Færslur: 2019 Febrúar

26.02.2019 22:40

Upprennandi bændur á ferð..........

 

 

Við hér í Hlíðinni fengum skemmtilega heimsókn í dag þegar nemendur í búfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri komu til okkar.

Hressir og flottir krakkar sem vonandi eiga sé framtíð  í störfum fyrir íslenskan landbúnað.

 

 

 

Hressir og skemmtilegir gestir sem skoðuðu búfé, húsakost já og okkur bændur.

 

 

 

Við áttum nokkra sveitunga og nágranna í hópnum sem skemmdi nú ekki fyrir.

 

 

 

Bændur að blanda geði................

 

 

 

Já og það var bara mjög gaman í dag.

 

 

 

Húsakostur tekinn út frá öllum hliðum.

 

 

 

Brosmildar vestlenskar dömur.

 

 

 

Já það var bara röð í gestabókina og þar varð auðvita til vísa.

Hún er svona:

Fórum við í flotta ferð,

fjallaborgin blíð.

Höllin þar er heimagerð,

að Hallkelsstaðahlíð.

 

Þar sem ég fékk ekki leyfi höfundar til að birta vísuna skal bara tekið fram að hann titlar sig stórbónda, heitir tveimur nöfnum og er vestlendingur.

Takk fyrir flotta vísu.

 

 

 

Og spjallað..............

 

 

 

Þarna eru þeir feðgar Mummi og Skúli með kennarana á milli sín.

Flottur hópur sem örugglega er gaman að læra hjá.

 

 

 

Það var tekinn eins og einn leikur í Hvanneyrardeildinni.

 

 

 

 

Takk fyrir komuna kæru bændaefni og kennarar.

Það var gaman að taka á móti ykkur.

25.02.2019 23:26

Dagurinn hennar mömmu.

 

 

Hún mamma mín hefði orðið 76 ára í dag hefði hún fengið lengri tíma með okkur.

Ég hugsa til hennar alla daga og hef einsett mér að lifa með og þakka fyrir allt það góða og skemmtilega sem einkenndi okkar ríflega 50 ára samveru.

 

 

 

Þarna er mamma með mágkonu sinni henni Gullu.

Þær voru góðar vinkonur og áttu það t.d sameiginlegat að eiga frekar samrýmdar dætur.

 

 

 

Þarna er mamma með Settu í Hraunholtum en myndin er tekin í afmælisveislu hjá Ragnari frænda mínum.

Setta og mamma áttu eins og Gulla og mamma dætur sem hafa verið vinkonur í ríflega hálfa öld.

 

 

 

Þóranna, Fríða María og mamma á sólríku degi.

 

 

 

Mamma  með Emilíu frænku sína sem er heldur þung á brún.

 

 

 

Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en þarna labba þær nöfnur Svandís og Svandís Sif heim úr fjárhúsunum.

Myndin segir allt sem segja þarf , svona var mamma alltaf að leiða og sinna öðrum.

Við systkinin höldum daginnn hennar hátíðlegan með því að hittast og hafa gaman saman.

Nú bar daginn uppá mánudag sem er ekki heppilegur til samkomu halds og er því stefnan tekin á næstu helgi.

Mömmur eru dýrmætar og það er ekki sjálgefið að þær verði til staðar um alla eilífð.

Verði góð og munið að gefa ykkur tíma til að njóta og safna fullt af góðum minningum.

15.02.2019 23:03

Snjóþota áhrifavaldur.

 

Það urðu heldur betur gleðifundir þegar hún Þota litla skilaði sér heim en hún hafði verið týnd í viku.

Þota er tæplega eins árs border collie tík frá Eysteinseyri í Tálknafirði en kom hingað í Hlíðina aðeins nokkurra vikna gömul.

Hún hefur unað sér vel aldrei stolist af bæ eða farið neitt langt frá bænum. En síðast liðinn laugardag brá svo við að þegar kallað var inn til morgunverðar eftir ca klukkustundar langan útivistartíma skilaði Þota sér ekki. Hófst þá leit sem stóð fram í myrkur en þá höfðu helstu staðir sem við töldum koma til greina verið skoðaðir í krók og kring. Húsfreyjan setti ákall á samfélagsmiðla og hringt var á næstu bæi til að kanna hvort að einhver hefði orði Þotu var.

Meira að segja var leit hafin að sporhundi sem hugsanlega gæti ráðið gátuna hvar Þota væri niðurkomin.

Næstu daga var svo leitað og leitað en ekkert kom í ljós sem gaf vísbendinngar um hvað af Þotu hefði orðið.  Mummi flaug drónanum hér fram og til baka þegar veður leyfði, brunað var á fjórhjólinu til fjalla, farið í göngutúra með hina hundana til að freista þess að láta þá finna Þotu.

Ýmsar voru tilgáturnar t.d hvort hún hefði farið í stóðið sem gefið er hér stutt frá og fengið högg í höfuðið, hvort hún hefði farið útá ísinn á Hlíðarvatni og farið niður, nú eða bara hlaupið á eftir skollans krumma sem stríðir oft hundunum. Meira að segja var farið að bera uppá eldri hundana sem stundum eru leiðir á hvolpalátunum að þeir hefðu vísvitandi komið henni fyrir kattarnef. Reiðtúrarnir voru hljóðir því alltaf var verið að hlusta eftir gelti.

Það voru ófá skiptin sem rokið var upp um miðja nótt þegar einhver þóttist hafa heyrst í hundi fyrir utan gluggann.

Og vonin dofnaði..................

........................en stundum gerist eitthvað sem fæstir eiga von á.

 

 

Tæpri viku eftir að Þota týndist kom hún heim að húsi svöng, mjóslegin og illa lyktandi.

Við höfðum öll farið til genginga um morguninn, Mummi skaust heim skömmu síðar til að taka á móti ferðamönnum.

Þegar hann kemur heim að húsi kemur Þota skríðandi á móti honum heldur fegninn að sjá lífsmark á bænum.

Vá hvað það var góð og skemmtileg tilfinninga að sjá hana aftur heila á húfi.

Það var ný fallinn snjór og því auðvelt að sjá förin í snjónum. Mummi var snöggur að smella drónanum á loft og fylgja förunum þá leið sem Þota hafði komið.

Rakti hann förin inn með Hlíðarvatni innað stað sem nefnd eru Horn.

Suður í Hornum eins og sagt er stendur kartöflugarðurinn í ca 15- 20 metra hæð fyrir ofan vatnið. Þegar litið er þar fram af á góðum sumardegi er ansi bratt niður að vatninu. Á þessum stað safnast of mikill snjór sem endar oft í fyrirferðamiklum hengjum sem falla fram af og útá ísilagt Hlíðarvatnið.

Drónanum hafði oft verið flogið að þessum stað og hengjan sem niður hafði fallið skoðuð vandlega. Erfitt var að meta hvort hengjan væri nýfallin eða hvort einhverjir dagar væru síðan.  Alla daga var skafrenningur og fljótt að fenna í för og hylja slóð.

Allir voru sammála um að lítill hundur gæti ekki verið á lífi undir þessu fargi. 

En annað kom í ljós, upp um lítið gat hafði Þota litla komist og hlaupið beinustu leið heim.

Ótrúlegt en satt hún hafði lent í snjóflóði legið þar undir í viku og lifað það af.

Já hún er sannkölluð Snjóþota hún Þota litla.

Til nánari útskýringa fylgja hér myndir sem sýna svolítið hvernig aðstæður voru.

 

 

 

Þarna sjáið þið kartöflugarðinn á brúninni, þar eru girðingastaurar í venjulegri stærð.

Niðri hægramegin á myndinni er fjarna og á miðri mynd er flóði sjálft.

 

 

 

 

Út um þetta gat komst Þota út og upp úr flóðinu.

 

 

 

Holan í nær mynd.

 

 

 

Af forvitnssökum fóru Mummi og Maron á staðinn til að skoða.

Þarna er Maron að skoða inní holuna en hún var þröng, köld og illa lyktandi enda hafði hún verið dvalarstaður Þotu í tæpa viku.

Ummerki sáust um að hún hafði grafið og krafsað sig upp langan veg og sennilega hefur ekkert verið í boði annað en að sleikja ísinn sér til bjargar.

 

 

 

Þarna sést hluti hengjunnar sem eftir er en gengið hefur fram.

 

 

 

Það hefði verið gaman að hafa eitthvað á myndinni til að sýna raunverulega stærðarhlutföll.

 

 

 

Þarna er drónanum flogið nær og sýnir hversu langa leið hengjan hefur náð.

Það rifjast líka upp fyrir mér af hverju það var stranglega bannað að renna sér á snjóþotu á þessu svæði.

Ég skildi það ekki þá en skil það núna eins og segir í góðum dægurlaga texta.

 

 

 

Enn meira af flóðinu.

 

 

 

 

 

Þessi er tekin beint fyrir ofan.

 

 

 

Kartöflugarðurinn er ca 400 metrum frá útihúsunum.

 

 

 

Hér sést svæðið myndin tekin úr mikilli hæð.

 

Já það er óhætt að segja að hún Þota litla hefur heldur betur átt viðburðaríka viku.

En hún hefur náð mjög eftirsóknarverðum markmiðum, allavega að sumra mati.

Á einni viku hefur henni tekist að ná mikilli athygli á samfélagsmiðlum. 

Hún hefur fengið  yfir 500 like á fébókinni, brjálað áhorf á snappinu og marga fylgendur á instagram.

Og hún er eins og alvöru áhrifavaldur.............. getur allt og er auk þess búin að ná af sér ótrúlegri fitu á einni viku.

 

Við í Þotu vinafélaginu þökkum þeim sem aðstoðuðu okkur við leitina að Þotu.

Hún sendir ykkur bestu kveðjur hérðan úr Hlíðinni þar sem hún vinnur nú hörðum höndum að því að endurheimta fyrri líkamsfitu.

Spurning hvort hún nái ekki góðum samningum við ,,orku,, mikla hundafóðursframleiðendur ??

Kannski á Þota litla eftir að verða fyrirmyndar smalahundur eins og til var ætlast.

En hún er nú þegar orðin snjóflóða Snjóþota.

 

 

10.02.2019 22:44

Þorrablót 2019 smá sýnishorn.

 

Þorrablót Ungmennafélagsins Eldborgar 2019 heppnaðist með miklum ágætum.

Húsfyllir var þrátt fyrir heldur napurt vetrarveður sem reyndar æsti sig uppí öskubyl.

Það gerði að verkum að flestir voru rólegir og fór ekkert að huga að heimferð fyrr en hljómsveitin hafði slegið sinn síðasta tón.

Heimferðin gekk frekar seint hjá flestum og sumir þurftu að gista annars staðar en þeir í upphafi ætluðu.

Nei, nei ekkert vafasamt sko, heldur urðu flestar leiðir þungfærar og skafbylur mikill.

Hér á fyrstu myndinni má sjá glaðbeitta nefnd sem stóð sig með mikilli prýði við að koma blótinu á koppinn.

Mummi, Þórður í Mýrdal Rannveig á Hraunsmúla, Karen á Kaldárbakka og Jóhannes á Jörfa.

Takk fyrir skemmtilegt blót krakkar.

 

 

Við tókum enga sénsa og smelltum af okkur mynd áður en lagt var í ann að heiman.

 

 

 

Þóranna, Kolbeinn og Björg í venjulegu stuði.

 

 

 

Hrannar, Brá og Þóra taka stöðuna .......... nei Hrannar eitthvað að plata dömurnar.

Sé það á honum.

 

 

 

Hallur, Jón og Sigfríð mættu eldhress.

 

 

 

Ystu Garða hjónin alltaf jafn hress.

 

 

 

Þessir frændur voru eitthvað hugsi..............

 

 

 

Prakkarasvipur á þessum hjónum.

 

 

 

Kátir voru karlar................... á Kaldárbakka,.

 

 

 

..........og frúrnar ekki síður.

 

 

 

Árleg myndataka af Kolviðarnessystrum þeim Sesselju og Jónasínu.

 

 

 

Beðið eftir þorragóssinu.

