Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 00:04

Enn með mínum augum

Á laugardaginn var haldið skemmtilegt mót í KBmótaröðinni, keppnin fór fram í Faxaborg Borgarnesi. Þó nokkrar skráningar voru og stóð mótið allan daginn.
Keppendur komu víða að og greinilegt að áhugi á keppni sem þessari er mikill.
Úrslitin getið þið sé inná heimasíðu Hestamannafélagsins Skugga en mig langar að deila hugleiðingum frá mínu sjónarhorni.
Ein hryssa sem að ekki komst í úrslit heillaði mig mikið en það var Spóla frá Brimilsvöllum ung hryssa undan Gaumi frá Auðsholtshjáleigu. Þar held ég að sé á ferðinni framtíðargripur sem að með meiri þjálfun eigi mikið inni og sé líkleg til stórræða. Sunna ,,vinkona,, mín frá Grundarfirði var ekki alveg í stuði en eins og ég hef áður sagt hér á blogginu er ég einlægur aðdáandi hennar. Líf frá Skáney er ung og spennandi Sólonsdóttir sem að stóð fyllilega fyrir sínu og verður gaman að sjá hvað hún gerir í dómi í vor. Þristsdóttirin Skotta frá Leirulæk stóð sig með mikilli prýði og var virkilega gaman að sjá hana og húsfreyjuna á Leirulæk sigra sinn flokk með glæsibrag. Leirulækjarbændur geta vel við unað því að hestur frá þeim sigraði einnig B opna flokkinn en það var gæðingurinn Eskill frá Leirulæk með Gunnar Halldórsson eiganda sinn á baki. Magni frá Hellnafelli er ungur og efnilegur stóðhestur undan Gýgjari frá Auðsholtshjáleigu þó svo að ég hafi séð hann betur upplagðan þá heillar hann mig alltaf. Nokkur hross komu fram frá Leysingjastöðum og er framganga þeirra athyggliverð hágeng og fasmikil.
Mér fannst sérlega skemmtilegt að sjá marga efnilega knapa í yngri flokkunum og ætla ekki að gera uppá milli þeirra með því að nefna einhvern þeirra hér. Verð þó að segja að meiri prúðmennska einkenndi sýningar þeirra en oft áður og er það vel.
Efnilegir krakkar sem að stefna hátt og verður baráttan um sæti á landsmóti örugglega hörð.
Uppí hugann koma mörg önnur góð hross en þessi voru mér efst í huga eftir mótið.

26.02.2011 00:22

Frelsið í hesthúsinu

Eftir annasaman tíma við undirbúning afmælishátíðar FT er allt komið í fastar skorður og tíminn í hesthúsinu undanfarna daga verið vel nýttur.
Ég setti inn nokkrar mannlífsmyndir frá hátíðinni undir albúm hér á síðunni.
Veðrið hefur leikið við okkur og hesthúsdagarnir verið langir og góðir hér á bæ.
Nokkrir nýjir hestar hafa bæst í hópinn síðustu daga og aðrir farið heim, vinur minn Geisli Glampason kom í gær mér til mikillar ánægju.
Nú bíð ég spennt eftir myndum og upplýsingum af stóðinu mínu norður á Hólum, það er löng helgi hjá Mumma svo að ég fæ kannske bara fréttir heim í hlað?

Ýmislegt bloggfært hefur á dagana drifið að undanförnu en þar sem að tíminn við tölvupikk hefur verið lítill í góða veðrinu bíður það betri tíma.
Á morgun er það svo KB bankamót í Borgarnesi nánar um það síðar.

21.02.2011 19:16

Aðeins af FT hátíð

Afmælishátíð FT var haldin á laugardaginn, við sem komum að skipulagningu vorum bara ánægð með hvernig til tókst. Fagfólkið okkar stóð sig með mikilli prýði og kom fram með hverja snildarsýninguna af annar. Aðsókn var framar björtustu vonum og er talið að á milli 700-800  manns hafi sótt sýninguna.
Á næstunni smelli ég hér inn fleiri myndum af hátíðinni og eins koma myndir og fréttir inná FT síðuna.
Mig langar að þakka öllu því góða fólki sem gerði þessa afmælissýningu að veruleika fyrir frábært starf.
Það var sama hvar hópurinn kom saman jákvæðini og dugnaður var í aðalhlutverki.
Reiðmeistarar, sýnendur, knapar, gestir og samstarfsfólk takk fyrir góðan dag það gerðu allir sitt besta.Á afmælishátíð FT vour  þrír félagar heiðraðir og hlutu gullmerki félagsins þetta voru Benedikt Líndal, Eyjólfur Ísólfsson og Freyja Hilmarsdóttir.Þessar fallegu stúlkur hjálpuðu okkur ómetanlega á hátíðinni.Þarna er blómadrottningar FT Hrafnhildur Jónsdóttir, Erla Guðný og Þórdís Anna Gylfadætur. Takið eftir bláu stráunum sem voru alveg í FT litnum góða.Hjá þessum dömum var allt undir ,,kontrol,, Marta og Hulda miðasölustjórar í góðum gír.

Bæti við myndum við fyrsta tækifæri.

17.02.2011 22:36

Afmælishátíð FT haldin í Reiðhöllinni Víðidal

Síðustu dagar hafa verið fjörugir í meira lagi og nóg að gera við undirbúning á afmælishátíð FT. Nú stefnir í fróðlega og skemmtilega hátíð sem að hestamenn eiga ekki að láta framhjá sér fara.
Dagskrána getið þið séð á http://www.tamningamenn.is

Annars er bara allt gott héðan úr Hlíðinni og mun ég deila með ykkur fréttum fljóttlega bæði af sýningunni og eins af lífinu hér heima.

Sjáumst á afmælissýningunni emoticon

14.02.2011 23:02

Sjáumst á afmælissýningu FT á laugardaginnLöngufjörur á góðum degi.

Vildi bara segja ykkur frá því að nú getið þið lesið fréttir um afmælissýningu FT á heimasíðum FT, Eiðfaxa og fleiri hestasíðum. Eiðfaxi hefur nú gert sérstaklega vel við okkur og sett upp hnapp þar sem að allar upplýsingar og fréttir fyrir hátíðina birtast.
Að gefnu tilefni þá eru allir hjartanlega velkomnir á sýninguna sem að hefst kl 10.00 á lagardaginn í Reiðhöllinni í Víðidal.
Aðgangseyrir hefur verið stillt mjög í hóf og er kr 1.500.- fyrir allan daginn þar sem boðið er uppá sýnikennslur, stórsýningar, hestamennskukeppni og verðlaunaveitingar.
Vörukynningar verða í anddyri reiðhallarinnar.

Héðan úr Hlíðinni er annars bara allt gott að frétta nóg að gera og veðrið bara gott við okkur.
Fyrirmyndar hestur dagsins var klárlega Stígandi Muggsson sem er alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri. Hann stefnir kannske að því að fylla skarð bróður síns sem nú puðar í stórum og ábyrgðarfullum verkum í öðrum landsfjórðungi.

11.02.2011 23:14

Nokkrir gráir þann 11022011Þessar dömur eru báðar hjá Mumma á Hólum Sjaldséð frá Magnússskógum og Hlíð frá Hallkelsstaðahlíð.
Húsfreyjan verður nú að renna norður við tækifæri og skoða hvernig gengur.Væri líka gaman að skoða þennan kappa við tækifæri.Og þessi stendur alltaf fyrir sínu, þarna er hann á góðviðrisdegi í sumar.Þarna er líka enn einn grár höfðingi sem veitir ávallt margar ánægjustundir.Og þessi sjarmur hefur nú heillað nokkrar dömurnar um dagana Muggur frá Lambastöðum.

Eins og þið sjáið er þema kvöldsins gráir hestar, alltaf gaman að rifja aðeins upp í máli og myndum.

