24.02.2010 22:33

Í þá gömlu góðu daga.



Rollukellingin Sigrún að gefa Golsu sinni að drekka, takið eftir fína stígvélinu sem var ,,krummafótur,, af stæðstu gerð svona fimm númerum of stórt.
Myndin er tekin fyrir örfáum árum.......... en þó á seinni hluta síðustu aldar.

Þrátt fyrir þó nokkur afrek í hesthúsinu í dag var ég rollubóndi í huganum stóran hluta dagsins. Það kom fyrst og fremst til af því að ég fékk lambanúmerin í pósti frá henni Ástu í dag og er þar með létt af mér eins og einu stresskasti fyrir sauðburðinn. Alltaf gott að hafa hlutina klára svona fyrir alvöru stríð. Eins hef ég verið að fara yfir niðurstöður úr sauðfjárbókum og eins og í öðru ræktunarstarfi verður að huga að grisjun. Helst er ég að horfa í hrútahópinn með stóru gleraugunum en hef ekki komist að ásættanlegri niðurstöðu ennþá.



Já rollubækurnar voru snemma spennandi fræði ekki síður en hrossafræðin. Ég er samt ekki viss um að hafa verið til mikils gagns við rollufræðin á þessum árum.
Ragnar frændi minn sýndi samt ótrúlega þolinmæði eins og honum einum er lagið.



Kattatamningar...... já þær eru sko ekkert grín hvort heldur maður er fimm ára eða eitthvað svolítið meira. Mímí nokkuð sátt þó svo að temjarinn hafi fengi sér blund.

Alltaf svo gaman að rifja upp gamla og góða daga þegar ekkert óyfirstíganlegt angraði mann.