16.06.2010 22:39

Í fréttum er þetta helst..........



Gosi vill hafa stjórn á sínum dömum...........ekkert ,,rauðsokkukjaftæði,, hér góða.



..................og stoppa svo..................... þegar ég vil..................góða.

Já Gosi er kátur þessa dagana enda alltaf að bætast við í hryssuhópinn hjá honum.

Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu þá týndist hún Viðja í fyrra og var að ,,heiman,, frá október 2008 þangað til haustið 2009. Byrjað var að temja Viðju í vetur og gekk bara ljómandi vel þangað til það kom í ljós að hún var ekki ,,hryssa einsömul,,
Þann 13 júní kastaði hún svo fallegum mósóttum hesti sem er með einn hvítan leist á aftur fæti. Eins og staðan er í dag þá er þessi flotti hestur föðurlaust einbirni, rannsókn er hafinn og verður sennilega nokkuð umfangsmikil. Líklega mun ég þó frekar leita til þeirra heiðursbænda Gests á Kaldárbakka og Halldórs í Syðstu Görðum frekar en sérstaks saksóknara við rannsókn málsins.



Hún Tryggð kastaði bleikblesóttu hestfolaldi undan Hlyn frá Lambastöðum þann 14 júní.
Sá blesótti á albróðir sem reyndar er brúnblesóttur svo að þetta er bara kærkominn litur í safnið.



Hann var svolítið feiminn að sýna ykkur blesuna sína en gerir það örugglega þegar hann hefur fengið nafn.

Sunna kastaði svo í morgun og átti rauðskjóttan hest undan Sporði frá Bergi, myndir af honum koma við fyrsta tækifæri.

Þann 14 júní fórum við með Snör að Skáney þar fór hún undir stóðhestinn Soldán frá Skáney sem er sonur Aðals frá Nýja-Bæ og Nútíðar frá Skáney.
Folinn er stórmyndarlegur og algjör höfðingi í lund ekki skemmir svo Skáneyjarprúðleikinn útlitið.
Randi og Haukur færðu Sveinbirni frænda mínum þennan folatoll í afmælisgjöf í vor.

Í sömu ferð fórum við með þrjá ungfola í girðingu uppað Kistufelli í Lundareykjadal.
Þetta voru þeir Léttlindur Hróðsson, Blástur Gustsson og Kátur litli Auðsson.
Smelli inn myndum af þeim síðar.