 

 

 

Ungir og efnilegir ................... árleg myndataka af þessum sveinum.

 

 

 

..............og enn fleiri bráð ungir og efnilegir.

 

 

 

Tveir Lárusar já og meira að segja frændur, Skúli Lárus og Lárus Ástmar sem var veislustjóri á blótinu.

 

 

 

Brá og Þóra í stuði.

 

 

Kátar vinkonur í a.m.k 100 ár.

 

 

 

 

Kokkurinn stóð sig með prýði og bauð okkur uppá úrvals þorramat. Séstaklega var súrmaturinn æði.

Þarna eru hann og Mummi að ráða ráðum sínum.

 

 

 

Það er alltaf stuð á þorrablóti í Lindartungu en sumir eru þó í meira stuði en aðrir.

 

 

Það þarf ekki texta með þessari mynd..................

 

 

Hljómsveitin Meginstreymi hélt okkur við efnið á dansgólfinu en þarna eru þeir hinsvegar að hugsa um mat.

 

 

 

Nikkarinn á ættir sínar að rekja hingað í Hnappadalinn.

Heiðurshjónin á Heggstöðum þau Guðmundur og Ásta voru amma hans og afi.

Hann spilaði undir fjöldasöng...........

 

 

.........og Lárus stjórnaði og söng af miklum móð.

 

 

Það hefur skapast hefð að verðlauna Kolhrepping ársins á þorrablóti.

Þetta árið hlaut Ólafur Sigvaldason á Brúarhrauni veðlaunin.

Að mati þar til bærra manna sýndi hann skynsemi framar öðrum í sveitinni með því að hætta sauðfjárbúskap.

Kaldhæðni............ uuuuu....nei held ekki.

 

 

 

Að venju var sýnd eins og ein stórmynd í fullri lengd sem að þessu sinni eins og alltaf var stórfín.

Fólk fær misgóða útreið en enginn slæma sem nokkru nemur. Já sannarlega bara gaman að þessu.

Titill myndarinnar er ,, Á meðal Kolhreppinga,, og fer í sölu innan skamms eins og önnur snildar verk sem líkleg eru til að gera tilkall til Óskars nú eða Golden glób.

Alltaf dáist ég jafn mikið að fólkinu sem leggur heilmikið á sig til að skemmta okkur og gera grín.

Hér á myndinni eru flest þeirra sem komu að verkinu þó sakan ég nokkurra stórleikara sem ekki sáu sér fært að mæta á frumsýninguna.

Að öðrum ólöstuðum þá eru Arnar og Elísabet Haukatungubændur þau sem að hafa stýrt verkinu og eiga sennilega stæðstan þátt í því.

Takk þið öll sem færðuð okkur þessa skemmtun.

 

 

 

 

Hreppstjóradansinn var stiginn að vanda undir styrkri stjórn Gísla hreppsstjóra.

 

 

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er mannauðurinn hér í sveitunum mikill og hreint ekki ástæða til annars en mikillar bjartsýni hvað það varðar.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nokkrar af ungu konunum í sveitinni.

Syðstu Garðar, Haukatunga, Miðgarðar, Hjarðafell, Grund, Hallkelsstaðahlíð og Haukatunga eru bæirnir sem þessar dömur munu prýða.

Já það er gaman að sjá hvað unga fólkinu eru að fjölga, það gefur heldur betur von um t.d öflug þorrablót og hvað eina skemmtielgt.

 

 

 

Spekingar spjalla.............

 

 

 

Hrannar og Maron í stuði og Ósk fylgist með.

 

 

 

Gaman ????

Já mér sýnist það.

 

 

 

Það er eins gott að hafa bílstjórann góðan..................... sérstaklega þegar úti er bylur og ófærð.

 

 

 

Já og sumir leggja meira á sig en aðrir.............. þetta er sko snjómoksturmaður sem vert er að hafa góðan í svona tíðarfari.

 

 

 

Jón að tryggja hann komist heim fyrir vorið...............

Frábært þorrablót með skemmtilegu fólki, góðum mat og brjáluðu veðri.

Þarf eitthvað meira ? Nei.

 

 

  • 1