20.04.2009 23:34

Það var og með hunangsflugu í smjöri.





Mummi og Dregill vanda sig af lífi og sál.

Ennþá vor í Hlíðinni en lognið fór svolítið hratt seinnipartinn, bara hreinna loftið á eftir.

Dagurinn fór að stórum hluta í bókhald og pappíra hjá mér þó með léttu búskapsívafi og tamningum. Nokkrir góðir gestir voru á ferðinni sumir að skoða gripina sína aðrir að bæta gripum við. Hér kom t.d bráðsnotur hryssa í dag sem spennandi verður að skoða. Við vorum með alsystir hennar fyrir nokkru síðan og var hún mjög flott og skemmtileg. Þær systur eru undan honum Ófeigi frá Þorláksstöðum. Fyrirmyndarhestur dagsins var ungur og efnilegur Hrymssonur sem tekur nám sitt mjög hátíðlega.

Þessa dagana er ég mikið að spá í hvaða stóðhesta ég eigi að nota í sumar en gengur illa að komast að niðurstöðu. Er þó ákveðin í að halda undir höfðingjann Þrist frá Feti.
Held áfram að hugsa og deili því með ykkur við fyrsta tækifæri.