26.03.2010 22:42

Vonin hún Von.



Þetta er hún Von frá Reykjavík, sóma hryssa sem hér var í tamningu fyrr í vetur.

Já það eru mörg skemmtileg hross í hesthúsinu núna, mörg af þeim eru mjög ung og á mismunandi stigum. Von og systir hennar Nótt voru hér fyrr í vetur mjög skemmtilegar hryssur og lofa eigendum sínum góðu. Það er líka gaman að fá hross undan hestum sem við höfum ekki tamið undan áður. Annars gengur allt sinn vana gang mikið að gera í hesthúsinu og bara gaman. Mummi kemur öðru hvoru heim úr Steinsholti svona til að herða uppá ,,gömlu,, en er svo sæll og glaður með dvölina þar að við sjáum hann nú ekki mikið.
Bara gaman fyrir hann að fá góða kennslu og fullt af mjög góðum hestum hjá þeim Jakobi og Torunni.
Á morgun er svo gæðingakeppni í Borgarnesi sem gaman er að kíkja á og skoða hvað er spennandi að gerast í hestamennskunni á Vesturlandi.
Svo er bara að krossa putta og vona að ekki verði svona hvasst næstu daga eins og undanfarið.