Færslur: 2020 Mars
27.03.2020 22:41
Lífið í fjallinu.
Það er gott líf og frekar áhyggjulaust að vera hestur í fjallinu þegar vel viðrar og sólin skín. Þá er biðin eftir kallinum með rúllurnar leikur einn og sjálfsagt að éta í rólegheitunum. En svo getur það verið sannarlega erfitt og leiðinlegt þegar veður eru válind og stormurinn lætur ófriðlega. Þau voru býsna ánægð með góða verðið þessi hross og notuðu daginn til að gera upp sakir og bregða á leik. Þessar skemmtilegu myndir tók hún Natalie Lehmler okkar sem var hjá okkur um tíma. Stelpan er góður ljósmyndari og upprennandi gafískur hönnuður. Takk fyrir myndirnar. Á fyrstu myndinni er tvö í djörfum dansi þau Vandséð og Einstakur. Takið sérstaklega eftir þessu góða afturfótaspori hjá henni Vandséð, þetta kallar maður alvöru sjálfsvörn.
|
Sumir fá sér desert eftir vel heppnaða máltíð en aðrir bara smá slagsmál.
Ég tengi alveg við þessa stellingu eftir matinn...........þessi hefur fengið sér aftur á diskinn.
Þessi mynd táknar svo ekki verður um villst að vorið er handan við hornið.
Fjöllin eru vetrarleg og kuldinn við völd en sjáið þið bara hann Sólstaf minn hann gefur lífinu lit og er sannkallaður vorboði.
Hann kom með vorið þegar hann fæddist og núna sendir hann skilaboð úr grámyglunni um að vorið sér rétt ókomið.
Laufey húsfreyja á Stakkhamri sagði líka frá því á fésbókinni í dag að tjaldurinn væri kominn í lækinn.
Við getum ekki efast lengur vorið er alveg að koma.
23.03.2020 20:12
Dásamlegur gleðigjafi.
Þessi litli kútur klæddi sig upp og var í hlutverki fyrirsætu í dag. Held að hann kunni bara vel við nýja starfið.
Hann var svo heppinn að fá Stellupeysu í jólagjöf og átti alltaf eftir að senda Stellu langömmusystur sinni myndir.
Svo fær hún að sjálfsögðu alvöru hestamynd síðar.
Stellupeysu þurfa allir hestamenn að eiga og um að gera að skapa Stellu næg verkefni á meðan hún situr heima og bíður eftir að herleg heitin ganga yfir.
Auðvita smella menn svo upp viðeigandi höfuðfati sem hæfir bændum, hestamönnum eða heimsborgurum.
Það er upplagt að hafa alvöru vestfirska sauðagæru í bakgrunn þegar vel á til að takast.
Svolítið búralegur á þessari mynd.
,Á ég að vera svona amma myndatakari,, ???? |
Auðvita notar maður armana á svona stól.
Þau reyna á fyrirsætustörfin.
Æi........... ertu ekki að verða búin að taka nóg af myndum ???
20.03.2020 18:28
Bara hasar.............
|
Verð nú að viðurkenna að frúnni brá aðeins þar sem hún sat niðursokkin í bókhaldsvinnu.
Krapaflóð spýttist niður með skruðningi og látum þetta gerðist mjög hratt.
Fyrsta hugsunin var girðingin en hún slapp með skrekkinn.
Það er búið að rigna með látum í dag og þetta er greinilega afraksturinn.
Slatti af grjóti fylgdi með og hefur sennilega búið til þennan mikla skruðning.
|
01.03.2020 19:59
Blússandi færi krakkar...........
Það hefur sennilega ekki farið framhjá ykkur að stundum hefur tíðin verið leiðinleg í vetur.
En svo hafa líka komið afbragðsdagar með blíðu og huggulegheitum.............uuu allavega nokkrir.
Einn svoleiðis dagpart var rykið dustað af myndavélinni og stokkið út og smellt af nokkrum myndum.
Þetta er hún Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Álfarni frá Syðri Gegnishólum og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.
Hjaltalín er skemmtileg hryssa sem er í uppáhaldi bæði hjá eigandanum og öðrum sem kynnast henni.
|
Hér er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Konsert frá Hofi og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð. |
Snekkja móðir hans er systir hennar Hjaltalínar en þær eru báðar undan Skútu Adamsdóttur.
Skemmtilegur karater og hvers manns hugljúfi.
Á þessari mynd er hann að spara skeifurnar með alla fætur á lofti.
|
Já það er upplagt að nota færið. | ||
|
Hann hefur nóg af faxi og sannarlega ljóshærður sjarmur.
Það fer vel á með þessum köppum alla daga bæði úti og inni.
Kátur Auðsson og Karúnar er rétt að komast í trimm, hann ætti að vera eins og 90% þjóðarinnar alltaf í megrun.
Það er samt kraftur í kallinum og ekki langt að bíða að hann verði kominn í enn meira stuð.
Var allavega kátur með sig í blíðunni.
Hann er vel að sér í veðurfræðum og taldi því vænlegast að drífa sig heim.
Það kom líka á daginn að lognið var ekki að stoppa lengur en það þurfti. |
En það þarf nú ekki að vera að myndatöku veður standi lengi yfir þessa dagana.
Þarna byrjaði að skafa enn einu sinni...............framhald síðar.
- 1