25.07.2010 21:24

25 júlí er í dag.....



Þarna er hún Fáséð frá Hallkelsstaðahlíð að klóra ónefndum bossa.

Þá er enn ein helgi sumarsins liðin og var hreint ljómandi góð, frábært veður logn og yfir 20° hiti. Ég játa góðfúslega að ég var hundfúl útí veðurfræðingana sem spáðu roki og rigningu hér á vesturlandi sem gerði það að verkum að lítið var um tjaldbúa. Ég hefði gjarnan viljað bjóða tjaldgestum uppá svona blíðu til gistingar hér í Hlíðinni.
En við fengum góða gesti og áttum skemmtilegar stundir hér í blíðunni. Grillað, spjallað og að sjálfsögðu aðeins litið á hrossin.

Stanslaus straumur gönguhópa er hér í geg og eru flestir á leið svokallaða Þriggjavatnaleið.
Greinilega mjög vinsælt að ganga á fjöll þessa dagana.

Við fengum til okkar góðan hóp af veiðimönnum á laugardaginn en þar voru á ferðinni félagar frá Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna SKB.
Félagið hélt sumarhátíð sína á Hótel Eldborg í Laugargerðisskóla.
Takk fyrir komuna flottu krakkar og aðstandendur.

Ungdómurinn fór á djammið inní Grundarfjörð og að sögn skemmti sér bara bærilega.
Okkur bættis liðstyrkur í dag þegar hún Anne mætti til okkar, velkomin í Hlíðina Anne:)

Nú hefur eftirlitið á henni Skútu sem að ein er eftir að kasta verið aukið verulega, eins gott að ekkert fari úrskeiðis þegar dregur til tíðinda í fjölgunarmálum hjá henni.

Frá Skáney bárust þau tíðindi að Snör hefði verið sónuð fylfull svo að nú þarf að nálgast gripinn fljóttlega. Spennandi að sjá hvað kemur hjá henni næsta vor.