Færslur: 2019 Maí

28.05.2019 13:27

Háskaför..........................

 

 

 

Það var snjófjúk og örlaði á hálku þegar ég brunaði suður Mýrarnar á pikkanum með fjögur hross á kerrunni.

Ég var að drífa mig og mátti engan tíma missa, hraðamælirinn sýndi hraða uppá 140 km/klst og ég var bara nokkuð sátt með þann hraða.

Pikkinn rann lipurt í gegnum beygjurnar og ég var glöð með að ekki voru margir ferðamenn á leið minni.

Skyndilega kom það uppí hugann hvort ég hefði tekið vitlaus hross á kerruna eða átti ég taka fimmta hrossið með ??

Það væru nú mistök dagsins ef að ég hefði nú klúðrað því, ekki væri nú gott að þufta snúa við.

Ég teygði mig eftir símanum sem lá í farþegasætinu, beltið var eitthvað svo stíft að það gaf ekki eftir.

Þetta var mesta basl og ætlaði ekki að hafast ég var komin hálf yfir í farþegasætið.

O þessi belti.

Náði loksins í símann og gjóaði augunum á hraðamælirinn sem enn stóð í 140 km/klst eins gott að tapa ekki tíma. 

Hringdi heim en enginn svaraði............. prófaði öll númerin............... stresskast í uppsiglingu.

Óskaði þess innilega að löggan væri ekki á Þurrstaðaafleggjaranum að nappa ökumenn.

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hafa meiri áhyggjur af helv... nagladekkjunum eða þessum tveimur rauðvinsglösum sem ég drakk með kvöldmatnum.

Mælirinn góði sýndi ennþá 140 km/klst og engin þörf að hægja á nema við hringtorgið inní Borgarnes.

Það mundi samt tefja mig mikið.

 

En þá gerðist það ....................................... (helv....) blessuð vekjaraklukkan hringdi.

 

Úps þetta var þá bara draumur................... 

 

Það er sennilega spurning um að skoða svefnvenjur sauðfjárbænda áður en bætist enn frekar í draumasafnið.

 

 

 

15.05.2019 00:32

Sauðburður og vorið.

 

Þessa dagana er sauðburðurinn í hámarki og lífið snýst að mestu leiti um kindur og aftur kindur.

Vaktaskiptin ganga vel og sauðburðarljótan er ennþá nokkuð ásættanleg.  Verð þó að játa að ekki yngjast nú bændur og búalið á þessum árstíma nema sko í sálinni.

Þetta er svo sannarlega tíminn sem sálin nærist hvað mest, gott veður, fagur fuglasöngur og glaðsinna ungviði allt um kring. Stundum vildi ég bara geta sofið seinna.

Hér eru bændur flestir fullklæddir.............. ennþá en hver veit hvað það verður lengi ?

Þeir Húnversku gáfu tóninn svo að nú er betra að berja að dyrum ef að maður brunar af bæ. Maður veit aldrei hverju skemmtilegur sauðfjárbóndi tekur uppá.

 

Á myndinni hér fyrir ofan eru voða sætir gemlings tvílembingar sem þurfa ekkert á berum bónda að halda.

 

 

Upprennandi heiðurskindin Tálkna var alveg til í að pósa smá.

Mér finnst kindur með stóran persónuleika skemmtilegar og þannig er hún Tálkna klárlega.

 

 

Svona rétt eins og systir hennar sem að gerðist svo forhert að smella sér bara uppí gjafagrindina þegar plássið við hana var óásættanlegt.

Sko að hennar mati...........

 

 

Mógolsa varð líka að vera með enda ber hún einn úrvalslitinn sem íslenska sauðkindin býður uppá.

 

 

 

Hún Sína okkar er hér að kveðja kindina sína hana Krögu sem farin er í sumarfrí.

Þær eru í uppáhaldi hver hjá annari.

 

 

 

 

Við fengum úrvals aðstoðarfólk eins og svo oft áður.

Hér er Sveinbjörn með hressum dömum á fjárhúsvaktinni.

Já það er eins gott fyrir kappann að vera til friðs með þessa hersveit á kanntinum.

 

 

 

Sigurður nágranni kom og leit við í fjárhúsunum á leiðinni í kaffi til Svenna.

Þarna taka þeir stöðuna á jötubandinu.

 

 

 

Þessi mynd er tekin þegar vösk sveit var að hefjast handa við að gera aðstöðu fyrir óbornar ær inná gamla reiðsvæðinu í hlöðunni.

Þangað voru svo færðar rúmlega 300 ær sem hafa beðið á legudeildinni eftir að fá pláss á sér stofu þegar lömbin er komin í heiminn.

 

 

 

Þessi eru voða dugleg, já og ekki bara í símanum sko................

Snillingar bæði tvö þessar elskur.

 

 

 

Þessar dömur eru heldur betur liðtækar í fjörinu þarna eru þær að fara yfir lambamatarræðið.

 

 

 

Þó svo að sauðburður taki tíma er ýmislegt annað sem gera þarf í sveitinni á þessum árstíma.

Þarna eru Hrannar og Mummi að kanna stöðuna í haughúsinu en nú er áburðurinn kominn á þónokkur tún og skíturinn líka.

Sennilega hefur aldrei verið komið svona mikið gras á þessum árstíma hér í Hlíðinni.

Fyrstu lömbin mörkuð út í gær og ekki annað að sjá en það væri fullkomlega tímabært.

Já fyrstu gemlingarnir bæði einlemdir og tvílemdir fóru útá Steinholt í dag og spari kindurnar veturgömlu hrútarnir á túnið inní hlíð.

07.05.2019 22:12

Apríl var fínn og það verður maí líka............enda er hann kominn.

 

Þetta brosmilda lið stillti sér upp fyrir mig á dögunum þegar ég var orðin vonlaus um sigra á sviði ljósmynda.

Já það er ekki andskotalaust að ná viðunandi myndum af hrossum á ferð en þessi stóðu kyrr svo það auðveldaði málið.

Margir góðir og ánægjulegir dagar með skemmtilegum reiðtúrum og frábærum félagskap.

 

 

Hún Sína okkar er komin aftur en þarna er hún með henni Krögu bestu vinkonu sinni.

 

 

 

Hún Carolína okkar kom í páskafríinu sínu og stoppaði hjá okkur í hálfan mánuð.

Frábært að fá þessa yndislegu dömu í heimsókn.

Þarna er hún á uppáhaldinu sínu honum Darra.

Takk fyrir komuna Carolina alltaf svo gaman að fá þig í heimsókn.

 

 

Litli sauðfjárbóndinn mætti líka í páksaheimsókn til að taka út búsakpinn.

Já og hitta sjarnatröllið Vökustaur.

 

 

Þessar stelpur voru hressar enda ærið tilefni til þar sem að ein af þeim fagnaði 88 ára afmæli hér í sveitinni.

Iss það er nú ekkert mál að vera 89, 88 og 84 ára enda prjóna þær eins og enginn sé morgundagurinn.

Já og gera sko margt fleira.

 

 

En krakkar hann er kominn..................sko sauðburðurinn.

Hér á bæ áttu fyrstu kindur tal þann 9 maí en voru þetta árið bráðlátar.

Sauðburður hófst af ,,krafti,, þann 5 maí með því að átta stykki tvílemdir gemlingar báru.

Ég er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag hjá þeim og get varla beðið eftir enn meiri blíðu til að smella þeim út í græna grasið.

Nú er kominn tími til að girða sig í brók, bretta upp ermar og taka á móti hátt í þúsund lömbum.

Þetta verður eitthvað.....................

  • 1