Færslur: 2015 Ágúst

30.08.2015 22:39

Rétta nú eða réttar dagsetningar

Góð vinkona í réttunum árið 2013.

Jæja þá er komið að því að setja inn alla góðu dagana sem við eigum framundan í smalamennskum og réttastússi.

Það er afar ánægjulegt hvað vinir og vandamenn hafa verið ákafir í að reka á eftir mér að setja þessa daga inná síðuna. Það boðar vonandi gott.

Fjörðið hér heima í Hlíðinni hefst sem hér segir.

Miðvikudagur 16 september smalað inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagur 17 september smalað á Oddastöðum.

Föstudagur 18 september smalað Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagur 19 september Vörðufellsrétt.

Sunnudagur 20 september réttað hér í Hlíðinni. Kjötsúpa og rollufjör allan daginn.

Mánudagur 21 september sláturlömb rekin inn.

Þriðjudagur 22 september Mýrdalsrétt.

Að auki eru réttir, smalamennskur og fjör í boði flestar helgar fram eftir hausti.

Þið sem eruð áhugasöm um að mæta endilega smellið á mig skilaboðum.

Eins langar mig til að biðja ykkur um að deila þessari færslu á fésinu þið sem þar eruð.

Ég mun þegar nær dregur setja inn nánari upplýsingar og tímasetningar um viðburðina.

Með bestu kveðjum úr Hlíðinni.

28.08.2015 21:22

Fréttaskot

Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð er núverandi uppáhald húsfreyjunnar.

 

Og kellingarnar bara montnar.

Það hefur heilmikið gerst síðan ég síðast skrifaði hér inná síðuna annað en myndablogg.

Alltaf eitthvað um að vera hjá bændum og búaliði. Það skemmtilegasta er að þjálfa hross sem gera dagana góða og fjölbreytta. Margir góðir gripir hafa verið hér í þjálfun og tamningu þetta sumarið. Spennandi hross undan mörgum þekktum stóðhestum nú eða bara óþekktum. Það er sama hvaðan gott kemur og dýrmætt að geta fengið það tækifæri að kynnast góðum hestum úr öllum áttum.

Nokkrir góðir vinir hafa skipt um eigendur og flutt til nýrra heimkynna. Þessi tími og fram á haustið er oft svo góður til að finna draumahestinn og hafa hann tilbúinn fyrir veturinn.

Tryppin sem nú eru í tamningu eru m.a undan Glym frá Skeljabrekku sem á ein fjögur afkvæmi hjá okkur og hann er afi þriggja í viðbót. Sporður frá Bergi, Eldjárn frá Tjaldhólum, Arður frá Brautarholti, Sólon frá Skáney, Rammi frá Búlandi, Stígandi frá Stóra Hofi, og fl. og fl.

Svo þegar mesta smalafjörið er frá koma inn tryppi m.a undan Spuna frá Vesturkoti, Frakk frá Langholti, Alvari, Aldri og Arði frá Brautarholti, Þristi frá Feti og Dyn frá Hvammi.

Hryssurnar eru að týnast heim ein af annari eftir árangursrík stefnumót við stóðhestana.

Eða það ætla ég a.m.k að vona.

Karún mín og Snekkja eru komnar heim sónaðar fengnar við Skýr frá Skálakoti, Létt er enn á suðurlandinu en fengin við Ási frá Hofstöðum. Kolskör og Þríhella eru enn á stefnumóti við Þyt frá Skáney, Rák hjá Aljóni í Nýja-Bæ og Sjaldséð hjá Þristinum á Grímarstöðum. Svo er drottningin hún Skúta hjá Káti hér heima.

Mummi fer reglulega erlendis að kenna og þá er það okkar hér heima að halda öllu í standi.

Eins og áður hefur komið fram höfum við fengið marga góða gesti úr nemendahópnum hans hingað heim í sumar. Það er gaman að fá þessa áhugasömu hestamenn í heimsókn til okkar og vonandi verður framhald á því.

Við höfum fengið marga ferðamenn hingað til okkar í sumar, gönguhópa, hestahópa, veiðimenn og tjaldgesti.

Okkar reynsla af ferðamönnum er bara góð og ánægjuleg. Mig langar sérstaklega að nefna rúmlega 70 manna hóp af ungu fólki sem kom hingað til okkar á tjaldstæðin. Þetta unga fólk var gott ,,sýnishorn,, af því hvernig fyrirmyndar ferðamenn eiga að vera. Umgengni, samskipti, frágangur og viðmót allt til algjörar fyrirmyndar.

Já það eru líka til fyrirmyndar ferðamenn sem eru sér og sínum til mikils sóma.

 

 

25.08.2015 22:07

Gaman saman.

 

Félagar og velunnarar Ungmennafélagsins Eldborgar í Kolbeinsstaðahreppi gerðu sér glaðan dag í tilefni af 100 ár afmæli félagsins.

Boðað var til kaffisamsætis í Lindartungu þann 22 ágúst s.l og að sjálfsögðu var brugðið á leik í tilefni dagsins. Farið var yfir sögu félagsins í stuttu máli og gafst gestum kostur á að skoða fundagerðabækur félagsins. Bækurnar eru mikill fjársjóður sem geyma upplýsingar um tíðaranda liðins tíma.

Ljóst er að þó svo að félagið hafi verið mjög virkt á tímabili þá hefur sú virkni ekki verið eins og fyrstu árin.

Í máli Kristjáns Magnússonar á Snorrastöðum sem fór yfir sögu félagsins kom m.a fram að fjöldi funda var með ólíkindum.

Um árabil var t.d siður að funda á gamlársdag en þess ber að geta að samgöngur og ferðamáti var verulega frábrugðinn því sem nú er. Já það hefur sennilega ekki verði skroppið sveitina á enda í einum grænum árið 1915.

 

 

Smá sýnishorn af bókunum góðu.

 

 

Þessar dömur muna nú tímana tvenna og mættu hressar og kátar í afmælið.

Lóa frænka mín í Hallkelsstaðahlíð, Inga frá Snorrastöðum og Inga á Kaldárbakka.

 

 

Þessir strákar voru að sjálfsögðu mættir, Sveinbjörn frændi minn og Lárus í Haukatungu.

 

 

Keppt var í ,,margþraut,, sem er flókin og erfið keppnisgein................

Á meðfylgjandi mynd eru Albert á Heggsstöðum og Ásbjörn í Haukatungu að reyna með sér í súludansi.

Formaður Ungmennafélagsins Þráinn í Haukatungu dæmir af mikilli innlifun.

 

Kolhreppingar gera sér gjarnan glaðan dag þegar þeir hittast. Þá er nokkuð sama hvort um þorrablót, jólaball nú eða smalamennsku er að ræða.

Þjóðhátíðardagurinn er dagurinn sem allir leika sér og þar hefur Ungmennafélagið Eldborg alltaf spilað stórt hlutverk. Ekki er hægt að nefna þessar uppákomur án þess að nefna hitt félagið okkar Kvenfélagið Björk.

Þar starfar hópur kvenna sem sér til þess að allir fari saddir heim. Þessi félög eru samfélaginu afar dýrmæt. Kynslóðabilið.............ja það er frá vöggu til grafar og því eru allir með.

 

 

Það voru góð tilþrif í boltareiðinni og má vart á milli sjá hjá hverjum fer betur.

Mummi og Steinar Haukur Traðarbóndi ryðjast fram völlinni.

 

 

Magnús á Snorrastöðum og Tumi í Mýrdal eru fótfráir.

 

 

Ljóst má vera eftir þennan góða dag í Lindartungu að einhverjir hreppsbúar geta valið úr atvinnutækifærum. Hvaða kvennalið þarf ekki á henni Áslaugu okkar í Mýrdal að halda ?

 

 

Nú eða landsliðsmarkvörðurinn hann getur bara pakkað saman..............

Kristján Snorrastaðabóndi sér bara um þetta, þvílík tilþrif.

 

 

Já þetta var skemmtilegur dagur og alveg ljóst að Kolhreppingar kunna svo sannarlega að hafa gaman saman.

Fleiri myndir eru væntanlegar í albúmið.

06.08.2015 09:13

Hryssudagar.

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

Þar er alltof sjaldan sem við smellum myndum af því sem hér er í gangi.

Tókum smá syrpu um daginn en betur má ef duga skal.

Hér koma nokkrar myndir af hryssum sem eru í þjálfun núna.

 

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð í kvöldsólinni.

 

 

Lyfing á brokki.

 

 

Trilla frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gaumur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

 

Trilla Gaums.

 

 

Trilla......

 

 

Trilla sólarmegin.

 

 

 

Framtíðarsýn frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Sunna frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Framtíðarsýn.

 

 

Framtíðarsýn upp og niður brekkur.

 

 

Ósk frá Miðhrauni.

Faðir Eldjárn frá Tjaldhólum og móðir Von frá Miðhrauni 2.

 

 

Ósk í stuði.

 

 

 

Bára frá Lambastöðum.

Faðir Arður frá Brautarholti og móðir Tinna frá Lambastöðum.

 

 

Bára.

 

 

Bára.

 

 

Bára.

 

 

Bára

 

Og enn af Bárunni.

 
  • 1