09.08.2017 11:09
|

Þessi flotti hópur kom ríðandi í heimsókn til okkar um helgina sem leið.
Alltaf svo gaman að fá hestahópa í heimsókn og í tilefni af því var smellt í mynd.
Takk fyrir komuna, þetta verður að endurtaka.
Eftir leikaraskap helgarinnar með skemmtilegu fólki já og hestum er lífið komið í skipulag.
Tamningar, rúllusmölun og byggingarvinna það er málið þessa dagana.
|

Hrannar mættur í grunninn og tekur á því við járnabindingar og uppslátt.
|

Aðdáendur hans bíða spenntir við timburstaflann og verða jafnvel að taka slökun með tilheyrandi jórtri.
Já Garðabæjar Golsa er eftirlitskind og það er sennilega þess vegna sem hún er mætt í túnið.............eða ekki.
|

Þessi hér stendur vaktina við grunninn og jórtrar af innlifun.
|

Reyndar þessi líka en hún fann fínan blett til að leggja sig líka.
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir