðu líka fyrir mig, Erla Guðný og Elvan alveg með þetta,

 

 

Þegar hin amman hennar Heiðdísar mætti á svæðið var sjálfsagt að bjóða henni uppá völu og leggjaleik.

 

 

Magnús og Magnús hvað eru mörg emmmm í því ???
 

 

Þessi hittust í fyrsta skipti í partýi og slógu bara upp ættarmóti til að það liti betur út.

Einar frændi og Dunna með litla kappann sem var bara kátur með ættarmótið.

 

 

Og ekki var þetta nú síðra ættarmót með langaafabróðir og flottu frænku.

 

 

Söngurinn var að sjálfsögðu á dagskrá.

 

 

Og stuðið maður, stuðið........................

 

 

Föðurættarhittingur er fyrirhugaður................þetta er nefndin.

Aldursforsetinn Jói sem er bara unglingur og við hin fylgjum með.

Einar fyrir Pálslegginn, ég fyrir Ólafslegginn og Dunna fyrir Jóaleginn.

 

 

Svo fór það úr böndunum alveg eins og það á að vera.................

Alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst.

 

 

Grallarasvipurinn á þessum partý pinnum boðar ekki gott.............................

Einar og Hallur eitthvað að bralla.

 

 

Hugsandi kennarar..................hver ætli sé ekki að haga sér ????

 

 

Söngur af innlifun......................

 

 

Þessi störtuðu partýinu enda var Emilía búin að bíða allllllannnnnn daginn eftir þessu fjöri.

 

 

Eldhúsdagsumræður fara reglulega fram og eru misgáfulegar .

Þessar voru mjög gáfulegar.

Afhverju var þeim ekki sjónvarpað ??????

Garðabær, Kópavogur, Borgarnes, Ólafsvík og Hallkelsstaðahlíð áttu sína fulltrúa á mælendaskrá.

 

 

Já það er alltaf fjör í réttunum og hreint dásamlegt að fá tækifæri til að upplifa og njóta.

Þessar flottu dömur gerðu það svo sannarlega og nutu sín í botn.

Takk fyrir okkur, þið öll sem komið með einhverjum hætti að þessu rollufjöri okkar.

Þið gerið kindalífið okkar svo miklu betra.

 

20.09.2019 21:51

Og skipulagið flaut burt..............

 

Það er búið að rigna vel síðustu daga og klárlega bæta fyrir þurrka sumarsins.

Skipulag leita farið aðeins úrskeiðis hér í Hlíðinni en við ætlum að reyna rétta það af á morgun.

Síðast liðinn miðvikudagur var góður smaladagur þrátt fyrir rigningu en þá smöluðum við inní Hlíð og útá Hlíð.

Óvenjulega margt fé kom úr þeirri smalamennsku en við tókum aðeins stærra svæði en venjulega og svo hefur fé sópast niður úr fjallinu að undanförnu.

Fimmtudagurinn var ansi blautur en það er dagurinn sem við smölum Oddastaðaland og Hlíðarmúla.

Til að gera langa sögu stutta þá var stífur strekkingur og ausandi rigning þrátt fyrir það kom nokkur fjöldi fjár.

Rúmlega þúsund fjár var réttað í fjárhúsunum á meðan rigningin buldi á þakinu.

Smalamennsku sem átti að fara fram í dag  var hinsvegar fresta til morguns og nú er bara að vona að það viðri vel á morgun.

 

 

Svona leit Fossárin út í dag þegar meira að segja var farið að sjattna töluvert í henni.

 

 

Þá kom í ljós að fjórar kindur höfðu farið í strauminn og drepist, vonandi að fleiri hafi ekki farist í vatnavöxtunum.

 

 

Þarna er eftirlitsgengið að störfum.................

 

 

Það gekk á með helli dembum í allan dag.

 

 

Djúpadalsáin var kát.

 

 

Þessi leit öðruvísi út í sumar.

 

 

Hyldjúpur hylur við Rásina.

 

 

Já klárlega sund fyrir hross.

 

 

Myndarlegir lækir runnu niður hlíðina og aurspýjur fylgdu með.

 

 

Já þurrkasumarið er búið.

11.09.2019 22:05

Mannlíf í Kaldárbakkarétt.

 

Kaldárbakkarétt var sunnudaginn 8 september og var fyrsta réttin þetta árið hér um slóðir.

