Færslur: 2016 Janúar

25.01.2016 20:58

Skjónufélagsfjör

 

Biðin eftir því að funda í Skjónufélaginum var algjörlega þess virði, þvílík skemmtun.

 

 

Aðalfundurinn gekk að mestu vel fyrir sig svona að okkar allra mati.

Þessi mynd lýsir vel stemmingunni vel u.þ.b hálftíma verk að ná að hlátursstilla mannskapinn.

Hlátursköstin í fullum gangi.

 

 

Þó var ljóst eftir langar umræður, myndaskoðanir og vídeó gláp að boða þyrfti til framhalds aðalfundar.

Dómsstörf og kynbótamat eru ekki á hvers manns færi fyrir meðlimi Skjónufélagsins og margar sérreglur í gangi.

 

 

Fundarmönnum var boðið uppá að mæla fyrir sínum gripum og um tíma undir þeim dagskrárlið lá við að aðalfundarsamkvæmið leystis upp.

 

 

 

Allir áttu bestu skjónurnar, nokkrar voru best ættaðar, aðrar best skjóttar, sumar borðleggjandi kynbótasprengur og nokkuð margar landsmótssigurvegarar framtíðarinnar. Spurning um að landsmót verði a.m.k einu sinni á ári jafnvel mánaðarlega.

Það er að verða lúxus vandamál að skjónunum fer ört fjölgandi hjá félagsmönnum.

 

 

Besta niðurstaða fundarins var án efa framhaldsaðalfundurinn sem mun fara fram á Löngufjörum þann 17 júní n.k

Þar verða kynntar niðurstöður úr skjónukeppninni nú eða boðað til auka auka aðalfundar ef að ekki fæst niðurstaða í málið.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist varðandi það hvort Skjónufélagið sé ekki örugglega konuklúbbur. Eins og þið sjáið á myndunum þá hafð aðeins slæðst með nokkrir kallar.

En.........þeir eru bara þarna til að sinna sínum hlutverkum sem eru þó afar mikilvæg.

Einn ber verðlaunin, annar skakkar leikinn ef að uppúr sýður meðal félagsmanna og sá þriðji bjargar málunum ef að brennir við í eldhúsinu.

 

 

Á þessari mynd er sjóaðasta fjölmiðlamanneskjan í félaginu að leiða okkur í allan sannleikann um það hvernig við getum litið betur út.

Þessar aðgerðir dugðu þó skammt þar sem að allur farði flaut í burtu eftir næsta hláturskast.

 

Takk fyrir komuna þetta var rosalega gaman.

23.01.2016 13:17

Skjónufélagsdagurinn.

 

Það eru góðar horfur á að það verði glatt á hjalla hjá Skjónufélagsliðinu í kvöld.

Undirbúningur fyrir aðalfund (i) er í fullum gangi og eins og í öðrum virðulegum félögum hefur verið birt dagskrá aðalfundarins.

 

Dagskrá:

Venjuleg og óvenjuleg aðalfundastörf.

Ekki inntaka nýrra félaga.

Önnur mikilvæg mál og önnur ónauðsynleg mál.

Fundi slitið þegar allir verða búnir að fá nóg.

Þungar veitingar.......

 

Að sjálfsögðu verður barist um verðlaunagrip félagsins en hann er veittur þegar þurfa þykir.

Á meðfylgjandi mynd má sjá gripinn sem að sjálfsögðu er þetta dýrindis málverk sem er fyrir miðju á myndinni.

Svona ykkur að segja á ég von á meistarakokki af bestu gerð svo nú stendur húsfreyjan í ströngu.

Ja svona til að verða sér ekki til ævarandi skammar.

Matseðillinn fyrir kvöldið er klár en tilþrif í eldamennsku verða sýnd að afloknum nokkrum reiðtúrum.

 

Fram verður borið:

Syndandi vestfirðingur með hollustu hræru.

Hamingjusamt heiðarlamb með grænmetispartýi.

Viðförult túnlamb með heimsborgar yfirbragði.

Heilsusamlegur rjómaís með Svissneskum gullmolum og gamansömum berjum.

Dalalífskaffi með Konna frænda og nokkrum sérvöldum Sigfríðum.

Þessu verður svo skolað niður með veigum í öllum regnbogans litum.

 

Nánar um það síðar.

21.01.2016 22:56

Í dagsins önn.............

 

 

Geiri kallinn skartar hvítu eins og fallegur fermingadrengur. Ekki slæm byrjun á deginum að kíkja á hann.

Þegar það er blíða er rétt að nota tækifærið og gera ,,allt,, svoleiðis dagur var í dag.

Smella ormalyfi í allan hópinn, skoða og yfirfara.

 
 

Svo voru teknir nokkrir góðri reiðtúrar á með beðið var eftir dýralæknirnum. 

Við vorum lengi búin að bíða eftir degi sem hentaði okkur, dýra og veðurguðunum. 

Dagurinn var svo í dag.

 

 

Stóðið rekið heim en því er gefið í tveimur hópum, hér á myndinni er annar hópurinn rekinn heim.

 

 

Fyrir þá sem hafa fylgt mér hér á blogginu lengi kemur þessi mynd.

Þarna er Hjalti dýralæknirinn okkar með nöfnu sína hana Hjaltalín.

Þegar Skúta móðir hennar veiktist veturinn 2012 - 2013 var hún fylfull eftir Álfarinn frá Syðri- Gegnishólum.

Margra mánaða meðferð og lyfjagjafir höfðu engin áhrif á Hjaltalín sem þá var í móðurkviði.

Í dag hittust þau einu sinni enn Hjaltalín og nafni hennar Hjalti og það fór bara vel á með þeim.

 

 

Það var þröngt á þingi í gerðinu en allt fór vel fram.

 

 

Karún mín lítur úr eins og unghryssa, glittir meira að segja enn í hvítuna í auganu.

Alltaf svo gaman að hitta hana algjör sjarma persóna.

 

 

Þessi er nú svolítið sæt líka með svona villta og flotta hárgreiðslu.

Létt er með þetta...........

 

Síðdegis listaverkin í Hlíðinni voru ekki af verri endanum.

 

 

Og svona var þetta í þessa áttina.

 

 

Svo töff.........

 

 

Hross, fjöll og fallegt útsýni.....................

Hver þarf sálfræðing, gluggatjöld og málverk þegar þetta allt er í boði ?????

 

 

20.01.2016 22:05

Góðir dagar.

 

 

Iðunn Svansdóttir sendi mér nokkrar myndir frá folaldasýningunni, hér koma myndir af honum Dúr (rauður) og henni Léttlind (skjótt).

Takk fyrir sendinguna Iðunn.

Dúr er undan Snekkju sem er undan Skútu og Glotta frá Sveinatungu og Konsert frá Hofi.

Léttlind er undan Létt sem er undan Randver frá Nýja-Bæ og Sunnu, faðirinn er Spunasonurinn Glaumur frá Geirmundarstöðum.

 

 

Léttlind frá Hallkelsstaðahlíð, hér æfir hún grimmt fyrir töltkeppni framtíðarinnar.

 

 

 

Létt frá Hallkelsstaðahlíð móðir Léttlindar í sýningu á Hellu.

Létt fór í 1 verðlaun árið 2007.

Létt er nú fylfull eftir Ás frá Hofsstöðum í Garðabæ.

 

 

Dúr frá Hallkelsstaðahlíð er ansi hreint ,,mömmulegur,, og sýnir svipaða takta og mamma hans gerði.

 

 

Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð er fædd árið 2008 og sigraði folaldasýningu í Söðulsholti sama ár.

 

 

Þarna er Snekkja í stuði en hún hefu nú fengið annað hlutverk og er fylfull eftir Skýr frá Skálakoti.

Snekkja fór í 1 verðlaun árið 2014.

 

Síðustu dagar hafa verið frábærir mikið riðið út og veðrið notað í botn enda ekki sjálfgefið að fá svona daga í janúar.

Mummi smellti sér út til Danmerkur að kenna í síðustu viku og fór þar með í fyrstu ferð ársins. Hann var að telja saman ferðir síðasta árs og komst að því að ferðirnar hefðu verið vel á annan tug. Líf reiðkennarans er líflegt og alveg ljóst að ferðataskan er meira notuð en fataskápurinn.

Hér í Hlíðinni eru hátt í 40 hross á járnum og við 4-5 að ríða út og þjálfa auk hirðinga og sauðfjársstúss.

Góðar stundir.

 

 

17.01.2016 22:30

Folaldasýning 2016

 

Árleg folaldasýning Söðulsholts og Hestamannafélagsins Snæfellings var haldin í Söðulsholti laugardaginn 16 janúar.

Veðurblíðan var næstum eins og á sumardegi í það minnsta m.v árstíma.

Við hér í Hlíðinni brunuðum með nokkur folöld til að sýna okkur og sjá aðra. Rúmlega 40 folöld vor skráð til leiks viðsvegar af vesturlandi.

