Færslur: 2019 Desember
26.12.2019 23:13
Jólafjörið árið 2019.
Jólahátíðin fór vel með okkur í Hlíðinni og mikið var nú gaman að hafa litla Atla Lárus með okkur. Eins og sést á myndinni var hann aðal stuðkallinn og hélt uppi fjörinu. Annars var rétt um 90 ára aldursmunur á þeirri elstu og þeim yngsta í jólagleðinni. Svenni frændi minn kom heim en hann dvelur nú á Brákarhlíð í Borgarnesi og Lóa kom líka til okkar í það ,,neðra,, eins og við gjarnan segjum.
|
Jóla dressið er að sjálfsögðu mikilvægt og hér eru þeir feðgar klári í slaginn.
Atli Lárus kannar hvort skartgripurinn sé viðeigandi hjá mömmunni.
|
Svo er það eftirlitið.................er ekki allt í góðu ??
|
Jú það var sko allt í góðu....... nóg af pökkum og ég á öruggleg flesta....hahaha.
Pakkarnir voru spennandi og allir bara kátir og þakklátir.
Lóa ánægð með fullt að garni til að prjóna úr.
Getur þá örugglega haldið áfram að prjóna eins og vindurinn.
Kappinn kátur með húfuna frá Maddý langömmusystur
Atli Lárus er alveg til í að atast í Svenna frænda sínum og gera grín.
Og svo voru þeir bara settlegir líka.
En það er nú um að gera grín og sprella í frændfólkinu.
Jólastrákur.
Svo er að skoða aðeins myndir í tölvunni.
Þessir horfðu á Stundina okkar og líkaði vel.
Brattir feðgar á fyrstu jólum. Vonandi hafið þið notið jólanna það gerðum við allavega. |
26.12.2019 14:01
Jólakveðja frá okkur í Hlíðinni.
Kæru vinir !
Við hér í Hlíðinni óskum þess að þið eigið gleðilega hátíð.
Þökkum fyrir góðar kveðjur og fallegar gjafir.
Sendum ykkur bestu kveðjur með óskum um farsæld og frið.
14.12.2019 22:50
Brúðkaupsfín................
Við fjölskyldan áttum sannkallaðan gleðidag þegar litla systir mín gekk í það heilaga. Falleg athöfn í Grafarvogskirkju þar sem að Hrafnhildur og Francisco giftu sig eftir þó nokkur reynslu ár. Dætur þeirra voru brúðarmeyjar og Ragnar og Elsa svaramenn. |
Elsa Petra var svaramaður og brosir hér breitt með brúðgumann sér við hlið.
Ragnar bróðir leiddi svo systur sína upp að altarinu. |
Brúðarmeyjarnar voru aðeins feimnar í byrjun athafnar og vönduðu sig við að ganga eftir línunni.
Sverrisbörn og makar bíða eftir að athöfnin hefjist.
Þessi voru líka mætt úr sveitinni............ til að fagna með frænku og Francisco.
Já bændur í bænum sko....................
Þessi bíða spennt eftir athöfninni.
Systurnar stóðu sig vel í sínu hlutverki og urðu upplitsdjarfari þegar á leið.
Og alveg til í að pósa smá fyrir frænku.
Þessi dásamlegi prestur fór létt með að pússa parið saman.
Svaramennirnir fylgjast með ............ já og kannski læra hvernig þetta fer fram.
Frú Hrafnhildur og fjölskylda.
Brúðhjónin, dætur, svaramenn já og systkynin.
Mikið sem mamma og Sverrir hefðu verið kát með þennan hóp.
Hressir kappar.................
Flottar frænkur.
Hún kynnti þau...............
Brúðguminn og þessar pósa fyrir ljósmyndarann. |
Svo var skálað við mágkonuna í eðalvíni.
Litli bróðir stríðir frú Hrafnhildi systur sinni.
Gaman hjá þessum................
Og enn betri myndasvipur.
Þessir áttu alveg spes myndasvip og notuðu hann bara ansi vel,.
Brúðgumi, dætur og frænkur bregða á leik...............
Þessi hárprúða dama þáði bara veitingar hjá mömmunni.
Dásamleg fjölskyldu samvera til heiðurs brúðhjónumum.
Innilega til hamingju elsku litla systir og Francisco.
01.12.2019 21:33
Vestlenskir hestamenn gerðu sér glaðan dag.
Árshátíð vestlenskra hestamanna var haldin í Stykkishólmi föstudaginn 29 nóvember s.l Það var Hestamannafélagið Snæfellingur sem stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni sem tókst með afbrigðum vel. Veisluföng voru einstakalega góð og áttu hestamenn ánægjulega kvöldstund saman. Hrossaræktarsamband Vesturlands verðlaunaði þá ræktendur sem áttu efstu hross í hverjum flokki á þessu ári. Einnig var verðlaunað það hrossaræktarbú á vestulandi sem bestum árangri hafði náð á árinu. Sigurvegarar ársins voru hjónin á Skipaskaga þau Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason. Auk þess að vera tilnefnd sem ræktunarbú ársins á landsvísu áttu þau einnig hross í efstu sætum. Já það hafa komið margir kostagripir úr ræktun þeirra hjóna og spennandi að sjá hvað kemur fram á næstunni. Á myndinni hér fyrir ofan eru Sigurveig og Jón ásamt tamningamanni búsins Leifi Gunnarssyni. Innilegar hamingjuóskir ræktendur, eigendur og sýningafólk með árangurinn.
|
Já það var fagnað og það með stæl enda má svo sannarlega búast við miklu af þeim Skipaskagabændum á komandi landsmótsári.
Valentínus Guðnason og frú áttu glæsihryssu sem var efst í sínum flokki.
Það átti líka Sigfús Jónsson í Skrúð en hann var ekki mættur til að taka við sinni viðurkenningu.
Nýkjörinn formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings var að sjálfsögðu mættur og tók við viðurkenningunni fyrir Sigfús.
Helgi Sigurjóns tekur við viðurkenningu fyrir sinn grip úr hendi Halls Pálssonar fulltrúa Hrossvest.
Þeir voru hressir dalamenn sem mættu á hátíðina og höfðu svo sannarlega gaman.
Strákar í stuði. |
Eyþór Gíslason fyrrverandi formaður Glaðs og Ólafur Flosason formaður Borgfirðings.
Sennilega hefur ljósmyndarinn verið mjög skrítinn...................
Þóra og Mummi bíða eftir matnum.
Já maturinn var hreinlega frábær og alveg þess virði að skella sér á jólahlaðborð á Fosshótel í Stykkishólmi.
Þessi glaðlegi kokkur brosti breitt með fínu jólahúfuna sína.
Þessi voru aðal og stóðu sig vel eins og þeirra er von og vísa.
Herborg Sigríður og Lárus Ástmar báru hitann og þungann af fjörinu.
Hér eru þau kát að vanda.
Auðvita mæta líka Borgnesingar.............. Dúddý og Toddi hress og kát,.
Þessar daladömur skemmtu sér vel. |
Það gerðu líka Björg og Mummi.
Allir kátir á Snæfellingsborðinu.
Þorsteinn Hjaltason spjallar við dömurnar sem hlusta með andakt...............
Þetta borð var fjölmenningarborðið..........Snæfellingar, Borgfirðingar og Skagfirðingar.
Já og jafnvel einhverjir fleiri.
Þessar glæsidömur höfðu um margt að spjalla............
En voru líka til í að pósa fyrir mig................. alltaf sætar þessar.
Þessi fór á kostum......................svo sagði ég honum að þessi mynd færi á síðuna.
Hann bara trúði því ekki.............. eins og sjá má.
Já skemmtilegt kvöld með góðu fólki getur bara ekki klikkað.
Takk fyrir samveruna þið sem að mættuð.
Nú er bara að bíða eftir næstu hátíð vestlenskra hestamanna.
- 1