Smalarnir fengu ansi blautan dag þegar þeir smöluðu til réttar á laugardaginn.

Jónas á Jörfa og Guðjón í Lækjarbug skemmtu sér vel í réttinni eins og sjá má á myndinni.

 

 

Kristín í Krossholti var að sjálfsögðu mætt og er þarna á tali við Kristján Snorrastðabónda.

 

 

Magnús á Álftá og Markús ræða málin.

 

 

Margar hendur vinna létt verk.......................

 

 

Feðgarnir Kristbjörn á Hraunsmúla og Steinar frá Tröð líta á féð.

 

 

Líf og fjör eins og vera ber.

 

 

Verktakar í þungum þönkum.......... Björgvin á Grund og Kristinn Flesjustaðabóndi.

 

 

Húsfreyjan á Hraunsmúla dregur dilk í dilk.

 

Einbeittir í meira lagi...............

 

 

Spekingar spjalla....................

 

 

Andrés í Ystu Görðum og Hörður frá Hrafnkelsstöðum.

 

 

Krossholtsbóninn tekur stöðuna.

 

 

Já það er bara gaman í réttunum.

 

09.09.2019 18:00

Og sitthvað fleira......................

 

Þeir voru ófáir hestahóparnir sem komu til okkar í sumar.

Bæði var um að ræða skipulagðar ferðir og svo hópa á eiginn vegum.

Þessi flotti hópur sem þarna er á myndinni kom ríðandi Fossaleiðina úr Hörðudal hingað yfir í Hnappadalinn.

Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn spjalla, gleðjast og rifja upp góða minningar.

 

 

Heiðurshjónin frá Laugardælum voru hress og kát eins og vera ber í svona ferðum.

 

 

Hjörtur og Mummi voru kátir jafnvel snemma morguns...........

 

 

Hjónin á Hólabaki að leggja á gæðingana.

 

 

Þessi tvö eru gamlir vinir og samstarfsfólk mitt frá því ég var að stússa í félagsmálum hestamanna.

Við vorum saman m.a í stjórn LH og fleiri stjórnum og nefndum hestamanna.

Sigríður Sigþórsdóttir og Haraldur í Laugardælum.

 

 

Þarna eru bændur í Laugardælum og Hólabaki klárir í hnakkinn.

 

 

Sigurður á Kálfalæk og hans fólk hefur komið við hjá okkur í fjölda ára.

Þá er oft tekið líflegt spjall og slegið á létta strengi hér á hlaðinu.

Á myndinni eru Svavar Gestsson og Sveinbjörn Hallsson að taka stöðu mála.

 

 

Þessir tveir Sigurðar voru í fylgdarliði Sigurðar á Kálfalæk og voru alveg til í að stilla sér upp fyrir myndatöku.

 

 

Þessi var líka í liðinu og sýndi mér hann Hrellir minn sem einu sinni var.

Mér sýndist bara fara vel á með þeim.

 

 

Góðir gestir voru margir hér á ferðinni í sumar eins og þessi mynd ber með sér.

Gamli kúasamlinn hann Steini Guðmunds kom í heimsókn með frúnna sína.

Þau voru kát í gamla bænum  eins og við hin að fá þessa heimsókn.

 

 

Þessi frænkuskott komu í hesta og heimalingaheimsókn í sumar.

Já og svo voru þær liðtækar með frænku sinni að baka súkkulaðiköku með súper miklu kremi.

................svona eins og sjá má á sumum.

 

 

Dómstörf eru alltaf skemmtileg og tími þeirra er vor og sumar.

Þarna er ég í góðum hópi dómara á gæðingamóti Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði.

Mjög eitthvað vestlenskt yfir þessum hópi....................... finnst mér.

Valdimar Skagamaður, Lárus Hólmari, Lillí tamningamaður í Söðulsholti, ég og svo hún Hanifé sem einu sinni var í vinnu hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

 

Þegar við dæmum í Hafnarfirði sjá þessar elskur alltaf um að við höfum það gott hvað veitingar varðar.

Algjörir snillingar þessar tvær, það er jú nauðsynlegt að hafa dómarana geðgóða.

 

 

En vinir mínir í Dölunum áttu nú metið í blíðu þegar þeir héldu mótið sitt.

Þeir buðu uppá skemmtilegan dag með góðum hrossum víðsvegar að.

Alltaf gaman að koma í Búðardal.