Það er alltaf gaman að sjá folöld undan mörgum og mismunandi stóðhestum, bera saman afkvæmi undan sama hestinum spá og spekulegra.

Margir spennandi gripir mættu á sýninguna, sumir eftirtektarverðir fyrir hreyfingar og gangrými aðrir fyrir útlit nú eða bara ætterni.

 

 

Ég og Burtséð mín vorum voða kátar.

 

Úrslit í folaldasýningu 2016

Úrslit hryssur

1. sæti Burtséð frá Hallkelsstaðarhlíð brúnskjótt f; Loki frá Selfossi m; Sjaldséð frá Magnússkógum eig/ræk Sigrún Ólafsdóttir

2.sæti NN frá Grundarfirði Jörp f; Aðall frá Nýjabæ m; Mátthildur frá Grundarfirði eig/rækt Bárður og Dóra Aðalsteinsdóttir

3.sæti Skógardís frá Söðulsholti Jörp f; Skýr frá Skálakoti m; Donna frá Króki eig /rækt Söðulsholt

Úrslit Hestar

1 sæti, Blær frá Leirulæk brúnn f; Arion frá Eystra-Fróðholti m; Þórdís frá Leirulæk eig/rækt Sigurbjörn Garðarson

2. sæti Sjóður frá Söðulsholti brúnn f; Auður frá Lundum M; Pyngja frá Syðra-Skörðugili eig/rækt Iðunn og Dóri

3 sæti Garri frá Ólafsvík bleikur f; Ómur frá Kvistum m; Perla frá Einifelli eig/rækt Sölvi Konráðsson

Garri frá Ólafsvík vann einnig áhorfendaverðlaunin

 

 

Á þessari mynd erum við að skipuleggja framtíðina í það minnsta tímasetja næsta Skjónufélagsfund.

Eins og þið sjáið var ráðgjafi með brúnt nef sem hvíslaði notalega í eyrað á mér.

 

 

Þessi voru kát með hryssurnar sýnar 1-3 sæti.

 

 

Og þessir kappar áttu efstu 3 gripina í hestaflokknum.

 

 

Þarna er Halldór í Söðulsholti að ræða við dómarana, Svandís sér um að allt fari vel fram.

 

 

Okkar aðstoðarfólk var að sjálfsögðu mætt á staðinn.

 

 

Hjarðafellsbóndinn og frúarefnið.

Þessi mættu galvösk og sýndu nokkra góða gripi, sérstaklega fannst mér moldóttur hestur spennandi.

 

 

Auðunn Rauðkollsstaðabóndi og Friðbjörn Örn ræða málin.

 

 

Það er alltaf gaman að koma í Söðulsholt og þennan daginn var sérlega létt yfir mannskapnum.

 

 

Hjónin á Leirulæk höfðu ástæðu til að brosa breytt enda sigraði gullfallegur Arionssonum hestaflokkinn.

 

 

Hún Ásta í Borgarlandi á alltaf falleg folöld og árið í ár var engin undantekning.

 

 

Á þessari mynd er duglega aðstoðarfólkið okkar sem stendur sig með mikilli prýði.

 

 

Þessar brosmildu dömur eru báðar úr Hnappadalnum, báðar alveg eðal eins og við er að búast.

Þóra og Ásdís Ólöf voru kátar.

 

 

Þessi var einbeittur þegar hann naut veitinganna en samt grunar mig að hann hafi verið að hugsa um áburðartilboðið mitt.

Svipurinn lofar góðu og sennilega sé ég tölur sem ekki verður möguleiki að hafna.

Sjáum til en ekki kæmi mér á óvart að hann birtist einn daginn Bjarnarhafnarbóndinn.

 

 

Á þessari mynd má sjá að ég held fulltrúa Ho Ho Holding sem voru með nokkur umsvif á sýningunni.

Allavega mættu þau með nokkra kosta gripi úr Hólminum.

 

 

Þessir tveir báru ábyrgð á dómstörfum dagsins og væri ég sennilega dóni ef að ég teldi þá ekki hafa staðið sig vel.

Eysteinn Leifsson og Lárust Ástmar eðaldrengir úr Hólminum.

Já það er alltaf gaman á folaldasýningu í Söðulsholti hvort sem maður vinnur eða ekki.

Félagsskapurinn, gripirnir og andrúmsloftið gera alla daga miklu betri.

Takk fyrir góðan dag húsbændur og gestir.

 

  • 1