10.02.2011 20:49

Undirbúningur.................Eins og ég var byrjuð að segja ykkur í dag þá er allt á fullu við undirbúning fyrir afmælishátíð FT sem haldin verður þann 19 febrúar n.k
Stjórn FT og hluti afmælisnefndarinnar funduðu í gær, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var tekið á því í orði og verki.
Svipurinn á Marteini gefur til kynna að hann sé nú ekki alveg sannfærður undir ræðu Mumma.En þarna hefur hann greinilega náð vopnum sínum og finnst það ekki leiðinlegt.Ritari félagsins skráði allt sem fram fór af mikilli nákvæmni eins og vera ber.Það veit nú alltaf á gott ef að gjaldkerinn brosir................vonum að það endist áfram.Tæknimaðurinn okkar var líka brosleitur svo að sennilega er bara allt í stakasta lagi.Og fundaraðstaðan ekki var hún dónalega stórglæsilegt hesthús hjá þeim heiðurshjónum Huldu og Bjarna. Til hamingju með hesthúsið og flottu inni aðstöðuna Hulda og Bjarni.Þessi kappi er nú knúsaður alla daga enda algjör öðlingur, stóðhesturinn Þristur frá Fet á svítu með gott útsýni innum kaffistofugluggann hjá Huldu.

Fundurinn gekk vel og nú eru línur farnar að skýrast, ég bendi ykkur á að fara inná heimasíðu FT og fleiri hestasíður sem birta munu fréttir á næstu dögum.

10.02.2011 11:52

FTNú styttist óðum í FT hátíðina og víða á hestamiðlunum eru komnar fréttir og mikið bætist við á næstu dögum........................


08.02.2011 13:43

Meira af þorrablóti,,Jón og ég við vorum eins og bræður,, sko söngbræður.
Hrannar og Jón í góðum gír.Það var líka Snorrastaðabóndinn sem að kynnti dagskrána með stæl.Og á dagskránni var bróðir hans Magnús ráðherrabílstjóri sem fór alveg á kostum með frumsamið efni. Batnar með hverju árinu kallinn.Þarna undirbýr Sveinbjörn sig fyrir matinn og eitthvað kætir Þóru.

06.02.2011 12:47

Þorrablót smá sýnirshornÞorrablót ársins í Lindartungu var haldið á föstudaginn og tókst með miklum ágætum.
Á myndinni sjáið þið brot af fjörinu sem fór vel fram, takið eftir sveiflu hreppsstjórans sem leiddi dansinn af innlifun sérstaklega línudansinn.Maturinn var frábær eins og venjulega, þarna er diskur soltins Hólanema.Þessir kappar voru bara ánægðir með samkvæmið eins og sjá má.

Fleiri myndir og fréttir þegar útreiðarfærið og birtan verða komin í frí.

04.02.2011 00:25

Þorrablótið handan við hornið.........Já það var gaman á þorrablótinu í fyrra og ekki verður það síðra þetta ári......................Bara klikkar ekki blótið í Lindartungu...........................................og maturinn ummmmmmmmmmm..............og hljómsveitin.......................

Myndavélin er komin í hleðslu, fimmtigírinn ræður ferðinni í bústörfum á morgun og síðan er bara að blóta af lífi og sál.

Sjáumst:)

02.02.2011 22:46

Byldagurinn

Er búin að setja inn nokkrar myndir frá folaldasýningunni í albúmið, endilega skoðið.

Í morgun var alvöru vetur hér í Hlíðinni ösku svartu bylur með öllu tilheyrandi en eins og við er að búast var komin blíða seinni partinn.
Proffinn minn kom inn í dag og hefur held ég aldrei gengið svona lengi út blessaður kallinn. Enda sá ég smá ásökun í augnaráðinu þegar hann kom heim hefur örugglega hugsað mér þegjandi þörfina í bylnum í nótt. Sálfræðilega batnaði hestakosturinn hjá mér til mikilla muna við að fá kappann inn get samt ekki kvartað með það sem ég hef haft.
En sumir eru bara ómissandi jafnvel þó að þeir séu erfiðir og óstýrlátir.

Nú er sko allt að gerast fyrir afmælishátíðina hjá FT og á morgun byrja fréttir af væntanlegri fræðsluveilsu að birtast.
Hátt á annan tug reiðkennara og tamningamanna fræða og sýna listir sínar og hestakosturinn hjá þeim stefnir í stórveislu.
  • 1