21.09.2009 23:19

Afsakið hlé.................


Ég er komin til byggða þó svo að lítið sem ekkert hafi heyrst eða sést frá mér að undanförnu.
Það er nú bara þannig að ég hef ekki haft neinn tíma til að setjast niður við tölvuna og segja ykkur fréttir. Ég tók fullt af myndum af mönnum og málleysingjum sem að koma inn um leið og ég hef tíma.

Hér kemur smá yfirlit yfir síðustu daga en allt kemur nánar við fyrsta tækifæri.

Miðvikudagurinn 16 sept sjá fyrra blogg.
Fimmtudagurinn 17 sept vel heppnuð smalamennska á Oddastöðum.
Föstudagurinn 18 sept smöluðum Hlíðar og Hafurstaðalönd (kannske pínu meira)
Laugardagurinn 19 sept farið í Vörðufellsrétt og einnig sótt fé í Hraunholt.
Sunnudagurinn 2o sept rekið inn hér heima dregið í sundur, lömb tekin frá í slátur og ókunnuga féð keyrt í Mýrdalsrétt.
Mánudagurinn 21 sept rákum inn 500 sláturlömb og smöluðum smá meira.
Þriðjudagurinn 22 sept 500 lömb fara norður á Sauðárkrók í slátur, Mýrdalsrétt og frúin bloggar örugglega...........................