 

Já sumarið er tíminn ...............var eitt sinn sungið.

 

 

07.09.2019 15:01

Sitthvað frá nýliðnu sumri, fyrsti hluti.

 

Það er upplagt að smella inn sumar myndum þegar rigningin er mætt á staðinn.

Við höfðum svo sem verið að bíða eftir henni í svolítinn tíma en vonumst að sjálfsöðgu til að hún verði ekki óstöðvandi.

Ef að ekki hefði farið að rigna þá hefði girðingavinnan fyrir réttir verið all hressileg. Janfvel mörghundruð metrar.

Já vatnið hefur hlutverk þegar að girðingum kemur.

 

 

Ég held að óhætt sé að segja að mest allt hey sem komið er í plast þetta sumarið sé skrjáfaþurrt.

Þarna bíða múgarnir á Breiðunum eftir því að rúlluvélin mæti á svæðið.

 

 

Og það eru engar smá ,,hrífur,, sem garparnir nota í dag.

 

 

Og hratt gengur það .

 

 

Það verður ekkert að því að gefa þetta hey í vetur.

 

 

Já ég held næstum að ég finni lyktina af ilmandi heyinu.

 
 
 

Það var líka líflegt við vatnið hjá okkur í sumar, gestkvæmt á tjaldsvæðunum og veiðin með ágætum.

 

 

Gestahúsin hjá okkur hafa verið næstum því fullbókuð í sumar og gaman að sjá hversu margir eru tilbúnir að koma til okkar.

Sennilega hafa aldrei fleiri gist hjá okkur við vatnið eins og í sumar.

 

 

Gestir okkar hafa verið til mikillar fyrirmyndar og bara gaman að fá að taka á móti þeim.

 

 

Veðráttan í sumar var líka einkar ,,gestrisin,, og tók vel á móti all flestum gestunum.

Sumir hópar elska Kjósartúnið.

 

Stundum er líka voða rólegt og gott hér hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

Veiðin í Hlíðarvatni, Hnappadal hefur verið góð í allt sumar og margir stórir komið á land.

Stærsti urriðinn sem við fengum að vita af þetta sumarið var 69 cm langur.

Stærsta bleikjan var hinsvegar 58 cm löng og sá heppni veiddi aðra sem var 55 cm löng.

Þessi urriði var vænn og veiðimennirnir afar kátir með hann.

Enn er verið að veiða og fékk sá síðasti sem mætti á bakkann átta stykki á rúmum tveimur tímum.

 

 

Það voru þrír ættliðir sem komu að veiðinni á þessum myndarlega urriða og veitti ekki af.

Fastagestir til margra ára og alltaf velkomir.

 

 

Þessi mynd er tekin með aldráttarlinsu ofan úr fjalli og sýnir nokkra hressa veiðimenn við veiðar.

 

 

Þessi voru einbeitt og í miklum veiðihug.....................

 

 

 

02.09.2019 22:53

Litli sjarmur.

 

Þessi ungi maður dafnar eins og best verður á kosið, sannkallaður draumaprins.

Ég er ekki frá því að folöldin og önnur skemmtileg myndefni verði aðeins að sætta sig við samkeppni.

Hann er skemmtilega líkur báðum foreldrum og sér þannig alveg sjálfur um að gera þau stolt.

 

Þarna eru feðgarnir að taka stöðuna á nýjum degi og fer bara vel á með þeim.

 

 

Litli er eldhress og ánægður með ömmu og afa aðdáendaklúbbana sem eru vel virkir þessa dagana.

Ömmur og afar eru fólkið sem sjálfsagt er að láta skemmta sér.............

 

 

Svo er maður bara settlegur og hugsar málið.

 

 

Hahaha........... amma að dáðst að mér ........................já og taka myndir.

 

 

Hvað ertu svo bara farin ???

Ég er enn að hlæja að þér amma myndatakari.

27.08.2019 22:25

Hlíðarvatn í Hnappadal.

 
 

 

Það eru nokkur metin sem falla þessa dagana, sum mis gáfuleg en önnur stór merkileg.

Okkur hér í Hnappadalnum sem höfum Hlíðarvatnið í ,,garðinum,, fannst í það minnsta nóg um þegar vatnsborð Hlíðarvatns lækkaði sem aldrei fyrr í sumar.

Frændfólk mitt sem lifað hefur og fylgst með lífinu hér í Hlíðinni í hart nær 90 ár man ekki eftir öðru eins.

Bæjarlækurinn rann rétt svona til mála mynda og forardý og blautar mýrar máttu muna fífil sinn fegurri. 

Fossáin átti ekki nóg vatn til að flagga flottu fossunum í Fossakróknum og Djúpadalsárin minnti helst á saklausan bæjarlæk.

Fé kemur óvenju snemma niður af fjalli og er það sennilegt að vatnsskortur hafi þar eitthvað að segja.

Það var óvenjulegt að sjá fjárhópa kom niður að vatni til að drekka því venjulega er um marga læki að velja. Þá engin þörf á einhverju flandri til að ná sér í vatn.

Hér voru dagarnir fyrir rigningu notaðir til þess að mynda aðeins hvernig staðan var.

Myndirnar eru teknar af mér og Þóru Magnúsdóttur.

 

Sólríkur sumardagur sem sýnir ykkur að Lækjarósinn er kominn langt út á leira.

 

Húsið okkar í fjaska og staða myndatökumanns ,,djúpt,, útí vatni.

 

Þessi mynd er tekin við Neðri Skúta og yfir vatnið í átt að Steinholti.

 

Þessi mynd sýnir stöðuna þegar horft er fram að Hlíð.

 

 

Það gerði á okkur helli dembu og þá var nú gott að leita skjóls í Svarta skúta.

 

 

Útsýnið úr Svarta skúta í átt að Steinholti tja svona á meðan demban gekk yfir.

 

Nýr hólmi skaut upp kollinum í vatnsleysinu en hann var í stefnu að Álftartanga séð frá Þrepholti.

Myndin er hinsvegar tekin frá Svarta skúta og norður yfir vatn.

 

Nokkur hundruð metra frá venjulegu vatnsborði og býsna langt í Hornin en þar eru gömlu kartöflugarðarnir.

Já það væri spotti að fara með kartöflurnar í skolun.

 

Berjabrekkan og Kjósin langt frá vatni.

 

Þessi mynd er tekin úr Hólmanum sem venjulega kemur upp þegar líða fer á sumar.

Hann var nú ekki mikið sýnilegur í fyrra en þetta árið var hann hreinlega uppá landi mest allt sumarið.

 

 

Já það er næstum hægt að ríða fjörur hér í Hlíðinni............

 

 

Og hægt að stytta sér leið í kaffi að Heggstöðum.

 

Það eru ekki erfið vatnsföllin á leið í Kýrgróf og Selskóg þetta sumarið.

 

 

Já og vegalengdin sem vatnið á eftir innað Hafurstöðum er óvenju löng.

 

Neðsta kast, Grafarkast, Lautin og Mið sneiðin eru langt undan.

Það verður eitthvað að standa fyrir á þessu svæði í smalamennskunum í haust.

Já ég veit haust rigningar geta verið svæsnar................. og þá er þetta vandamál úr sögunni.

 

 

Fallegt ?? já það finnst mér.

 

 

Úpps...........ætli hrossin viti af þessu ?????

23.08.2019 22:41

Folaldafjör árið 2019

 

Þessi litfagri hestur fæddist 2 ágúst og var síðasta folaldið sem fæðist hér á bæ þetta árið.

Hann hefur hlotið nafnið Bliki í höfuðið á gamla góða Blika sem hér var einn af uppáhalds um árabil.

Bliki eldri var reiðhestur Ragnars heitins og keppnishestur hans eins og okkar Mumma. 

Litli Bliki verður heldur betur að standa sig til að jafnast á við þann eldri.

Bliki er undan Bliku frá Hallkelsstaðahlíð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Hér sofa tveir kappar vært og láta sig dreyma............. þeir eru Himinn frá Hallkelsstaðahlíð og Prammi frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Enginn friður...................

 

 

Æi ég bara legg mig aftur ........................

 

 

Himinn frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Heiður frá Eystra Fróðholti, móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

Keikur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Kveikur frá Stangarlæk, móðir Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Keikur er svolítið feiminn þegar myndatökur eru annars vegar.

 

 

Hún Sjaldséð fann góðan stað til að láta mynda sig og valdi smekklegan bakgrunn.

Íslenska sauðkindin og þetta fína rofabarð nú eða jarðfall á góðri íslensku.

 

 

Mæðgin í slökun.

 

 

Undir brattri hlíð í skjóli..............................

 

 

Og það eru fleiri í slökun.

 

 

Hér hún Kát að ,,pósa,, en hún er undan Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Mæðgurnar Sjaldséð frá Magnússkógum og Inneign frá Hallkelsstaðahlíð.

Inneign er undan honum Sparisjóði.

 

 

Inneignin að sóla sig já og vaxa........................

 

 

 

Snekkja og sonurinn Prammi Rammason eigandinn er Mummi.

Prammi, Rammi og Mummi.

Hvað eru mörg emmmm í því ???

 

17.08.2019 16:12

Berlín 2019

 

Við áttum snildar daga með góðu fólki á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.

Góður félagsskapur, flottir hestar og algjör blíða var það sem Berlín hafið uppá að bjóða þessa viku sem við dvöldum þar.

Mótið heppnaðist að flestu leit vel en þó var ýmislegt sem að við söknuðum frá síðasta mót sem haldið var í Hollandi.

Íslendingarnir stóðu sig vel og þó nokkrir titlar fylgdu með heim til Íslands. Auðvita er það svo að ekki fá allir að eiga sinn besta dag þegar helst skyldi.

En þegar tveir einstaklingar stíga dans undir mikilli pressu við framandi aðstæður þá getur margt gerst.

Stórkostlegir gæðingar sem oft hafa glatt þá sem á hafa horft eiga eins og aðrir misjafna daga.

Það breytir ekki í mínum huga gæðum þeirra sem kosta gripa til kynbóta nú eða keppnis afreka.

Það kemur dagur eftir þennan dag og HM eftir þetta mót.

Að öllum ólöstuðum þá var sprettur Magnúsar Skúlasonar og  Völsu frá Brösarpsgarden í gæðingaskeiði sprettur mótsins.

Jóhann Skúlason er hinsvegar óumdeildur konungur tölts og fjórgangs á þessu mót. Hann og Finnbogi áttu svo sannarlega gæsahúðasýningar mótsins.

Spennan  í úrslitunum var þannig að mörg blóðþrýstingsmet voru slegin.

 

 

Hópurinn okkar stækkaði frá því á síðasta heimsmeistaramóti og við bættist úrvalsfólk sem gaman er að ferðast með.

Gaman er að segja frá því að stór hluti hópsins er búsettur eða hefur verið búsettur í Hnappadalnum, nú eða verið þar í sveit.

Margar sögur tengdar Syðri Rauðamel, Rauðkollsstöðum, Oddastöðum og Hallkelsstaðahlíð fóru í lofið þessa skemmtilegu viku.

Já sögur frá því í gamla daga eru skemmtilegar í góðra vina hópi.

 

Einhver grallarasvipur á þessum...................

 

 

Aflabræður (hluti af þeim) voru hressir að vanda og höfðu allt undir kontról.

Ekki fleiri ferðir á barinn ..................... þetta er komið nóg.

 

 

Staðan tekin og undirbúiningur fyrir kvöldmáltíð í fullu gangi.

 

 

Forstjóri TT travel kammpakátur með einu þegnana.

 

 

 

Alvörumál á ferðinni...................enn einn kvöldmaturinn.

 

 

TT travel hjónin í góðum gír.

 

 

Já og þessi heiðurshjón líka.............

 

 

Við Kristín Eir vorum kátar með lífið og pósuðum smá.

 

 

Fyrrverandi heimsmeistari í tölti og fararstjórinn í stuði.

 

 

Kristín Lárusdóttir og fjölskylda með vinkonu sinni.

 

 

Skúli og Brandur frændi minn í djúpum hugleiðingum.

 

 

Stuðstelpur úr Reykholtsdalnum með vestfirsku ívafi.

 

 

Staðan tekin............. Halakots og Hlíðarbóndi ræða málin.

 

 

Skál í boðinu, já það þurfti sko að vökva í rúmlega 30 stiga hita.

 

 

Og aftur við vinkonurnar...................

 

 

 

Þessi voru hress og kát.

 

 

Töskuburður er ekkert gaman mál..................

 

 

Sólbakaðir bræður að skipuleggja eitthvað skemmtilegt.

 

 

Alltaf jafn dásamlegt að hitta þessi tvö og eiga með þeim gæðastundir.

 

 

Danskar stuðdömur gera lífi skemmtilegt, sjáumst á Íslandi dömur.

 

 

Nú eða bara í Danmörku.............. það var gaman að heimsækja þessi þangað.

Allavega er stefnan tekin á hitting í Herning á HM eftir tvö ár.

 

 

Sullsystur eru dásamlegar og lífguðu svo sannarlega uppá vikuna hér í Berlín.

 

 

Lífsins notið í botn.

 

 

Beðið eftir lambakjöti..........................

 

 

Hluti hópsins að njóta sín á Rauða steikhúsinu ,,okkar,,

 

 

Guðjón vel tengdur.................

 

 

Undirbúningur fyrir síðustu kvöldmáltíðina.

 

 

Klappliðið klárt í slaginn.

 

 

Já það var sko gaman í ferðinni.

 

 

Þessir tveir í þungum þönkum.

 

 

Svona var útsýnið af aðal hótelinu okkar.

 

 

En aðeins öðruvísi af þessu seinna.

 

 

Sem sagt Hótel Californíu.

 

 

Þessi barnavagn heillaði nýbakaða ömmu mikið, spurning um að setjast við hannyrðir.

 

 

Já það voru margir góðir gæðingar í Berlín en þó ekki af sömu tegnund og þessir hér.

Takk fyrir ánægulega viku í Berlín.

 

30.07.2019 15:46

Velkominn lítill maður.

 

Það hefur ríkt gleði og hamingja hér í Hlíðinni en þann 16 júlí eignuðust þau Mummi og Brá dásamlegan dreng.

Litli maðurinn var búinn að láta bíða aðeins eftir sér og því var gleðin ennþá meiri þegar hann loksins kom.

Allt gekk vel og allir hressir og kátir með stóran og flottan dreng.

Það er yndislegt að eignast heilbrigt barn og heldur betur tilhlökkun fyrir foreldra og fjölskyldur að sjá það þroskast og dafna.

Innilega til hamingju Mummi og Brá. Þetta er bara dásamlegt.

 

 

Amma og afi í Ólafsvík að hitta drenginn í fyrsta sinn.

Amma og afi í Óló það hljómar vel.

 

 

Það fór líka vel á með þessum á þeirra fyrsta fundi, sveita afinn alveg með þetta.

 

 

Nýjasta amman í Hlíðinni að dást að gullinu.

 

 

Heldur betur mannalegur þarna sá stutti og pabbinn stoltur.

 

 

Eftir smá puð þarf maður nú að leggja sig aðeins.

 

 

Já og hugsa málið...........

 

 

Gott að lúlla með gripinn sem að mamman heklaði fyrir mig.

 

 

 

Glænýr, dásmalegur og með hár sem að margir karlmenn dauðöfunda hann af.

 

 

 

Klárlega eitt mikilvægasta hlutverk mitt í lífinu að fá að verða amma.

02.07.2019 21:49

Landslagið góða........

 

Veðrið hefur leikið við okkur hér í Hlíðinni síðustu daga.

Þarna má sjá gestahúsin lúra í túnjaðrinum með Rauðhálsana, Hnjúkana og Gullborgina í baksýn.

 

 

Og allt er með kyrrum kjörum hér í Hlíðinni.

 

 

Birtan þessa síðustu daga hefur verið afar sérstök eins og sjá má hér.

 

 

Svona var staðan á snjósköflunum í fjöllunum þann 1 júlí s.l

 

 

Þessir skaflar fara langt með að hverfa í sumar ef fer sem horfir.

 

 

Geirhjúkurinn er ennþá ,,köflóttur,, en það lagast vonandi í sumar þó svo að snjóða hafi í hann þann 18 júní s.l

 

 

Skaflarnir fyrir innan Paradísina fara sennilega ekki þetta sumarið allavega ekki þessir í klettunum.

 

 

Og Hellisdalurinn nær nú varla að hreinsa sig fyrir réttir.............

 

Já gott veður er til margra hluta nytsamlegt.

 

 

Hólminn er kominn uppúr vatninu fyrir löngu og nú er orðið fært fyrir veiðimennina útí hann.

Aldeilis vinsæll veiðistaður um þessar mundir.

 

 

Þær voru ekki lofthræddar þessar kindur sem tríttluðu um klettana hér fyrir ofan í gær.

 

 

Voru sennilega að storka húsfreyjunni og kanna góðar flóttaleiðir fyrir næstu smalamennsku.