02.08.2017 22:37
|

Við erum svo heppin að fá til okkar frábær ungmenni sem gjarnan koma í verknám nú eða bara eyða sumarfríinu sínu hjá okkur.
Eins og sjá má þá er oft glatt á hjalla hér í Hlíðinni og afar alþjóðlegt við matarborðið.
Á þessari mynd sjáið þið dásamlegar dömur klárar í að borða saltað hrosskjöt með uppstúfi.
Ramm íslenskt nema hvað.
|

Þarna eru þessar skemmtilegu steplur kampakátar enda nýbúnar að prófa Sparibrúnku mín.
Já maður kveður með virtum þá sem standa sig óðafinnanlega.
|
| |
|

Þessar eru afar fallegar saman eins og þið sjáið.
|
| |
|
| |
|
| |
|

Alltaf kátar og hressar, það er svo gaman að vinna með svoleiðis fólki.
|
| |

Það var nú aldeilis gleði hjá þeim systkynum í gamla bænum þegar hún Majbrit kom í heimsókn.
Dregin fram myndaalbúm, hlegið, spjallað og spilað.
|
| |
|

Sveinbjörn frændi minn er nú ekki mikið fyrir myndatökur en á svona degi var það allt í fína lagi.
Lóa, Majbrit og Sveinbjörn.
|
| |

Þarna er stund milli stríða hjá dömunum en þær voru ansi liðtækar við steypu stuðið sem var á mánudaginn.
Og brosa..............
Myndir af strákunum verða bara að koma seinna...................
|

Já hún Alva er ekki bara dugleg hún er líka rosalega sterk.
Takk fyrir samveruna flottu dömur þið eruð frábærar.
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir