23.09.2016 22:18
|

Eftir að við komum heim úr Vörðufellsréttinni er sjálfsagt að gera vel við mannskapinn bæði í mat og drykk.
Eins er mikilvægt að hafa gaman og það er nú ekki erfitt með öllum þessum snillingum.
Á þessari fyrstu mynd erum við sem duglegust erum að halda ,,föðurættarhitting,, hann er t.d alltaf í réttunum.
Svo erum við líka búin að fastsetja árlegan hitting í janúar en þá er tíminn til að spá í sauðfjárræktina og forustufjárgripina.
|

Þessi eru öflug í söngnum og settu sögulegt met þetta árið þegar sungið var í óteljandi klukkustundir.
|

M og M voru hressir og sprækir í partýinu.
|

Og þessi enn hressari...............
|

Hjörtur og Mummi sjá um gítarspilið og eru greinilega að gefa sig alla í starfið.
Hver öðrum gáfulegri......................
|

Það getur nú verið gott að fá sér smá blund í fjörinu og vakna svo bara aftur hress og kát.
|

Og enn meira stuð og stemmari.
|

Hér er sungið ,, Heim í Búðardal,, með tilþrifum og dönksu yfirbragði.
|

Þessi skemmtu sér held ég bara býsna vel.
|

Eins og þessar flottu skvísur úr Garðarbænum.
|
Partýið var gott og sumir sem ég þekki fóru heim í snarvitlausum skóm...............
Sennilega er einhver berfættur í Borgarnesi þessa dagana.............

Það er hörku vinna að stunda samkvæmislífið en þegar þreytan hellis yfir er bara að fá sér smá kríu.
Þetta var skemmtilegt kvöld.
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir