28.07.2009 22:53

Verður Adam lengi í paradís?????



Mummi er alltaf jafn veikur fyrir afkvæmum Adams frá Ásmundarstöðum á myndinni lætur hann sig dreyma um að fá afnot af þessari þegar hún hefur stækkað aðeins meira.
Þetta er hún Gangskör mín undan Kolskör og Adam frá Ásmundarstöðum.
Myndin er tekin þegar þær mæðgur voru á leiðinni til hans Aldurs frá Brautarholti sem er í Fellsöxl. Ég bíð spennt eftir því að það verði sónarskoðað hjá honum og ég fái þær mæðgur heim.

Það hefur verið leiðinda rok hér í Hlíðinni í dag og ekki skemmtilegt útivistar veður.
Hér kom í dag heljar stór ferðahópur sem taldi rúmlega 20 manns og 100 hross þau hefðu þurft að fá betra veður í ferðalagið.

Vaskir sveinar keyra heim rúllur af miklu kappi og miðar vel áfram við það.

Góða gesti bara hér að garði í dag sem áttu hin ýmsustu erindi t.d reyna að slá metið í spretthlaupi uppá Hlíðarmúla en metið stendur samt óhreyft eftir daginn.
Aðrir voru að sækja tamningahross og sumir að líta að ættingjana.
Bara góður dagur þrátt fyrir rokið og lækkandi hitastig.