26.07.2010 23:57

Hlíðarvatn að hverfa ???? Nei.......



Þetta er Hniðja frá Hallkelsstaðahlíð.
Faðir er Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Tign frá Meðalfelli.
Hniðja er alsystir hans Kosts sem ég myndaði í miklum stóðhestastellingum í fyrra og smelli hér inná bloggið.

Blíðan var engu lík í dag 18° hiti og samt skein sólin ekkert á okkur hér í Hlíðinni.
Dagurinn einkenndist af hestastússi og rúllufluttningum enda næg verkefni á báðum vígstöðum.

Á næstunni verð ég að fara og ná myndum af Hlíðarvatni, já ég sagði Hlíðarvatni það er sko að hverfa með þessu áframhaldi. Landslagið breytist ótrúlega þegar svona lítið er í vatninu og engu líkara en við búum við flóð og fjöru nema það er alltaf fjara.
Vinur minn fann það út um daginn að vatnsmagnið í Hlíðarvatni héldist í hendur við fylgji ríkisstjónarinnar. Mig grunar nú að það þurfi meira en haustrigningu til að ná því upp........en hver veit.
Kannske birtist marg umrætt skrímslið upp úr vatninu einn daginn og þá í líki Jóns Gnarr?

Móðursystkyni mín sem fædd eru fyrrihluta síðustu aldar (hljómaði þetta ekki gáfulega) ???  og alið manninn hér eða verið hér mikið telja að vatnið hafi aldrei orðið svona vatnslítið.
Rigning hefur varla komið hér í marga mánuði og lítill var snjórinn í vetur svo það er ekki nema vona að það tæmist af ,,lagernum,,
Þessi staðreynd þýðir samt ekki að ég sé að óska eftir stórum haustrigningum.

En sjón er sögunni ríkari.................þið verðið bara að sjá.