25.05.2017 14:53
|

,,Komið þið sæl ég er mætt í heiminn,,
Fyrsta folald ársins hér í Hlíðinni fæddist um hádegið í dag.
Jörp hryssa með vagl í auga og hvítan leist á afturfæti.
Faðir er Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð sonur Ölnirs frá Akranesi og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.
Móðir er Karún frá Hallkelsstaðahlíð.
|

Smá hvítur blettur er á nefinu sem puntar uppá gripinn.
|

Karún gamla ánægð með hryssuna eins og eigandinn.
|

Flott auga.............
|

Og nú hefst höfuðverkurinn að finna gott nafn.................
|

Það voru spekingar á hliðarlínunni, Emilía Matthildur og Mummi spá í málin.
|

Emilía tók nú bara tvo fyrir einn og smellti sér á bak Snekkju sem bíður þess að eignast afkvæmi Káts frá Hallkelsstaðahlíð.
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir