Færslur: 2021 September

27.09.2021 21:35

Réttarfjörið krakkar !

 

 Skemmtilegir dagar að baki með góðu fólki og skemmtilegum verkefnum.

Leitir, réttir og mikið fjör hefur einkennt síðustu vikurnar með smá dass af kosningafjöri.

Já takk fyrir kæru vinir og ættingjar, þetta hefur verið dásamlegur tími.

Á fyrstu myndinni má sjá Skúla og Ísólf taka ,,lögboðinn,, kaffi/bjórtíma í einni leitinni.

Það var daginn sem appelsínugullt var þemað í klæðaburði.

 

Þessi vaski hópur rauk til fjalla frá Hafurstöðum.

Hvaða her sem er hefði rifnað úr stollti af þessum fersku landgönguliðum.

Og sjáið hvað þau fengu gott veður í byrjun leitar enda eins gott þar sem að hún varð löng.

 

 

Það er ekkert að því að fá svona veður þegar litið er til kinda.

 

 

Hér er hluti þeirra sem riðu til fjalla einn daginn.

Gekk ekki vel að ná þeim saman, samt var samkomulagið bara gott.

Hlynur, Ísólfur, Skúli, Brá og Thelma.

 

 

Þessir kappar hér voru ferskir að vanda enda harðsvírað fjórhjólagengi.

Jón, Steini og Stefán.

 

 

Þessi maður hér ,,tapaði,, af fjórhjólinu en þá var bara að virkja mömmu og gefa í.

Isss hún var líka þetta fína fjórhjóladrif þegar rekið var inn af túninu.

 

 

Það var ekki bara litli sjarmurinn sem fékk sér far með einhverjum hjólfáki. Ó nei.

Ein kindin gáði ekki að sér át bara og tjillaði allt sumarið, gafst svo upp og þurfti far.

Kolli gerðist bílfreyja og hélt henni félagsskap á leiðinni heim afleggjarnn.

 

 

Og fleiri kindur fréttu af þessum lúxus eins og þið sjáið í speglinum.

Brá brá sér í bílfreyjuhlutverkið með Kolla og allir komust hressir heim.

 

 

Harðsvírað lið tilbúið í fjörið.................sundurdráttur og ýmislegt í boði.

 

 

Það var bara gaman hjá þessum köppum.

 

 

Spekingar spjalla....................auðvitað eitthvað mjög gáfulegt.

 

 

Ég nennti ekki að taka myndir af blautu fé en hér kemur samt ein svona uppá grín.

 

 

Fyrst var dregið í Vörðufellsrétt síðan var myndavélin sótt.

Vaskur hópur að loknum sundurdrætti.

Já, já það var fullt af kindum.

 

 

Jóel réttarstjóri og Herdís systir hans voru að sjálfsögðu mynduð.

 

 

Vaskir réttarmenn frá Emmubergi að loknu dagsverki.

 

 

Kátir voru karlar....................

Allt undir kontról hjá þessum Andrés, Jóel og Ólafur taka stöðuna.

 

 

Þessi voru bara mjög hress í Vörðufellsréttinni.

 

 

Allt búið hvar eru kindurnar ???

 

 

Flestir brosa aðrir ekki, enda þarf nú ekki alltaf að vera bros.

 

 

Áhugi sumra á stórum traktorum og fjárvögnum er mjög mikill.

Hér er Atli afi að taka út gripina með nafna sínum.

 

 

Auðvita fengum við flottar skvísur í réttirnar til okkar, hér er hluti af þeim.

 

 

Það þarf nú að jafna sig eftir kjötsúpuna og taka stöðuna í símanum.

 

 

Þessi hér voru kát og alveg til í að pósa fyrir myndavélina já og mig.

 

 

Þessar eru kátar að vanda.

 

 

Hluti af ,,norðan,, smölunum okkar, þeir stóðu sig vel að vanda.

 

 

Stella var að sjálfsögðu mætt og hjálpaði okkur ómetanlega við eldamennskuna.

Hún var nú með hugmynd um að hafa þetta í síðasta skiptið sem að hún eldaði kjötsúpuna.

Þá var hún að miða við að hún verður 80 ára í næsta mánuði og komin tími til að slaka á.

En sem betur fer kvaddi hún okkur með þeim orðum að það gæti nú alveg breyst.

Kannski verður það skvísa á níræðisaldri sem eldar fyrir okkur á næsta ári.

Ræðum það betur í afmælisveislunni .

Takk alveg sérstaklega Stella fyrir alla hjálpina hún er ómetanleg.

 

 

Tja veðrið um réttirnar...................

Það hefur verið fjölbreytt allavega koma fyrsti snjórinn en við fengum líka dásamlega blíðu daga.

 

 

Svona kvöld er t.d alveg að mínu skapi. Bara dásamleg.

 

Enn og aftur kæru vinir takk fyrir alla hjálpina hún er okkur ómetanleg.

Og þið sem að hafið ekki náðst á mynd bíðið bara það kemur að ykkur.

Þetta var bara gaman eins og venjulega hjá okkur hér í Hlíðinni.

 

  • 1